Top header icons

Fyrir starfsfólk

 

Örugg skjalamótttaka

Örugg skjalamótttaka

Fyrir starfsfólk

Hrafnista á Facebook

Öskudagur á Hrafnistuheimilunum

 

Það er ávallt mikið um dýrðir á Hrafnistuheimilunum á öskudaginn. 

Starfsfólk og íbúar klæða sig upp í búning eða setja upp hatta og verðlaun eru veitt fyrir flottasta búninginn á hverju heimili fyrir sig.  Á Hrafnistu í Hraunvangi var kötturinn sleginn úr „tunnunni“ að venju og Harpa danskennari hristi upp í mannskapnum.

Margar kunnuglegar hetjur mátti berja augum á Hrafnistuheimilunum í gær. Má þar nefna t.d. heilan flokk af ofurhetjum (sem við teljum alla starfsmenn hjúkrunarheimila svo sannarlega vera!), íþróttakempur af ýmsu tagi, kúreka, Súperman, Línu langsokk, Sollu stirðu og að sjálfsögðu sjálfan Sir Tom Moore, sem komst í heimsfréttirnar þegar hann safnaði gríðarlega miklu fjármagni til breska heilbrigðiskerfisins á síðasta ári. Blessuð sé minning hans.

Það er skemmtilegt að segja frá því að í tilefni af valentínusar-/ og konudeginum hafa íbúar á Hrafnistu Hraunvangi skrifað niður á hjartalaga miða það sem þau elska. Miðarnir hafa verið hengdir upp á vegg og útkoman er svo sannarlega mjög skemmtileg og gleður augað.

Meðfylgjandi myndir sem teknar voru á Hrafnistuheimilinum í gær tala sínu máli.

 

  • Til baka takki

    Þessi vefsíða notar kökur (cookies). Með því að halda áfram að nota vefinn, samþykkir þú þessa virkni vefsins.
    Samþykkja kökur