Fréttasafn

Berglind Björk Hreinsdóttir ráðin mannauðsstjóri Hrafnistuheimilanna

Lesa meira...

 

Berglind Björk lauk  BA gráðu í sálfræði- og félagsráðgjöf frá HÍ 1999, Diplómagráðu í mannauðsstjórnun 2004 og MPM gráðu í verkefnastjórnun frá HÍ 2007.  
Berglind Björk hefur einnig sótt ýmis stjórnunar- og mannauðsstjórnunarnámskeið undanfarin ár m.a. um starfsánægju og liðsheild, straumlínustjórnun, vottun jafnlaunakerfa, ofl. 

Berglind Björk hefur starfað sem ráðgjafi fyrir Attentus - mannauður og ráðgjöf, frá árinu 2015.  Þar sinnti hún ráðgjafastörfum í tengslum við stjórnun og mannauðsmál, vann að verkefnum m.a. í stefnumótun, verkefnastjórnun, straumlínustjórnun, launagreiningum og innleiðingu jafnlaunavottunar. 
Á árunum 2005-2014 starfaði hún hjá Hagstofu Íslands, lengst af sem deildarstjóri gagnasöfnunar.  

Berglind Björk mun hefja störf hjá Hrafnistu í lok febrúar. 

Við bjóðum Berglindi Björk velkomna í hópinn. 

 

Lesa meira...

Þorrablót Hrafnistu Nesvöllum Reykjanesbæ föstudaginn 26. janúar

Lesa meira...

 

Þorrinn var haldinn hátíðlegur á Hrafnistu Nesvöllum föstudaginn 26. janúar sl. Mættu þar prúðbúnir íbúar, aðstandendur og starfsfólk til að gæða sér á dýrindis þorramat sem var skolað niður með íslensku brennivíni eða bara okkar góða malt og appelsíni.  Dói, félagi úr harmonikkufélagi Suðurnesja, sá um að spila íslensk þjóðlög á harmonikkuna. 

 

Lesa meira...

Nýr mannauðsfulltrúi Hrafnistuheimilanna

Lesa meira...

 

Kristín Hrund Whitehead hefur verið ráðin mannauðsfulltrúi hjá Hrafnistuheimilunum.

Kristín Hrund lauk M.S. prófi í mannauðsstjórnun frá Háskóla Íslands 2011, M.A. prófi í uppeldis- og kennslufræðum, með áherslu á fullorðinsfræðslu, endurmenntun og tölfræðilegri úrvinnslu gagna, frá  Albert – Ludwigs háskólanum í Freiburg í Þýskalandi. 

Kristín starfaði sem sérfræðingur á mannauðssviði Olís 2013-2017.  Í störfum sínum þar vann Kristín að fjölbreyttum verkefnum á sviði mannauðsmála og kom einnig að launavinnslu og fræðslumálum.    Áður vann Kristín meðal annars sem háskólakennari um 3ja ára skeið í Þýskalandi.

 

 

Lesa meira...

Þorrablót Hrafnistu Hlévangi Reykjanesbæ föstudaginn 19. janúar

Lesa meira...

Þann 19. janúar sl. var Þorri blótaður á Hrafnistu Hlévangi. Herlegheitin hófust kl. 12 og mættu þar íbúar, aðstandendur og starfsmenn prúðbúnir til veislu. Gæddu gestir sér á dýrindis þorramat og runnu hrútspungar, sviðasulta, hvalur og ýmislegt fleira góðgæti ljúflega niður með íslensku brennivíni.

Harmónikkufélagarnir Baldvin og Dói þöndu nikkuna og tóku veislugestir vel undir í söngnum.

 

Lesa meira...

Þorrablót Hrafnistu í Garðabæ - Ísafold föstudaginn 19. janúar

Lesa meira...

Þorrablót Hrafnistu í Garðabæ- Ísafold var haldið hátíðlegt í hádeginu á bóndadaginn, þann 19. janúar sl.

Samkvæmt gömlum hefðum voru trog borin á borð með dýrindis þorramat sem skolað var niður með íslensku brennivíni. Allir tóku hraustlega til matar síns og létu vel af veigunum. Sveinn Sigurjónsson og Ragnar Torfason spiluðu undir borðhaldi og stýrðu samsöng. Þar var m.a. tekið minni karla og minni kvenna þar sem hart var barist um hvaða hópur bæri af í söng og útgeislun.

Pétur Magnússon forstjóri Hrafnistuheimilanna fór með gamanmál og að lokum var öllum karlmönnum færð rós í tilefni dagsins.

 

 

Lesa meira...

Þorrablót Hrafnistu í Reykjavík föstudaginn 19. janúar

Lesa meira...

Þorrablót Hrafnistu í Reykjavík var haldið föstudaginn 19. janúar sl.  Íbúar og gestir fjölmenntu í Skálafell á aðalskemmtunina sem hófst kl. 17:00. Pétur  Magnússon forstjóri Hrafnistuheimilanna setti þorrablótið og veislustjóri kvöldsins var Regína Ósk Óskarsdóttir og hélt hún upp góðu fjöri. Ræðumaður kvöldsins var Sigurður Garðarsson framkvæmdastjóri Naustavarar. Regína og Sigurður fóru einnig með minni karla og kvenna.

Sigursveinn Þór Árnason, gítarleikari og maður Regínu, spilaði og söng skemmtileg lög með konu sinni.

Eftir skemmtunina var þorramatur á boðstólnum og  gæddu gestir sér meðal annars á hákarli, hrútspungum og hval ásamt ýmsu öðru góðgæti.

Bragi Fannar harmonikkuleikari spilaði á nikkuna undir borðhaldi og stjórnaði hópsöng í Skálafelli.

Einnig var þorragleði á hjúkrunardeildum í húsinu, skemmtuninni í Skálafelli var sjónvarpað í gegnum á Hrafnisturásina upp á deildar. Harmonikkuleikarar fóru um húsið og spiluðu undir borðhaldi inn á deildum.

 

Lesa meira...

Þórdís Unnur Þórðardóttir 20 ára starfsafmæli á Hrafnistu

F.v. Pétur, Arna, Þórdís, Sigrún og Dagný.
Lesa meira...

 

Þórdís Unnur Þórðardóttir, sjúkraliði á Sól-/ og Mánateig Hrafnistu í Reykjavík, hefur starfað á Hrafnistu í 20 ár. Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.

 

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri: Pétur Magnússon forstjóri, Arna Garðarsdóttir aðstoðardeildarstjóri á Sólteig, Þórdís, Sigrún Stefánsdóttir forstöðumaður Hrafnistu í Reykjavík og Dagný Jónsdóttir deildarstjóri á Sól-/ og Mánateig. 

 

 

Lesa meira...

Mario Adolfo Rivera Vivar 10 ára starfsafmæli á Hrafnistu

F.v. Ólafur, Mario, Pétur og Harpa.
Lesa meira...

 

Mario Adolfo Rivera Vivar, starfsmaður í eldhúsi Hrafnistu í Reykjavík, hefur starfað á Hrafnistu í 10 ár. Um leið og við óskum honum til hamingju með áfangann er honum þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hann hefur sýnt heimilinu.

 

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri: Ólafur Haukur Magnússon yfirmatreiðslumaður, Mario, Pétur Magnússon forstjóri og Harpa Gunnarsdóttir fjármálastjóri Hrafnistu. 

 

 

Lesa meira...

Guðbjörg Hassing 10 ára starfsafmæli á Hrafnistu

F.v. Sigrún, Sigurbjörg, Pétur og Guðbjörg.
Lesa meira...

 

Guðbjörg Hassing, starfsmaður í iðjuþjálfun og félagsstarfi Hrafnistu í Reykjavík, hefur starfað á Hrafnistu í 10 ár. Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.

 

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri: Sigrún Stefánsdóttir forstöðumaður Hrafnistu í Reykjavík, Sigurbjörg Hannesdóttir deildarstjóri iðjuþjálfunar, Pétur Magnússon forstjóri Hrafnistu og Guðbjörg Hassing.

 

 

 

Lesa meira...

Síða 107 af 175

Til baka takki