Fimmtudaginn 11. júní héldum við á Hrafnistu í Kópavogi okkar árlega Kvennahlaup, en það er í fimmta skipti sem hlaupið er haldið í Boðaþingi.
Við hituðum upp við undirleik harmonikku, léttar veitingar og ljúfir tónar tóku svo á móti þeim sem komu í mark.
Elsti þátttakandinn fékk viðurkenningu, en það var hún Anna Samúelsdóttir 98 ára.
Dagurinn var vel heppnaður og sólin skein rétt á meðan hlaupið var.