Fréttasafn

Nýjar heimsóknarreglur Hrafnistu taka gildi 25. mars 2021

 

Neyðarstjórn Hrafnistu hefur ávallt haft þann fyrirvara á, þegar létt hefur verið á heimsóknarreglum, að aðstæður gætu breyst hratt. Sú er raunin í dag og því hafa verið gefnar út nýjar reglur um heimsóknir á Hrafnistuheimilin.

Helstu breytingar eru þessar:

  • Börn undir 18 ára hafa ekki leyfi til að koma í heimsókn.
  • Mikilvægt er að virða fjöldatakmarkanir í samfélaginu, en að hámarki mega  10 manns koma saman. Mikilvægt er að hafa í  huga að börn fædd fyrir 2015 eru inn í 10 manna fjöldatakmörkunum. Því biðlum við til ykkar að hugsa ykkur vel um áður en íbúi fer út af heimilinu.

 

Munið að sýna ýtrustu varkárni og virða sóttvarnaráðstafanir í heimsóknum. Við þurfum öll að hafa í huga persónulegar sýkingavarnir s.s. handþvott og handsprittun. Þeir sem eru komnir með vörn fyrir Covid geta borið veiruna á höndum sér og smitað þannig aðrar.

Upplýsingar um aðrar reglur í tengslum við heimsóknir á Hrafnistu má lesa HÉR

 

Grímuskylda

Borið hefur á misskilningi vegna grímunotkunar þar sem starfsmenn Hrafnistu eru bólusettir og mega því taka niður grímuna en gestir þurfa í öllum tilfellum að bera grímur í almenningsrýmum. Gestum er heimilt er að taka grímur niður þegar komið er inn á herbergi íbúa.

Neyðarstjórn Hrafnistu  sendi frá sér tilkynningu á dögunum að samkvæmt leiðbeiningum Almannavarna þyrftu þeir starfsmenn Hrafnistuheimilanna sem búnir eru að fara í bólusetningu við Covid-19 ekki að bera grímu/maska í vinnunni. Ein undartekning er þó, ef starfsmenn eru að sinna íbúum eða hvíldargestum sem eru óbólusettir þá þarf viðkomandi að nota grímu.

Þeir starfsmenn sem ekki hafa verða bólusettir þurfa áfram að starfa með grímur.

Upplýsingar á vef Landlæknis;

Grímuskyldu framlínustarfsmanna við umönnun á hjúkrunarheimilum/dagvölum er almennt aflétt inni á vistarverum íbúa þegar bólusetningu íbúa er lokið og starfsmenn hafa hlotið fyrri bólusetningarskammt með þeirri undantekningu að starfsmaður verður að setja upp grímu ef ekki er hægt að halda 2ja metra nándarmörk við gesti eða íbúa sem ekki hafa fengið bólusetningu eða ef starfsmaður hefur ekki þegið bólusetningu. Mikilvægt er að viðhalda sóttvarnarýmum (50 að hámarki í rými) innan heimila/dagdvala, sinna vönduðum handþvotti og þrifum og sótthreinsun snertiflata um leið og slakað er á grímuskyldu. Gæta skal ítrustu varúðar og ef minnsti grunur vaknar um smit hjá íbúa, gesti eða starfsmanni skulu grímur umsvifalaust settar upp.

https://www.landlaeknir.is/servlet/file/store93/item41986/Lei%C3%B0beininingar-dagdvalir-hj%C3%BAkrunarheimili_07.08.2020.%20lok.pdf

 

Lesa meira...

Nýr aðstoðardeildarstjóri hjúkrunar á Báruhrauni Hrafnistu Hraunvangi Hafnarfirði

 

Sigurður Ýmir Sigurjónsson hefur verið ráðinn aðstoðardeildarstjóri á Báruhrauni Hrafnistu Hraunvangi í Hafnarfirði.

Sigurður hefur frá því í maí 2020 leyst af sem aðstoðardeildarstjóri á Báruhrauni. Hann útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur frá HÍ vorið 2020. Hann hefur m.a. starfað á bráðamóttöku Landspítalans, gengt formennsku í Curator félagi hjúkrunarnema og sinnt þar að auki ýmsum félagsstörfum.

 

Lesa meira...

Grímuskyldu bólusettra starfsmanna aflétt

 

Sú tilkynning barst fyrir helgi frá Neyðarstjórn Hrafnistu að samkvæmt leiðbeiningum Almannavarna þyrftu þeir starfsmenn Hrafnistuheimilanna sem búnir eru að fara í bólusetningu við Covid-19 ekki að bera grímu/maska í vinnunni. Ein undartekning er þó, ef starfsmenn eru að sinna íbúum eða hvíldargestum sem eru óbólusettir þá þarf viðkomandi að nota grímu.

Þeir starfsmenn sem ekki hafa verða bólusettir þurfa áfram að starfa með grímur.

Borið hefur á misskilningi vegna grímunotkunar þar sem starfsmenn Hrafnistu eru bólusettir og mega því taka niður grímuna en gestir þurfa í öllum tilfellum að bera grímur í almenningsrýmum. Gestum er heimilt er að taka grímur niður þegar komið er inn á herbergi íbúa.

 

Upplýsingar á vef Landlæknis;

Grímuskyldu framlínustarfsmanna við umönnun á hjúkrunarheimilum/dagvölum er almennt aflétt inni á vistarverum íbúa þegar bólusetningu íbúa er lokið og starfsmenn hafa hlotið fyrri bólusetningarskammt með þeirri undantekningu að starfsmaður verður að setja upp grímu ef ekki er hægt að halda 2ja metra nándarmörk við gesti eða íbúa sem ekki hafa fengið bólusetningu eða ef starfsmaður hefur ekki þegið bólusetningu. Mikilvægt er að viðhalda sóttvarnarýmum (50 að hámarki í rými) innan heimila/dagdvala, sinna vönduðum handþvotti og þrifum og sótthreinsun snertiflata um leið og slakað er á grímuskyldu. Gæta skal ítrustu varúðar og ef minnsti grunur vaknar um smit hjá íbúa, gesti eða starfsmanni skulu grímur umsvifalaust settar upp.

https://www.landlaeknir.is/servlet/file/store93/item41986/Lei%C3%B0beininingar-dagdvalir-hj%C3%BAkrunarheimili_07.08.2020.%20lok.pdf

 

Lesa meira...

Nýjar heimsóknarreglur Hrafnistuheimilanna taka gildi 19. mars 2021

 

Nýjar heimsóknarreglur taka gildi á morgun, föstudaginn 19. mars 2021 og verða Hrafnistuheimilin opin fyrir heimsóknir alla daga frá kl 13:00 – 20:00.

Neyðarstjórn Hrafnistu ákvað á fundi sínum í dag að slaka enn frekar á heimsóknarreglum Hrafnistuheimilanna. Tilkynning þess efnis hefur verið send út til íbúa og aðstandenda. Í tilkynningunni segir einnig að Neyðarstjórnin horfi ávallt til stöðunnar almennt í samfélaginu hvað fjölda covid smita varðar,  sem og þeirra reglna sem í gildi eru á hverjum tíma. Flestir íbúar heimilanna eru komnir með fulla bólusetningu og starfsmenn hafa lokið fyrri bólusetningu.

 

Tilkynningu Neyðarstjórnar Hrafnistu um nýju heimsóknarreglurnar má lesa HÉR

 

 

Lesa meira...

Enginn greinst með smitandi berkla á Hrafnistu Nesvöllum

 

Eins og fram hefur komið greindist nýlega berklasmit á Hrafnistu Nesvöllum í Reykjanesbæ. Frá þeim tíma hefur verið unnið að nánari greiningum tilfella og í dag, 16. mars, var lagt berklapróf fyrir alla starfsmenn heimilisins í kjölfar jákvæðrar svörunar meðal tveggja starfsmannavið berklaprófi í hefðbundinni heilbrigðisskoðun.

Einnig er fyrirhugað að gera berklaprófanir hjá íbúum heimilisins og verða þeir ásamt ættingjum upplýstir um þá framkvæmd og hvenær hún fer fram. Þessir starfsferlar hafa verið unnir í fullu samráði við Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og Göngudeild sóttvarna. Niðurstöður rannsókna sýna að enginn sem rannsakaður hefur verið er smitandi.

Göngudeild sóttvarna sinnir berklavörnum utan sjúkrahúsa og sér um smitrakningu í samvinnu við staðbundin heilbrigðisyfirvöld vaknigrunur um berklasmit. Berklar eru orsakaðir af bakteríu sem er næm fyrir sýklalyfjum. Nokkrum sinnum á ári vaknar grunur um berklasmit hér á landi. Hefst þá rakning á hugsanlegu smiti sem sérstaklega beinist að þeim sem gætu hafa verið í nánum samskiptum við viðkomandi.  

 

16. mars 2021.

Með kveðju frá Neyðarstjórn Hrafnistu.

 

Lesa meira...

Eitt ár frá opnun Hrafnistu á Sléttuvegi

 

Fyrir ári síðan eða þann 28. febrúar 2020 var merkisdagur í sögu Hrafnistu en þann dag opnaði hjúkrunarheimilið á Sléttuvegi með pompi og prakt að viðstöddu fjölmenni. Hjúkrunarheimilið er í eigu ríkissjóðs (85%) og Reykjavíkurborgar (15%) sem samdi við Sjómannadagsráð og Hrafnistu um reksturinn. Sjómannadagsráð og Hrafnista höfðu jafnframt umsjón með framkvæmdum, sáu um allan undirbúning, skipulagsmál, útboð og samninga við hönnuði, verktaka og birgja.

Heimilið er með rými fyrir 99 íbúa og þegar það var vígt í lok febrúar 2020 voru fjórir einstaklingar fluttir inn og áætlað hafði verið að í vikunni á eftir yrðu íbúarnir orðnir 30 talsins en með opnun hjúkrunarheimilisins var kærkomin fjölgun hjúkrunarrýma að veruleika því erfitt ástand í starfsemi Landspítala hafði ekki síst stafað af miklum skorti á slíkum rýmum.

En skjótt skipast veður í lofti því undir ræðuhöldum við opnun heimilsins fékk heilbrigðisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, tilkynningu um það að fyrsta staðfesta Covid-19 smitið hefði greinst á Íslandi og framhaldið þekkjum við öll.

Vegna mikils viðbúnaðar á Landspítalanum vegna Covid-19 var sú ákvörðun tekin sunnudaginn 1. mars 2020 að spítalinn hefði forgang í þau hjúkrunarrými sem verið var að opna á Sléttuveginum og því þurfti starfsfólk á Sléttuvegi að setja sig í stellingar og hafa hraðar hendur við að taka á móti um 60 manns með litlum sem engum fyrirvara, sem lýsir ágætlega þeirri stöðu sem heilbrigðisstarfsfólk var í sl. ár. Stórar ákvarðanir og síbreytilegt umhverfi með litlum sem engum fyrirvara.

Að kvöldi dags, föstudaginn 6. mars 2020 sendi Hrafnista svo frá sér tilkynningu þess efnis að ákvörðun hefði verið tekin af neyðarstjórn Hrafnistu að banna allar heimsóknir til íbúa Hrafnistuheimilanna frá og með laugardeginum, 7. mars 2020. „Aldrei í 60 ára sögu Hrafnistu hefur viðlíka ákvörðun verið tekin.“  Segir jafnframt í tilkynningunni.

Þetta fyrsta ár hjúkrunarheimilisins á Sléttuvegi hefur því verið mjög frábrugðið því sem væntingar starfsfólks stóðu til við opnun heimilisins en starfsfólk, íbúar og aðstandendur hafa unnið þrekvirki við að halda starfseminni gangandi eins og önnur hjúkrunarheimili á landinu en horfa nú fram á bjartari tíma við að byggja upp starfsemina eins og vonir stóðu til fyrir sléttu ári síðan, með fjölbreyttum uppákomum og viðburðum og að geta nýtt alla þá skemmtilegu möguleika sem húsnæðið býður svo vel upp á.

 

Frétt frá 28. febrúar 2020 - Nýtt hjúkrunarheimili Hrafnistu fyrir 99 manns vígt í dag við Sléttuveg í Fossvogi

 

 

Lesa meira...

Vegna hugsanlegs eldgoss á Reykjanesskaganum

 

Neyðarstjórn Hrafnistu vill koma á framfæri að á heimilunum er til áætlun um viðbrögð ef til eldgoss kemur. Viðbrögðin snúa núna aðallega að öskufalli og loftmengun sem kunna að hljótast af mögulegu eldgosi. Almannavarnir hafa ítrekað að eldgos sem nú er líklegt, sé fjarri byggð og mikilvægt sé að fólk haldi ró sinni.

 

Mynd með frétt: Keilir á Reykjanesskaga 
mbl.is/Eggert Jóhannesson

 

Lesa meira...

Hrafnista í 3 sæti í Lífshlaupi ÍSÍ 2021

 

Hrafnista lenti í 3.sæti í Lífshlaupi ÍSÍ 2021, bæði í heildina og eins hvað varðar tíma (mínútur) og skipti (fjölda daga) sem er frábær árangur.

Árið 2020 varð Hrafnista í 2.sæti í heildina með 1,79 daga og 127,22 mínútur

Núna í ár (2021) varð Hrafnista í 3.sæti í heildina með 3,19 daga og 238,29 mínútur sem eru frábærar framfarir!

Það voru þær Gígja Þórðardóttir sjúkraþjálfari og Steinunn Leifsdóttir íþróttafræðingur sem veittu viðurkenningunni viðtöku fyrir hönd Hrafnistu í hádeginu í dag.

 

Til hamingju starfsfólk Hrafnistu fyrir frábæra frammistöðu!

 

Lesa meira...

Nýr hjúkrunardeildarstjóri á Hrafnistu í Boðaþingi

 

Kristrún Benediktsdóttir hefur verið ráðin hjúkrunardeildarstjóri á Hrafnistu Boðaþingi frá sumarbyrjun 2021.

Kristrún útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur frá Háskóla Íslands árið 2014. Hún hefur starfað á Hrafnistu Hraunvangi síðan haustið 2015 og tók við sem aðstoðardeildarstjóri á Ölduhrauni vorið 2020. Vorið 2020 lauk hún viðbótardiplómanámi í heilbrigðisvísindum með sérhæfingu í stjórnun í heilbrigðisþjónustu við Háskólann á Akureyri.

Kristrún er boðin hjartanlega velkomin í Boðaþingið.

 

Lesa meira...

Síða 30 af 175

Til baka takki