Fréttasafn

Föstudagsmolar 21. ágúst 2015 - Pétur Magnússon forstjóri

Haustið nálgast og spennandi vetur framundan!

Þessa dagana eru flestir að koma til baka úr sumarfríum; vil ég nota tækifærið og bjóða ykkur velkomin til baka. Vonandi áttuð þið sem allraflest gott og gæfuríkt sumar.

Haustið er alls ekki svo slæmt, þá koma margir til baka fullir orku og tilbúnir í spennandi verkefni. Hið daglega starf er líka að komast í hefðbundið horf aftur og verð ég að segja að það sé sannarlega spennandi vetur framundan á Hrafnistuheimilunum.

Það er alltaf nóg að gerast á Hrafnistu og engin ástæða til að halda að svo verði ekki áfram.

Gaman er að segja frá því að einn af hápunktum sumarsins er grillveisla íbúa á hverju heimili og heyri ég ekki betur en þær hafi tekist mjög vel í Reykjavík, Hafnarfirði og Kópavogi. Þá breytum við út af vananum í hádeginu og grillum úti í blíðunni fyrir heimilisfólk og gesti og fáum góða tóna til að fylla loftið um leið. Nesvellir og Hlévangur héldu sínar hefðbundnu sumarhátíðir í stað grillveislu og tókust þær mjög vel.

Ég vil því líka nota þetta tækifæri og þakka öllum þeim fjölmörgu sem lögðu hönd á plóg við að gera grillveislurnar jafnglæsilegar og raun ber vitni!

 

Starfsmannaferðir framundan

Gaman er að sjá hve starfsmannafélögin okkar eru virk þessa dagana. Eitthvað er að gerast í öllum félögum á næstunni og er það vel.

Eftir viku fer starfsmannafélagið í Hafnarfiði í óvissuferð og félagið í Reykjanesbæ heldur sumarpartý. Um miðjan september fara svo Reykjavík og Kópavogur í sameiginlega ferð í Kerlingarfjöll þar sem verður gengið, grillað og gist.

Við stjórnendur á Hrafnistu getum ekki annað en verið mjög ánægð með þennan blóma í starfi starfsmannafélaganna enda margsannað að góð starfsmannafélög ýta undir góðan starfsanda sem gerir lífið léttara og skemmtilegra fyrir okkur öll!

 

Starfsafmæli í júlí

Venju samkvæmt eiga nokkrir úrvals starfsmenn úr Hrafnistu-liðinu formlegt starfsafmæli nú í júní. Þetta eru:

3 ára starfsafmæli: Í Reykjavík eru það Þórður Jakobsson vaktmaður, Xuan Kim Phu Thai í borðsal, Þorgeir Dalmar Ragnarsson á Mánateig og Borgþór Jónsson á Lækjatorgi. Í Hafnarfirði er það Rakel Ósk Jóelsdóttir á Sjávar- og Ægishrauni.

5 ára starfsafmæli: Í Reykjavík eru það Elma Rut Jónsdóttir á deild Engey/Viðey, Þórður Kjartansson rafvirki og Rosalyn Hlíf Dungog á Mánateig. Í Kópavogi eru það Guðrún Lovísa Ólafsdóttir og Gréta María Víkingsdóttir.

10 ára starfsafmæli: Elilebeta de la Cruz á Lækjartorgi í Reykjavík.

Hjartanlega til hamingju með áfangann öll og kærar þakkir fyrir trygg störf í þágu Hrafnistuheimilanna.

 

Góða helgi – og góða skemmtun við hlaup, Menningarnótt og/eða annað sem þið ætlið að dunda ykkur við um helgina!!!

Pétur

 

 

Kráarkvöld Hrafnistu Hafnarfirði

Lesa meira...

Kráarkvöld var haldið á Hrafnistu í Hafnarfirði 13. ágúst sl. Þar var mikið dansað, spjallað, skálað og dansað enn meira. Harmonikkufélagi Suðurnesja er þakkað kærlega fyrir skemmtilega kvöldstund.

Lesa meira...

Sumarhátíð á Hlévangi

Lesa meira...

Í sumar var haldin hin árlega Sumarhátíð á Hlévangi þar sem allir skemmtu sér vel. Leikið var á létta strengi, farið í skemmtilega leiki og bragðað á góðum veitingum. 

Lesa meira...

Grillveisla á Hrafnistu í Hafnarfirði

Lesa meira...

Miðvikudaginn 22. júlí var slegið upp grillveislu utandyra í Hafnarfirðinum. Allir lögðust á eitt við að gera þessa veislu einstaklega skemmtilega og ekki skemmdi góða veðrið fyrir, frábær stund í alla staði.

 

Lesa meira...

Viðtal við Hrafnistukonur í þættinum Samfélagið á Rás 1

Arndís Björk Ásgeirsdóttir, sem stýrir þættinum Samfélagið á Rás 1, kom í heimsókn á Hrafnistu í Hafnarfirði og ræddi við Guðrúnu Jóhönnu Hallgrímsdóttur deildarstjóra iðjuþjálfunar og félagsstarfs, Önnu Kristjánsdóttur í dagdvöl á Hrafnistu, Ingibjörgu Pálsdóttur sem býr í þjónustuíbúð við Hrafnistu og Sigurborgu Sigurgeirsdóttur sem býr á Hrafnistu. Umræðuefnið var meðal annars félagsstarfið á Hrafnistu í Hafnarfirði í sumar.

 

Þeir sem hafa áhuga á að hlusta á viðtalið geta nálgast slóðina hér fyrir neðan.  Viðtalið við þær stöllur byrjar þegar 18:42 mínútur eru liðnar af þættinum. 

 

http://www.ruv.is/sarpurinn/ras-1/samfelagid/20150715

Síða 173 af 177

Til baka takki