Heimilismenn Hrafnistu unnu öruggan sigur að venju á bæjarstjórn Hafnarfjarðar í púttkeppni í gær. Keppnin er haldin árlega og hefur farandbikarinn aldrei yfirgefið hillur Hrafnistu, enda hafa heimilismenn nægan tíma til æfinga á meðan bæjarstjórn situr á fundum dag
og nótt.
Haraldur L. Haraldsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, fékk skammarverðlaun mótsins þar sem hann fór hringinn á flestum höggum.