Top header icons

 

Fyrir starfsfólk

 


Örugg skjalamótttaka


Örugg skjalamótttaka


Fyrir starfsfólk


Hrafnista á Facebook

 

Kvennahlaupið Hrafnistu í Hafnarfirði

b_250_250_16777215_00_images_frettir_2015_img_5487.jpeg

Kvennahlaupið er haldið árlega og er það hvatning til kvenna til að hreyfa sig og stunda líkamsrækt. Hlaupið er alltaf haldið sem næst kvennréttindadeginum 19. júní en á þeim degi árið 1915 fengu íslenskar konur kosningarétt. Kvennahlaupið í ár var það 11. Sem við höldum hér á Hrafnistu í Hafnarfirði. Árið 2003 var fyrsta Kvennahlaupið haldið hér hjá okkur en þá mættu um 30 konur. Í ár voru í kringum 90 konur sem tóku þátt. Hægt var að velja um þrjár vegalengdir í göngunni. Þegar konurnar voru búnar að ganga var haldið inní Menningarsal þar sem var boðið uppá ferska ávexti, djús, kristal, súkkulaðirúsínur og kremprufur gefnar. Slegið var upp balli og sýndi ung dama listir sínar og stökk nokkur heljarstökk fyrir mannskapinn við mikil fagnaðarlæti.

 

 

 

Til baka takki

Þessi vefsíða notar kökur (cookies). Með því að halda áfram að nota vefinn, samþykkir þú þessa virkni vefsins.
Samþykkja kökur