Fréttasafn

Konudagurinn á Hrafnistu í Garðabæ Ísafold

Lesa meira...

Sl. sunnudag var konudeginum fagnað á Hrafnistu Garðabæ Ísafold þegar Svanhildur Jakobsdóttir söng við undirleik Vilhjálms Guðjónssonar gítarleikara og Hilmars Sverrissonar hljómborðsleikara. Gestir í dagþjálfun Ísafoldar og heimilisfólk á Hrafnistu Ísafold nutu stundarinnar, söngsins og samverunnar.

 

Lesa meira...

Lionsklúbbur Hafnarfjarðar færir Hrafnistu í Hafnarfirði góðar gjafir

Lesa meira...

Lionsklúbbur Hafnarfjarðar hefur stutt dyggilega við Hrafnistu þar í bæ  með ákaflega vönduðum gjöfum. Aðallega er það sjúkraþjálfun heimilisins sem hefur notið góðs af.

Sú skemmtilega hefð hefur skapast að bjóða félögum klúbbsins til kvöldverðar á Hrafnistu í þakkarskyni og veita gjöfum þess árs formlega móttöku. Í þetta sinn gáfu þeir deild sjúkraþjálfunar fullkominn lyftara, teg. Sara 3000, og Mercado vinnustól en hann  er notaður fyrir þá sem hjóla á Motomed sethjólum.

Þessi skemmtilegi viðburður var haldinn í síðustu viku og tókst, að mati gestgjafa, mjög vel. 

Meðfylgjandi myndir eru frá kvöldinu þegar formleg afhending og móttaka gjafanna fór fram.

 

Bryndís Fanný Guðmundsdóttir,

sjúkraþjálfari Hrafnistu Hafnarfirði.

 

Lesa meira...

Stöð 2 í heimsókn á Hrafnistu í Reykjavík á sprengidaginn

Lesa meira...

Fréttastofa Stöðvar 2 heimsótti Hrafnistu í Reykjavík í hádeginu í gær, á sjálfan sprengidaginn, og fékk að kíkja ofan í pottana í eldhúsinu. En hvorki meira né minna en 300 kg. af saltkjöti var eldað ofan í starfsfólk og íbúa Hrafnistuheimilanna í hádeginu.

Hægt er að nálgast umfjöllunina í fréttatíma Stöðvar 2 í gær með því að smella á linkinn hér fyrir neðan.

 

http://www.visir.is/g/2018180219544/ibuar-hrafnistu-lukkulegir-a-sprengidaginn-300-kilo-af-saltkjoti-og-4.000-kartoflur-

 

Lesa meira...

Öskudagurinn á Hrafnistuheimilunum

Lesa meira...

 

Það er mikið um dýrðir á Hrafnistuheimilunum í dag, eins og jafnan er á þessum degi þegar íbúar og starfsfólk gera sér glaðan dag og klæða sig upp í alls konar hatta og búninga.

 

Meðfylgjandi eru myndir sem teknar hafa verið í dag. 

Lesa meira...

Bolludagurinn á Hrafnistuheimilunum

Lesa meira...

Í morgunblaðinu í dag má finna skemmtilega umfjöllun um bolludaginn á Hrafnistu í Reykjavík.

 

Heimilisfólk á Hrafnistu fékk sér bollur með kaffinu

Það var í nógu að snúast í eldhúsinu á Hrafnistu í gærmorgun en þar voru bakaðar rúmlega þrjú þúsund vatnsdeigsbollur fyrir bolludaginn í gær. Virtust allir njóta veitinganna þegar blaðamaður leit inn á Hrafnistu við Brúnaveg í Reykjavík. Kristín Guðrún Sigurðardóttir, Anna Regína Pálsdóttir og Inga Jóhannesdóttir sátu saman í kaffistofunni en sú síðastnefnda varð 100 ára í fyrra. Anna sagðist aðspurð muna vel eftir bolludeginum sem barn. „Þá var maður með bolluvönd og flengdi alla á bolludagsmorgun áður en maður fór í skólann,“ segir hún og hlær. „Maður flýtti sér á morgnana að vekja pabba og mömmu til þess að fá bollu,“ bætir Kristín við. „Þá voru vatnsdeigsbollur ekki komnar, það voru bara bakaðar gerbollur.“

„Þetta er mjög gott með kaffinu, allur viðurgjörningur er mjög góður,“ sagði Guðmundur Guðmundsson, sem sat á næsta borði, spurður hvernig honum líkuðu bollurnar með kaffinu. Hann segist hafa borðað mikið af bollum í æsku og muni vel eftir bollunum sem voru bakaðar heima. 

 

Meðfylgjandi eru einnig myndir frá bolludeginum á heimilinum okkar í Reykjanesbæ - Nesvöllum og Hlévangi.

Lesa meira...

Borgarstjóri heimsótti Hrafnistu í Reykjavík

Lesa meira...

 

Borgarstjóri Reykjavíkur, Dagur B. Eggertsson, var í hverfaheimsókn í hverfi Laugardals í gær, miðvikudaginn 7. febrúar. Hann kíkti við á Hrafnistu í Laugarásnum og fékk sér kaffibolla með íbúum þar sem borgarmál og heimsmálin voru rædd.

Með borgarstjóra í för var Heiðar Ingi Sveinsson, formaður Hverfisráðs Laugardals.

Við þökkum þeim félögum kærlega fyrir innlitið en meðfylgjandi myndir voru teknar í heimsókninni í gær.

 

Lesa meira...

Síða 105 af 175

Til baka takki