Fréttasafn

Iðjuþjálfun utandyra í veðurblíðunni

Lesa meira...

 

Iðjuþjálfunin fer fram utandyra sem innan og í gær fór hún fram út á púttvelli. Þar er verið að vinna að settu markmiði fyrir þjálfuninni og nutum við svo sannarlega góðs af veðurblíðunni.


Mynd og frétt: Guðrún Jóhanna iðjuþjálfi og deildarstjóri Hrafnistu Hafnarfirði.

 

 

 

Lesa meira...

Hrafnista Hafnarfirði - Rafgengið

Lesa meira...

Félagsstarfið á vegum iðjuþjálfunar ætlar að bjóða upp á sérstaka útivist með fólki sem notar rafskutlur og rafmagnshjólastóla í sumar. Markmiðið er að nýta fallega nærumhverfið og góða aðgengið til þess að hvetja fólkið til að fara t.d. niður í bæ og í næstu matvöruverslun. Gróa Rán og Kristín Margrét, aðstoðarmenn iðjuþjálfunar eru í umsjón fyrir hópinn sem verður kl.14 á fimmtudögum í sumar. Skráning fer fram á blaði á símavaktinni.


Myndir: Kristín Margrét aðst.maður iðjuþjálfa
Frétt: Guðrún Jóhanna iðjuþjálfi og deildarstjóri

 

 

Lesa meira...

Hrafnista í Hafnarfirði - Harðarmótið í pútti

Lesa meira...

 

Þriðjudaginn 21. júní var Harðarmótið í pútti sem er innanfélagsmót og til minningar um Hörð Ragnarsson, fyrsta formann púttklúbbs Hrafnistu í Hafnarfirði. Hörður ásamt fleirum stofnuðu púttklúbbinn árið 1998. Þegar Hörður lést keyptu aðstandendur hans farandsbikar til minningar um Hörð og höfum við keppt árlega um bikarinn síðan þá. 
Í ár var það Ragnar Jónasson sem hlaut 1. sætið og þar með Harðarbikarinn, í 2. sæti karla varð Marino Óskarsson og Guðjón Frímannsson í 3. sæti.
Inga Pálsdóttir var í 1. sæti kvenna, Hallbjörg Gunnarsdóttir og Ingveldur Einarsdóttir voru í 2. og 3. sæti en Ingveldur sigraði í bráðabana og hlaut því verðlaun fyrir 2. sætið.

 

 

Lesa meira...

EM stemning á Hrafnistu

Lesa meira...

Það var sannkölluð EM stemning í garðinum á Hrafnistu í Reykjavík í dag í góða veðrinu. En söngstundin með Böðvari var haldin úti undir berum himni í veðurblíðunni.

Lokalagið í söngdagskránni hjá Böðvari í dag var lagið „Ég er kominn heim“. Allir tóku vel undir og senda baráttukveðjur til strákanna okkar sem spila á móti Austurríki í París í dag.

 

 

Með því að smella á linkinn hér fyrir neðan má hlýða á heimilisfólk og gesti taka vel undir í söng með Böðvari.

https://www.facebook.com/100000414228582/videos/1233758476647948/

 

Lesa meira...

Myndir frá Kvennahlaupinu Hrafnistu Hafnarfirði þann 10. júní

Lesa meira...

Föstudaginn 10. júní tóku ótrúlega margir þátt í kvennahlaupi/-göngu Hrafnistu í Hafnarfirði undir góðri stjórn Helenu íþróttakennara. Allir starfsmenn heimilisins hjálpuðust að við að gera daginn sem skemmtilegastan. Hjörtur Aðalsteinsson, húsvörður í Hafnarfirði, klæddi sig upp í tilefni dagsins og afhenti öllum þátttakendum metalíur og boðið var upp á léttar veitingar í Menningarsalnum að hlaupi loknu. Embla fimleikamær, dóttir Helenu íþróttakennara, heillaði alla upp úr skónum með stórfenglegri danssýningu áður en föstudagsballið sívinsæla hófst með DAS-bandinu. Ekki hægt að segja annað en að dagurinn hafi verið frábær í alla staði þótt veðrið hafi strítt okkur aðeins á meðan á göngunni stóð.

 

 

Með því að smella á linkinn hér fyrir neðan má horfa á glæsilega tilburði Emblu á gólfinu

https://www.facebook.com/100000098481074/videos/1232413160105288/

 

 

 

Lesa meira...

Saga Valsdóttir 10 ára starfsafmæli á Hrafnistu í Reykjavík

F.v. Sigrún, Saga, Dagný og Pétur.
Lesa meira...

 

Saga Valsdóttir, félagsliði á Sólteigi Hrafnistu í Reykjavík, hefur starfað á Hrafnistu í 10 ár. 

Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.

 

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri: Sigrún Stefánsdóttir forstöðumaður Hrafnistu í Reykjavík, Saga, Dagný Jónsdóttir deildarstjóri á Sólteigi og Pétur Magnússon forstjóri Hrafnistu.

 

 

 

 

Lesa meira...

Síða 113 af 139

Til baka takki