Fréttasafn

Opnun samsýningar málara og handverksfólks á Hrafnistu Hraunvangi

 

Opnun samsýningar málara og handverksfólks á Hrafnistu Hraunvangi Hafnarfirði var haldin hátíðleg í Menningarsalnum í gær.

Myndirnar eru unnar af 20 íbúum sem hafa unnið verk sín á vinnustofu iðjuþjálfunar. Vinnustofan er mjög mikilvægur þáttur í þjálfun og félagsstarfi Hrafnistu. Þar hafa margir stigið sín fyrstu skref sem listamenn undir leiðsögn myndlistakonunnar Ingu Rósu sem hefur stýrt myndlistarrýminu á Hrafnistu Hraunvangi undanfarin ár. Á vinnustofunni fær fólk tækifæri til að spreyta sig með alls kyns liti og verkefni og félagsskapurinn verður dýrmætur hluti hjá þeim sem hana stunda.

 

Við óskum listafólkinu innilega til hamingju með sýninguna.

 

Lesa meira...

Aðalfundur Sjómannadagsráðs 2021

 

Aðalfundur Sjómanndagsráðs 2021 var haldinn þann 12. maí sl. í þjónustumiðstöðinni á Hrafnistu Sléttuvegi. Alls mættu 29 fulltrúar frá fimm stéttarfélögum á fundinn ásamt yfirstjórnendum fyrirtækja Sjómannadagsráðs. Auk hefðbundinna aðalfundastarfa voru samþykktar endurbætur á núverandi lögum ráðsins. Breytingarnar eru helst til þess fallnar að aðlaga lögin að breyttum tímum og núverandi starfsemi.

Guðjón Ármann Einarsson varaformaður lauk kjörtímabili eftir áratuga starf í stjórn Sjómannadagsráðs og í hans stað var Aríel Pétursson kosinn varaformaður. Vill Sjómannadagsráð þakka Guðjóni Ármanni fyrir góð störf í þágu félagsins. Á fundinum voru gjaldkeri og varamaður í stjórn einnig endurkjörnir.

Á fundinum voru þrjár ályktanir samþykktar:

Aðalfundur Sjómannadagsráðs þann 12. maí 2021 haldinn að Hrafnistu við Sléttuveg í Reykjavík skorar á ríkisstjórn Íslands að leiðrétta nú þegar daggjöld til hjúkrunarheimila.

Aðalfundur Sjómannadagsráðs þann 12. maí 2021 haldinn að Hrafnistu við Sléttuveg í Reykjavík skorar á menntamálaráðherra að sjá til þess að nám í vél- og skipstjórn verði áfram í Sjómannaskólahúsinu á Rauðarárholti.

Aðalfundur Sjómannadagsráðs þann 12. maí 2021 haldinn að Hrafnistu við Sléttuveg í Reykjavík skorar á ríkisstjórn Íslands að sjá til þess að nægilegu fé verði veitt til verndunar varðskipsins Óðins svo halda megi skipinu í verðugu ástandi öllum til fróðleiks og ánægju.

 

Nánari upplýsingar veitir Sigurður Garðarsson

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

Lesa meira...

Hrafnista Skógarbær fær afhenta nytsamlega gjöf

 

Á dögunum barst Hrafnistu í Skógarbæ nytsamleg gjöf. Gjöfin innihélt 11 bakpúða frá Betra Bak sem einn aðstandandi færði heimilinu. Bakpúðarnir koma til með að nýtast mjög vel og þá sérstaklega fyrir íbúa sem ekki eru háir í loftinu og eiga í erfiðleikum með að setjast vel upp við stólbak í djúpum stólum.

Íbúar og starfsfólk Skógarbæjar þakka kærlega fyrir hlýhug í garð heimilsins. 

 

 

Lesa meira...

Útiskemmtun á Hrafnistu í Boðaþingi

 

Magnús Einarsson, góðvinur okkar á Hrafnistu Boðaþingi, setti saman litla útiskemmtun í gær sem sló heldur betur í gegn. Hjördís Geirs ásamt vinkonum kom og tók lagið með okkur, Guðni Ágústsson hélt smá tölu og Arndís Halla Ásgeirsdóttir sópran tók nokkur lög. Heiðursgestur var stóðhesturinn Rauðskeggur frá Kjarnholtum sem vakti mikla lukku. Við þökkum öllu þessu góða fólki og hesti kærlega fyrir komuna og þeirra framlag.

Þess má geta að gætt var vel að sóttvörnum og öllum reglum um sóttvarnarhólf var fylgt í hvívetna. 

Meðfylgjandi myndir voru teknar í gær og eins og sjá má lék veðrið við menn og dýr í garðinum á Hrafnistu í Boðþingi í gær.

 

Lesa meira...

Jóhanna G. Erlingsdóttir 15 ára starfsafmæli á Hrafnistu

F.v. Anna María, Jóhanna og Sigrún.

 

Jóhanna G. Erlingsdóttir, hjúkrunarfræðingur á Vitatorgi Hrafnistu Laugarási, hefur starfað á Hrafnistu í 15 ár. Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.

Jóhönnu var afhent viðeigandi starfsafmælisgjöf á dögunum og var þessi mynd tekin við það tækifæri. 

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri: Anna María Friðriksdóttir hjúkrunardeildarstjóri á Vitatorgi, Jóhanna og Sigrún Stefánsdóttir forstöðumaður Hrafnistu í Laugarási. 

 

Lesa meira...

Tilslakanir á heimsóknarreglum Hrafnistuheimilanna frá og með 11. maí 2021

 

Gerðar hafa verið tilslakanir á heimsóknartakmörkunum Hrafnistuheimilanna frá og með deginum í dag, þriðjudaginn 11. maí.

Helstu breytingar eru eftirfarandi:

  • Tveir gestirhafa leyfi til að heimsækja hvern íbúa í einu, en fleiri geta komið yfir daginn.
  • Börn undir 18 ára hafa leyfi til að koma í heimsókn, en mikilvægt er að hafa í huga að þau teljast annar af þessum tveimur sem koma í heimsókn á hverjum tíma.
  • Íbúum er áfram heimilt að fara út í garð og í gönguferðir með sínum nánustu, en einnig er heimilt að fara með íbúa út af heimilinu í bílferðir eða heimsóknir. Nú eru 50 manna fjöldatakmarkanir í gildi í samfélaginu, en neyðarstjórn Hrafnistu mælir eindregið með að íbúar fari ekki í heimsókn í svo stóra hópa.

 

Munið að sýna ýtrustu varkárni og virða sóttvarnaráðstafanir í heimsóknum. Við þurfum öll að hafa í huga persónulegar sýkingavarnir s.s. handþvott og handsprittun.

Minnum á að dæmin sýna að bólusettir geta líka smitast af Covid og smitað aðra.

 

Neyðarstjórn Hrafnistu tilkynnti íbúum að aðstandendum þessar breytingar fyrr í dag:

Tilslakanir á heimsóknarreglum Hrafnistuheimilanna taka gildi þriðjudaginn 11. maí 2021

 

 

Lesa meira...

Sumargleði á Hrafnistu Hraunvangi

 

Þessa dagana er lífið smám saman að færast í eðliegt horf hjá okkur á Hrafnistu og íbúar farnir að flakka um húsin og sækja viðburði.

Í gær fór fram sumargleði á Hrafnistu í Hraunvangi þar sem heldur betur var tekið fagnandi á móti sumrinu. Það voru þær Helena íþróttakennari og Debóra í félagsstarfinu sem stóðu fyrir þessum viðburði. Þar var dansað, sungið og sagðar sögur, skálað í sumardrykk og íbúar gæddu sér á ferskum ávöxtum með bros á vör.

 

Lesa meira...

Vorverkin á Hrafnistu Nesvöllum og Hlévangi

 

Bragi Fannar harmonikkuleikarinn snjalli heimsótti allar hæðir á Nesvöllum í Reykjanesbæ á dögunum öllum til mikillar ánægju og tóku margir íbúar undir með söng.

Í fallega veðrinu í vikunni sem leið voru vorverkin í fullum gangi á Nesvöllum og Hlévangi.

 

Lesa meira...

Ágústa Hinriksdóttir 30 ára starfsafmæli á Hrafnistu

F.v. Árdís Hulda. María Fjóla, Ágústa og Hrönn.

 

Ágústa Hinriksdóttir, starfsmaður á  Ölduhrauni Hrafnistu Hraunvangi í Hafnarfirði, hefur starfað á Hrafnistu í hvorki meira né minna en 30 ár. Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu í gegnum tíðina.

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri: Árdís Hulda Eiríksdóttir forstöðumaður Hrafnistu Hraunvangi, María Fjóla Harðardóttir forstjóri Hrafnistu, Ágústa og Hrönn Önundardóttir hjúkrunardeildarstjóri á Ölduhrauni.

 

Lesa meira...

Síða 28 af 175

Til baka takki