Fréttasafn

Afmælisveisla á Sjávar- og Ægishrauni Hrafnistu í Hafnarfirði

Lesa meira...

Hjördís Ósk Hjartardóttir, hjúkrunardeildarstjóri á Hrafnistu í Hafnarfirði, hélt upp á afmælið sitt í gær og af því tilefni var snarað fram dýrindis veislu og heimilisfólki á Sjávar- og Ægishrauni boðið upp á pönnukökur með sultu og rjóma í kaffitímanum. Afmælisveislan heppnaðist ljómandi vel og allir voru mjög ánægðir eins og meðfylgjandi myndir bera vitni um.  

 

 

 

Lesa meira...

Brynhildur og Skuggi koma vikulega í heimsókn á Hrafnistu í Hafnarfirði

Lesa meira...

 

Þau Brynhildur og Skuggi koma í heimsókn á Hrafnistu í Hafnarfirði einu sinni í viku á vegum Rauða kross Íslands. Myndast hefur fallegt vinasamband á milli þeirra og heimilismanna Báruhrauns. Skuggi var einstaklega ánægður að koma aftur í heimsókn eftir sumarfrí og gerði sér lítið fyrir og skreið upp í fangið á heimilisfólkinu.

 

 

 

 

Lesa meira...

Jóhann Ágúst Magnússon 10 ára starfsafmæli á Hrafnistu í Reykjavík

F.v. Pétur, Jóhann Ágúst og Sigrún.
Lesa meira...

 

Jóhann Ágúst Magnússon, starfsmaður í aðhlynningu á Sólteigi Hrafnistu í Reykjavík, hefur starfað á Hrafnistu í 10 ár. 

Um leið og við óskum honum til hamingju með áfangann er honum þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hann hefur sýnt heimilinu.

 

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri: Pétur Magnússon forstjóri Hrafnistu, Jóhann Ágúst og Sigrún Stefánsdóttir forstöðumaður Hrafnistu í Reykjavík.

 

 

 

 

Lesa meira...

Hjónin Benta og Valgarð Briem færa Hrafnistu í Reykjavík gjafir.

F.v. Guðmundur Hallvarðsson, Benta og Valgarð.
Lesa meira...

 

Hjónin Benta og Valgarð Briem færðu á dögunum Hrafnistu í Reykjavík Maxi Twin seglalyftara frá Fastus að gjöf. Lyftarinn á svo sannarlega eftir að koma að góðum notum fyrir heimilisfólk og starfsfólk.

Einnig gáfu þau fallegt málverk „ Móðir og börn“ eftir Sigurð Kr. Árnason.

Við þökkum þeim hjónum kærlega fyrir þessar höfðinglegu gjafir.

 

Lesa meira...

Guðmundur H. Garðarsson færir Sjómannadagsráði málverk að gjöf.

Lesa meira...

 

Á sjómannadaginn, 5. júní sl., færði Guðmundur H. Garðarsson Sjómannadagsráði málverk að gjöf sem ber nafnið „STJÁNI BLÁI“,  eftir Finn Jónsson, til minningar um eiginkonu sína Ragnheiði Guðrúnu Ásgeirsdóttur.

Við þökkum Guðmundi  kærlega fyrir þetta fallega málverk en það hangir uppi í Skálafelli, sem er kaffihúsið okkar hér á Hrafnistu í Reykjavík.

 

Meðfylgjandi mynd er tekin þegar Guðmundur Hallvarðsson, formaður Sjómannadagsráðs, veitti málverkinu viðtöku frá Guðmundi H. Garðarssyni.

 

Lesa meira...

Púttmót haldið á Hrafnistu í Hafnarfirði

Lesa meira...

Þriðjudaginn 6. september sl. var haldið bæjarstjórnarpúttmót á Hrafnistu í Hafnarfirði. En sú skemmtilega hefð hefur skapast á síðustu árum að haldið hefur verið púttmót á Hrafnistu í Hafnarfirði þar sem bæjarstjórn Hafnarfjarðar og bæjarstjóri, hafa att kappi við heimilisfólk um forláta farandbikar sem bæjarstjórn hefur reyndar aldrei unnið. Sú varð raunin líka í ár og bar Hrafnista sigur úr býtum með 69 höggum á móti 75 höggum bæjarstjórnar.

Undanfarin ár hefur bæjarstjórinn, Haraldur L. Haraldsson, hlotið hin svokölluðu skussaverðlaun en sá hlýtur þau verðlaun sem er með bestu nýtingu vallar. Að þessu sinni féllu þau hins vegar í hlut Árdísar Huldu Eiríksdóttur forstöðumanns og afhenti Haraldur þau áfram til Árdísar með bros á vör, þar sem hann ætlaði sér alls ekki að vinna þau í ár.

 

Úrslit voru þessi:

Konur

1.   sæti: Ingveldur Einarsdóttir 35 högg

2.   sæti: Hallbjörg Gunnarsdóttir 36 högg

3.   sæti: Rósa Guðbjartsdóttir 39 högg

 

Karlar

1.   sæti: Einar Sigurðsson 34 högg

2.   sæti: Friðrik Hermannsson 35 högg

3.   sæti: Ingi Tómasson 36 högg

 

Einar Sigurðsson var besti maður vallarins og hlaut því Bæjarstjórnarbikarinn.

Heimilisfólk á Hrafnistu þakkar bæjarfulltrúum og bæjarstjóra kærlega fyrir drengilega keppni og skemmtilega stund í blíðskaparveðri.

 

 

Lesa meira...

Síða 110 af 139

Til baka takki