Fréttasafn

Grillhátíð á Hrafnistu í Reykjavík

Lesa meira...

 

Miðvikudaginn 27. júlí sl. var haldin glimrandi fín grillhátíð á Hrafnistu í Reykjavík.

Það var létt yfir mannskapnum og góður rómur var gerður að matnum, aðstöðunni, veðrinu, samverunni og skemmtilegri tilbreytingu.

Dagurinn var einn af heitustu dögum sumarsins í kringum 20 stiga hiti og sem betur fer hélt sólin sig að mestu bak við skýin á meðan heimilisfólk, starfsfólk og gestir nutu matarins og útiverunnar.

 

 

 

Lesa meira...

María Einarsdóttir 10 ára starfsafmæli á Hrafnistu í Reykjavík

F.v. Dagný, María, Sigrún og Pétur.
Lesa meira...

 

María Einarsdóttir, starfsmaður í aðhlynningu á Sólteigi Hrafnistu í Reykjavík, hefur starfað á Hrafnistu í 10 ár. 

Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.

 

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri: Dagný Jónsdóttir deildarstjóri á Sólteigi, María, Sigrún Stefánsdóttir forstöðumaður Hrafnistu í Reykjavík og Pétur Magnússon forstjóri Hrafnistu.

 

 

 

 

 

Lesa meira...

Gerður Sveinsdóttir 10 ára starfsafmæli á Hrafnistu í Reykjavík

F.v. Anna María, Sigrún, Gerður og Pétur.
Lesa meira...

 

Gerður Sveinsdóttir, starfsmaður á Vitatorgi Hrafnistu í Reykjavík, hefur starfað á Hrafnistu í 10 ár. 

Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.

 

 

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri: Anna María Friðriksdóttir deildarstjóri á Vitatorgi, Sigrún Stefánsdóttir forstöðumaður Hrafnistu í Reykjavík, Gerður og Pétur Magnússon forstjóri Hrafnistu.

 

 

 

 

 

Lesa meira...

Grillveisla á Hrafnistu í Hafnarfirði

Lesa meira...

Grillveisla var haldin á Hrafnistu í Hafnarfirði í gær í. Matreiðslumenn Hrafnistuheimilinna framreiddu dýrindis krásir ofan í heimilisfólk sem borðaði úti og naut sín vel í góða veðrinu undir harmonikkuspili Böðvars. 

 

 

Lesa meira...

Grillveisla á Hrafnistu Nesvöllum

Lesa meira...

 

Í gær var haldin grillveisla á Hrafnistu Nesvöllum. Setið var úti í góða veðrinu þar sem fólk naut matar og sólar í góðum félagsskap hvort við annað. Allir voru mjög ánægðir með hvernig til tókst, enda ekki hægt annað í þessari einmuna veðurblíðu.

 

Lesa meira...

Dagmar Agnarsdóttir, hárgreiðslumeistari á Hrafnistu í Reykjavík, á heimsmeistaramóti í kraftlyftingum

Lesa meira...

Dagmar Agnarsdóttir, hárgreiðslumeistari á Hrafnistu í Reykjavík, hafnaði í þriðja sæti í sínum aldurs- og þyngdarflokki á heimsmeistaramóti í klassískum kraftlyftingum sem fram fór í Texas dagana 19. – 26. júní sl.  Að auki sló hún nokkur Íslandsmet. Samstarfsfólk á Hrafnistu samgleðst henni innilega og tók vel á móti henni þegar hún mætti til vinnu í morgun.

Innilega til hamingju með þennan frábæra árangur Dagmar!

 

http://www.ruv.is/frett/64-ara-kraftlyftingakona-slaer-met

 

 

 

Lesa meira...

Púttmót á Hrafnistu í Hafnarfirði

Lesa meira...

Í gær háðu Hrafnista í Reykjavík og Hafnarfirði baráttu um hinn glæsilega Hrafnistubikar en keppt hefur verið um þennan grip í áraraðir. Í ár sigraði Vilborg frá Hrafnistu Reykjavík með 31 högg, í öðru sæti var Sigrún úr Reykjavík með 32 högg og í þriðja sæti varð Dýrleif með 34 högg einnig úr Reykjavík.

Hafnfirðingunum gekk betur í karlaflokki en þar röðuðu þeir sér í öll þrjú sætin. Í fyrsta sæti var Friðrik Hermannsson með 33 högg, Marino Óskarsson með 37 högg og Birgir Erlendsson með 37 högg.

Myndir og texti: Helena Björk íþróttakennari
Frétt: Guðrún Jóhanna iðjuþjálfi og deildarstjóri

 

 

Lesa meira...

Nanna Guðný gæðastjóri og Ragnheiður sjúkraþjálfari á Hrafnistu kynntu rannsóknir sínar á ráðstefnu í Finnlandi

Lesa meira...

Nanna Guðný Sigurðardóttir gæðastjóri Hrafnistu og Ragnheiður Kristjánsdóttir deildarstjóri endurhæfingardeildar á Hrafnistu í Reykjavík kynntu rannsóknir sínar á öldrunarfræðiráðstefnu í Tampera á Finnlandi dagana 20.- 23. júní sl.

Rannsókn Nönnu Guðnýjar ber heitið Árangur 4-8 vikna þverfræðilegrar endurhæfingarinnlagnar fyrir aldraða. Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvort þverfræðileg endurhæfing á Íslandi hefði í för með sér bætta færni í athöfnum. Einnig að kanna hvort færni og aðstæður við innlögn gætu spáð fyrir um árangurinn sem og kanna afdrif þátttakenda. 

Rannsókn Ragnheiðar Kristjánsdóttur ber heitið Framtíðarþing um farsæla öldrun: " Hún er farsæl ef maður er sáttur". Markmið rannsóknarinnar var að komast að því hvað Íslendingar telja vera farsæla öldrun og hvernig best sé að stuðla að henni, hvernig þær niðurstöður samrýmast kenningum og rannsóknum í öldrunarfræðum og hvernig niðurstöður samrýmast opinberri stefnu stjórnvalda í öldrunarmálum. Auk þess að leggja mat á þýðingu Framtíðarþings um farsæla öldrun fyrir öldrunarmál. 

 

 

Lesa meira...

Síða 112 af 139

Til baka takki