Fréttasafn

Heimsókn frá Kína á Hrafnistu í Reykjavík

Lesa meira...

 

Á hverju ári tekur Hrafnista á móti fjölda gesta sem hefur áhuga á að kynna sér starfsemina. Þó flestir í þeim hópi séu Íslendingar, eru alltaf reglulega gestir hjá okkur sem koma erlendis frá. Aðallega eru erlendu gestirnir frá Evrpóu en í dag heimsótti Hrafnistu í Reykjavík sendinefnd frá Shanghai í Kína. Hópurinn fékk kynningu á Hrafnistu og íslenska velferðarkerfinu en fór auk þess í skoðunarferð um heimilið.

Kínversku gestunum leist vel á starfsemi okkar og færðu okkur forláta styttu af apa að gjöf en nú er ár apans þar í landi. Meðfylgjandi myndir voru teknar í heimsókninni og gaman er að sjá kynningartexta um Hrafnistu á kínversku sem útbúinn var fyrir nokkrum árum en þetta mun vera í þriðja sinn á síðustu tíu árum sem kínverskir gestir sækja Hrafnistu heim.

 

Lesa meira...

Haustfagnaður á Hrafnistu Reykjavík 20. október

Lesa meira...

 

Í gærkvöldi fór fram haustfagnaður á Hrafnistu í Reykjavík. Veislustjóri kvöldsins var Valgerður Guðnadóttir sem tók m.a. lagið við undirleik Helga M. Hannessonar. Eftir kvöldverðinn var svo slegið upp balli með Sighvati Sveinssyni.

 

 

 

Lesa meira...

Haustfagnaður á Hrafnistu í Reykjavík fimmtudaginn 20. október

Lesa meira...

 

Haustfagnaður Hrafnistu í Reykjavík verður haldinn fimmtudaginn 20. október nk.

Skráning verður í aðalanddyri á Hrafnistu í Reykjavík til þriðjudagsins 18. október frá kl. 10:00 – 16:00.

Hingað til hafa íbúar aðeins geta boðið einum gesti með sér en í ár geta íbúar boðið tveimur gestum. Verð fyrir gest er kr. 4.000,-

 

Sjónvarpað verður frá haustfagnaðinum á Hrafnisturásinni.

 

Sjá nánari auglýsingu með því að smella hér.

 

 

 

 

Lesa meira...

Guðrún Erna Sigurðardóttir 30 ára starfsafmæli á Hrafnistu í Hafnarfirði

F.v. Pétur, Guðrún Erna og Anný Lára.
Lesa meira...

 

Guðrún Erna Sigurðardóttir, starfsmaður í aðhlynningu á Báruhrauni Hrafnistu Hafnarfirði, hefur starfað á Hrafnistu í 30 ár. Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.

 

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri: Pétur Magnússon forstjóri Hrafnistu, Guðrún Erna og Anný Lára Emilsdóttir deildarstjóri á Báruhrauni.

 

 

 

 

Lesa meira...

Rannveig Helgadóttir 10 ára starfsafmæli á Hrafnistu í Hafnarfirði

Rannveig og Pétur, forstjóri Hrafnistu.
Lesa meira...

 

Rannveig Helgadóttir, starfsmaður í aðhlynningu á Sjávar- og Ægishrauni Hrafnistu Hafnarfirði, hefur starfað á Hrafnistu í 10 ár. 

Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.

 

 

 

 

Lesa meira...

Síða 112 af 145

Til baka takki