Fréttasafn

Alþjóðlegur dagur iðjuþjálfunar - Sigurbjörg Hannesdóttir iðjuþjálfi á Hrafnistu í Reykjavík skrifar

Lesa meira...

 

Í dag, 27. október, er alþjóðlegur dagur iðjuþjálfunar.

Í tilefni dagsins skrifaði formaður Iðjuþjálfafélags Íslands grein í Fréttablaðinu sem ég hvet ykkur öll til að lesa : http://www.visir.is/althjodlegur-dagur-idjuthjalfunar/article/2016161029105

 

Ég tók sama nokkra fróðleiksmola um stéttina sem mig langar til að deila með ykkur.

Vissir þú að ……..???

Iðjuþjálfafélag Íslands var stofnað 1976 – stofnfélagar voru 10 konur – félagsmenn eru nú yfir 300  – með stéttarfélags-, fag- eða nemaaðild. www.sigl.is

Iðjuþjálfafélag Íslands á 40 ára afmæli í ár.

Iðjuþjálfun er kennd við Háskólann á Akureyri – kennsla hófst 1997 og fyrstu „íslensku“ iðjuþjálfarnir luku námi 2001 www.unak.is

Iðjuþjálfun við HA er 4ra ára BSc-nám

Fyrir tilkomu námsbrautar við HA lærðu Íslendingar iðjuþjálfun erlendis – flestir á Norðurlöndunum, en einnig í Bretlandi, Bandaríkjunum og Ástralíu.

Alheimssamtök iðjuþjálfa: WORLD FEDERATION OF OCCUPATIONAL THERAPISTS

Stærsti vinnustaður iðjuþjálfa á Íslandi er Landspítali og þar eru iðjuþjálfar starfandi á eftirtöldum starfsstöðvum: Fossvogur, Grensás, Landakot, Hringbraut (vefrænar- og geðdeildir), Barna- og unglingageðdeild, Kleppur.

Annar stór vinnustaður iðjuþjálfa er Endurhæfingarmiðstöðin Reykjalundur. Þar starfa iðjuþjálfar á eftirtöldum sviðum: hjartasviði, lungnasviði, geðsviði, gigtarsviði, verkjasviði, hæfingarsviði, taugasviði, næringar- og offitusviði og sviði atvinnulegrar endurhæfingar.

Iðjuþjálfar eru starfandi í mörgum sveitarfélögum víðs vegar um landið og er starfssvið þeirra þar í leik- og grunnskólum.

Starfsendurhæfing er ört vaxandi þjónusta og byggir á þeirri hugsun að meta færni, en ekki óvinnufærni eða örorku. Iðjuþjálfar eru víða starfandi í starfsendurhæfingu, s.s. hjá Janus og Hugarafli og Starfsendurhæfingarsjóðnum VIRK og sem starfsendurhæfingarráðgjafar hjá stéttarfélögum. 

Á Æfingastöð SLF, Þroska- og hegðunarstöð og Greiningarstöð vinna iðjuþjálfar með börnum sem glíma við  færnivanda af ýmsum toga og fjölskyldum þeirra og veita ráðgjöf til skóla og leikskóla barnsins.

 

 

9 iðjuþjálfar starfa á Hrafnistu heimilunum:

Hrafnista Reykjavík: Sigurbjörg Hannesdóttir deildarstjóri, Inga Guðrún Sveinsdóttir og Þorgerður Kristín Guðmundsdóttir.

Hrafnista Hafnarfjörður: Harpa Björgvinsdóttir deildarstjóri, Geirlaug D. Oddsdóttir aðstoðardeildarstjóri, Marsibil Anna Jóhannsdóttir og Kristín Thomsen.

Hrafnista Kópavogur: Svanborg Guðmundsdóttir deildarstjóri.

Hrafnista Reykjanesbær: Erla Dürr Magnúsdóttir deildarstjóri.

 

 

Bestu kveðjur,

Sigurbjörg Hannesdóttir

Deildarstjóri iðjuþjálfunar

Hrafnista Reykjavík

 

 

Heimsókn frá Kína á Hrafnistu í Reykjavík

Lesa meira...

 

Á hverju ári tekur Hrafnista á móti fjölda gesta sem hefur áhuga á að kynna sér starfsemina. Þó flestir í þeim hópi séu Íslendingar, eru alltaf reglulega gestir hjá okkur sem koma erlendis frá. Aðallega eru erlendu gestirnir frá Evrpóu en í dag heimsótti Hrafnistu í Reykjavík sendinefnd frá Shanghai í Kína. Hópurinn fékk kynningu á Hrafnistu og íslenska velferðarkerfinu en fór auk þess í skoðunarferð um heimilið.

Kínversku gestunum leist vel á starfsemi okkar og færðu okkur forláta styttu af apa að gjöf en nú er ár apans þar í landi. Meðfylgjandi myndir voru teknar í heimsókninni og gaman er að sjá kynningartexta um Hrafnistu á kínversku sem útbúinn var fyrir nokkrum árum en þetta mun vera í þriðja sinn á síðustu tíu árum sem kínverskir gestir sækja Hrafnistu heim.

 

Lesa meira...

Haustfagnaður á Hrafnistu Reykjavík 20. október

Lesa meira...

 

Í gærkvöldi fór fram haustfagnaður á Hrafnistu í Reykjavík. Veislustjóri kvöldsins var Valgerður Guðnadóttir sem tók m.a. lagið við undirleik Helga M. Hannessonar. Eftir kvöldverðinn var svo slegið upp balli með Sighvati Sveinssyni.

 

 

 

Lesa meira...

Haustfagnaður á Hrafnistu í Reykjavík fimmtudaginn 20. október

Lesa meira...

 

Haustfagnaður Hrafnistu í Reykjavík verður haldinn fimmtudaginn 20. október nk.

Skráning verður í aðalanddyri á Hrafnistu í Reykjavík til þriðjudagsins 18. október frá kl. 10:00 – 16:00.

Hingað til hafa íbúar aðeins geta boðið einum gesti með sér en í ár geta íbúar boðið tveimur gestum. Verð fyrir gest er kr. 4.000,-

 

Sjónvarpað verður frá haustfagnaðinum á Hrafnisturásinni.

 

Sjá nánari auglýsingu með því að smella hér.

 

 

 

 

Lesa meira...

Síða 108 af 142

Til baka takki