Fréttasafn

Aðgerðir vegna fjölgun COVID-19 smita í samfélaginu

 

Neyðarstjórn Hrafnistu fylgist grannt með stöðu mála tengt Covid smitum í samfélaginu. Smitum hefur nú fjölgað hratt og því þarf að grípa til ákveðinna aðgerða. Frekari upplýsingar í tengslum við það verða sendar út í kringum hádegi á morgun, fimmtudaginn 22. júlí.

 

Kær kveðja, Neyðarstjórn Hrafnistu.

 

Lesa meira...

Árleg sumargleði og axarkast keppni á Hrafnistu Hlévangi Reykjanesbæ

 

Hin árlega sumargleði íbúa á Hlévangi var haldin í hádeginu sl. föstudag. Líkt og á Nesvöllum var boðið upp á grillaðan kjúkling og lambakjöt með öllu tilheyrandi ásamt ís í eftirrétt. Bræðurnir Hjöleifur og Eiður í bandinu Heiður kíktu einnig á íbúana á Hlévangi og héldu uppi miklu fjöri.

Sumargleðin hélt áfram á Hlévangi á laugardaginn þegar blásið var til keppni í axarkasti. Það var mikil spenna í keppninni og góður keppnisandi hjá íbúunum. 

 

Lesa meira...

Árleg sumargleði á Hrafnistu Nesvöllum Reykjanesbæ

 

Hin árlega sumargleði íbúa á Hrafnistu Nesvöllum var haldin í hádeginu í gær. Boðið var upp á grillaðan kjúkling og lambakjöt með öllu tilheyrandi ásamt ís í eftirrétt. Bræðurnir Hjörleifur og Eiður í bandinu Heiður komu í heimsókn og héldu uppi miklu fjöri.

Meðfylgjandi myndir voru teknar á Hrafnistu Nesvöllum í gær þar sem íbúar og starfsfólk gerðu sér glaðan dag.

 

Lesa meira...

Heimsóknargestir á Hrafnistu minntir á mikilvægi persónubundinna sóttvarna

 

Í ljósi breytinga á framgangi heimsfaraldursins, Covid-19, eru heimsóknargestir á Hrafnistu minntir á mikilvægi þess að gæta vel að persónubundnum sóttvörnum s.s. handþvotti og handsprittun. Einnig eru heimsóknargestir minntir á að koma alls ekki í heimsókn ef þeir eru með einhver önnur almenn einkenni um veikindi. 

Neyðarstjórn Hrafnistu hefur ákveðið að gera ekki stórvægilegar breytingar á reglum um heimsóknir að svo stöddu en leggur áherslu á að heimsóknargestir séu eingöngu í heimsókn á herbergjum íbúa, en ekki í setustofum eða borðstofum eininga/deilda eða í öðrum alrýmum heimilanna. 

Bréf sem neyðarstjórnin sendi út til íbúa og aðstandenda má lesa HÉR

Neyðarstjórn Hrafnistu leggur áherslu á að nauðsynlegt er að fylgja tilmælum sóttvarnaryfirvalda og grípa til frekari aðgerða og takmarkana  ef þörf krefur.

 

Lesa meira...

Hrafnista Hraunvangi fagnar 44 ára afmæli heimilisins

 

Þriðjudaginn 15. júní sl. fagnaði Hrafnista Hraunvangi 44 ára afmæli en heimilið hóf formlega starfsemi sína í Hafnarfirði á sjómannadaginn þann 5. júní árið 1977.

Skipulögð dagskrá fór fram í Menningarsalnum þar sem meðal annars var haldin poppmessa með sr. Jóni Helga presti í Hafnarfjarðarkirkju og góðvinum okkar í Silfursveiflunni. Að dagskrá lokinni var öllum boðið í hátíðarkaffi.

 

Lesa meira...

Nýr aðstoðardeildarstjóri hjúkrunar á Hrafnistu Boðaþingi

 

Karen Dröfn Gísladóttir hefur verið ráðin aðstoðardeildarstjóri hjúkrunar á Hrafnistu Boðaþingi í afleysingu fyrir Önnu Björk Sigurjónsdóttur sem er farin í fæðingarorlof.

Karen Dröfn lauk B.Sc. prófi í hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands árið 2021. Hún hefur starfað sem hjúkrunarnemi í Boðaþingi frá því í apríl 2020.

 

Lesa meira...

Nýr aðstoðardeildarstjóri hjúkrunar á Hrafnistu Skógarbæ

 

Jana Kristín Alexandersdóttir hefur verið ráðin aðstoðardeildarstjóri hjúkrunar á 1. og 3. hæð Hrafnistu Skógarbæ frá 1. júlí 2021. Jana lauk B.Sc. prófi í hjúkrunarfræði frá Háskólanum á Akureyri árið 2018. Hún hefur starfað sem hjúkrunarfræðingur í Skógarbæ frá því í nóvember árið 2020. Jana starfaði áður á Landspítalanum m.a. á Kvenlækningadeild.

 

Lesa meira...

Heimsóknartakmörkunum aflétt á Hrafnistuheimilunum frá og með 15. júní

 

Samkvæmt sóttvarnaryfirvöldum er staðan á Íslandi varðandi heimsfaraldur Covid-19 nú góð og verulegar tilslakanir hafa verið boðaðar á samkomutakmörkunum frá og með 15. júní. Þetta eru gleðifréttir og hefur Neyðarstjórn Hrafnistu ákveðið að aflétta verulega þeim heimsóknartakmörkunum sem hafa verið undanfarin misseri á heimilunum.

Frá og með 15. júní verða heimilin opnuð að nýju eins og fyrir tíma kórónuveirunnar. Engar takmarkanir eru á fjölda heimsóknargesta og aðstandendur hafa heimild til að vera í samrýmum deilda með íbúum og starfsfólki. Áfram verður þó ávallt að sýna ýtrustu varkárni í heimsóknum og mikilvægt er að hafa áfram í huga persónulegar sýkingavarnir s.s. handþvott og handsprittun til forðast að smit berist á milli einstaklinga.

 

Neyðarstjórn Hrafnistu tilkynnti íbúum að aðstandendum þessar breytingar í dag:

Tilslökun á heimsóknartakmörkunum á Hrafnistuheimilunum frá og með þriðjudeginum 15. júní 2021

 

Lesa meira...

Boðaþingshátíð í tilefni af 10 ára afmæli Hrafnistu í Boðaþingi

 

Í síðustu viku voru sumarblómin sett niður á Hrafnistu í Boðaþingi með aðstoð íbúa, grasið slegið og beðin hreinsuð. Í vikunni hófst síðan afmælisvika Boðaþings en í mars árið 2020 varð Hrafnista í Boðaþingi 10 ára og þá buðu aðstæður í samfélaginu ekki upp á veisluhöld. Nú rúmu ári síðar er svo sannarlega kominn tími til að fagna þessum fyrsta áratug Hrafnistu í Boðaþingi. Það verður nóg um að vera næstu daga til að halda upp á þau tímamót.

Boðaþingshátíðin hófst formlega á miðvikudaginn þegar Guðrún Árný söngkona reið á vaðið og hugljúfir og dásamlegir tónar fylltu húsið. Dagurinn í gær var svo fullur af lífi og fjöri þegar opnuð var sýning á afrakstri Listaklúbbs Boðaþings en þar má sjá verk eftir íbúa og gesti dagdvalar í Boðaþingi. Að sjálfsögðu var skálað í freyðivíni fyrir listamönnum og gestum. Þá var haldið Kráarkvöld að hætti Breta eftir kaffið og þar var svo sannarlega líf og fjör.

 

Lesa meira...

Síða 26 af 175

Til baka takki