Fréttasafn

Nýr aðstoðardeildarstjóri hjúkrunar á Sjávar- og Ægishrauni Hrafnistu Hraunvangi

 

Sólveig Hlín Sigurðardóttir hefur verið ráðin aðstoðardeildarstjóri hjúkrunar á Sjávar- og Ægishrauni frá 1. september 2021.

Sólveig lauk B.Sc námi í hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands árið 2020 og hefur starfað síðan sem hjúkrunarfræðingur á Sjávar- og Ægishrauni, ásamt því að starfa þar sem hjúkrunarnemi á meðan hún var í námi.

Sólveig er einnig með B.Sc próf í líffræði og diplómanám í kennslufræðum til kennsluréttinda.

 

Lesa meira...

Nýr deildarstjóri iðjuþjálfunar og félagsstarfs Hrafnistu Hraunvangi

 

Magnfríður Sigríður Sigurðardóttir hefur verið ráðin deildarstjóri iðjuþjálfunar/félagsstarfs á Hrafnistu Hraunvangi.

Magnfríður er iðjuþjálfi að mennt. Hún lauk B.Sc. prófi frá Háskólanum á Akureyri 2007. Hún leggur nú stund á M.Sc. nám í stjórnun heilbrigðisþjónustu við Háskólann á Bifröst. Auk þess er Magnfríður menntaður leiðsögumaður og hefur starfað við það undanfarin sumur, ásamt því að vera fótaaðgerðar- og snyrtifræðingur.

Magnfríður hefur m.a. starfað hjá Starfsendurhæfingu Norðurlands og sem umsjónarkennari iðjuþjálfanema við Háskólann á Akureyri.

Við bjóðum Magnfríði velkomna í Hrafnistuhópinn.

 

Lesa meira...

Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu segja aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar boða grundvallarbreytingar til hins verra

Lesa meira...

 

Frá þessu er greint á visir.is: Segja að­gerða­pakka ríkis­stjórnarinnar boða grund­vallar­breytingar til hins verra

 

Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu, SFV, lýsa stuðningi við markmið stjórnvalda að styðja við Landspítalann í því ástandi sem þar er uppi vegna faraldurs Covid-19. Hins vegar segja samtökin að hluti aðgerðanna feli í sér grundvallarbreytingar til hins verra á getu hjúkrunarheimila landsins til að tryggja öryggi og heilsu íbúa sinna.

Í fréttatilkynningu lýsa samtökin yfir andstöðu sinni við breytingu á reglugerð um færni og heilsumat vegna dvalar og hjúkrunarrýma, og kalla eftir því að hún verði dregin til baka. 

Sú breyting felur í sér að hjúkrunarheimilin hafa ekki lengur tækifæri til að leggja faglegt mat á hvort að hægt sé að tryggja nauðsynlega þjónustu við þá einstaklinga sem fá úthlutað rými á hjúkrunarheimili. 

Sjúklingum verði „sjálfkrafa úthlutað rými"

Eftir breytingu stendur nú í reglugerðinni að hafi sami einstaklingur verið tilnefndur af færni- og heilsumatsnefnd sem annar tveggja í dvalar- eða hjúkrunarrými á stofnun en ekki verið úthlutað rými, skuli viðkomandi sjálfkrafa vera úthlutað rými á þeirri stofnun í þriðja sinn sem hann er tilnefndur.

SFV segja að þegar færa eigi einstakling af sjúkrahúsi inn á hjúkrunarheimili sé algerlega nauðsynlegt að mat sé lagt á hvort að mönnun og aðstæður á ákveðnu hjúkrunarheimili séu til þess fallin að mögulegt sé að tryggja fullnægjandi umönnun og þannig öryggi og heilsu þess einstaklings. Með nýrri reglugerð sé slíkt faglegt mat tekið út úr ferlinu.

Segja ekki tekið tillit til hjúkrunarheimila

Samtökin gera alvarlega athugasemd við að ekkert tillit sé tekið til áhrifa breytinganna á hjúkrunarheimilin, sem eru þegar í sérstaklega viðkvæmri stöðu vegna faraldursins. Eins og vel hefur komið fram í fjölmiðlum ríkir á sumum heimilunum neyðarástand. Við slíkar aðstæður mótmæla samtökin því að auka eigi stórlega álagið á hjúkrunarheimilin, og það án nokkurs samráðs og raun í andstöðu við heimilin.

Hjúkrunarheimilin leggja áherslu á að forgangurinn þurfi alltaf að vera á heilsu og öryggi skjólstæðinga kerfisins. Starfsfólk heimilanna standi nú í eldlínunni í baráttunni við Covid-19 og því sé mikilvægt að aðgerðir stjórnvalda, án samtals og samráðs, geri baráttuna ekki erfiðari en þörf er á.

 

 

Lesa meira...

Tilkynning 5. ágúst

Lesa meira...

Kæru íbúar og aðstandendur.  


Eins og þið vitið er mikil aukning á fjölda Covid-smita í samfélaginu. Vegna þess eru mjög margir að lenda í sóttkví, þar á meðal fjöldi starfsmanna sem starfa á Hrafnistuheimilunum.  Miklir erfiðleikar geta skapast tengt því að manna vaktir og því hafa hjúkrunarheimilin fengið heimild hjá sóttvarnarsviði Embættis landlæknis til að sækja um svokallaða vinnusóttkví B fyrir ákveðinn hóp starfsmanna, þótt þeir séu í sóttkví í samfélaginu.

Ströng skilyrði eru fyrir því að starfsmaður fái að starfa í vinnusóttkví B og fer Hrafnista eftir þeim reglum og leiðbeiningum sem sóttvarnarsvið Embættis landlæknis setur.

Neyðarstjórn Hrafnistu vill því upplýsa um, að til þess getur komið að starfsmaður á þinni deild komi á vakt í vinnusóttkví B.  


Kær kveðja,

 Neyðarstjórn Hrafnistu

Bréf til íbúa og aðstandenda Hrafnistu

Lesa meira...

 Kæru íbúar og aðstandendur.

Áfram eru Covid-smit í samfélaginu í miklum vexti og óvissa um hvernig staðan tengt smitum verður á næstu 1-2 vikum. Neyðarstjórn Hrafnistu þarf því að halda áfram með þær aðgerðir sem gripið var til í síðustu viku. Áfram verður dregið úr hópastarfi/samkomum og stórum samverustundum næstu 1-2 vikurnar. Einnig verður gerð ein breyting tengt fyrri reglu um andlitsgrímunotkun inn á herbergi íbúa frá því sem áður var.
 

Neyðarstjórn biðlar áfram til ættingja að sami aðili komi í heimsóknir nokkra daga í röð og skipti svo við annan. Því færri sem ganga um heimilin því betra.
 

4. ágúst 2021: Breyting tengt andlitsgrímuskyldu gesta á herbergjum íbúa
• ALLIR gestir þurfa að bera andlitsgrímu við komu á heimilin.
• Bólusettir gestir: EINGÖNGU má taka niður grímu inn á herbergi íbúa ef hægt er að halda 2ja metra nándarregluna.
• ATHUGIÐ að óbólusettir / hálfbólusettir gestir þurfa að vera með andlitsgrímur inn á herbergi íbúa.
• Ekki er heimilt að vera með margnota grímur.
 

Reglum um heimsóknartíma hefur ekki verið breytt, en við biðjum alla að lesa vel og fylgja eftirfarandi:

1. Aðstandendur og gestir á aldrinum 0-30 ára – Neyðarstjórnin biðlar til aðstandenda og gesta í þessum aldurshópi að koma ekki í heimsókn. Börn eru flest ekki bólusett og meiri hluti Covid smita í samfélaginu í dag eru að greinast í aldurshópnum 18-29 ára.
2. Ekki er heimilt að nýta setustofur og borðstofur eininga/deilda til heimsókna né önnur alrými á heimilunum s.s. borðsali.
3. Virða þarf 2ja metra regluna í samskiptum við starfsfólk.
4. Íbúum er áfram heimilt að fara út í garð og í gönguferðir með sínum nánustu, en einnig er heimilt að fara með íbúa út af heimilinu í bílferðir eða heimsóknir. Neyðarstjórnin biðlar til íbúa, aðstandenda og annarra gesta að fara ekki í mannfagnaði eða aðrar samkomur með íbúa.
5. Fullbólusettir aðstandendur sem dvalið hafa erlendis – eins og áður mega þeir koma í heimsókn að höfðu samráði við stjórnendur deilda og að því tilskyldu að þeir séu með öllu einkennalausir. Neyðarstjórn Hrafnistu vill samt biðla til þeirra og jafnframt benda á mikilvægi þess, að fara í skimun eftir að þeir koma til landsins og að niðurstaða liggi fyrir áður en þeir koma í heimsókn
6. Óbólusettir aðstandendur sem eru að koma erlendis frá mega ekki koma í heimsókn inn á heimilin fyrr en 14 dagar eru liðnir frá heimkomu (undanþágu er hægt að fá í samráði við stjórnendur deildar ef um skyndileg veikindi/lífslokameðferð er að ræða hjá íbúa).
7. Undanþága frá reglum um heimsóknir hverju sinn, er aðeins veitt við mikil veikindi íbúa og þarf leyfi frá vaktstjóra deildar
8. Alls ekki koma í heimsókn ef:
a. Þú ert í sóttkví.
b. Þú ert í einangrun eða að bíða eftir niðurstöðu úr sýnatöku.
c. Þú hefur verið í einangrun og ekki eru liðnir 14 dagar frá útskrift.
d. Þú ert með COVID-19 lík einkenni (kvef, hósta, hita, höfuðverk, beinverki, þreytu, kviðverki, niðurgang, uppköst o.fl.).
e. Þú ert með einhver önnur almenn einkenni um veikindi.
 

Munið að sýna ýtrustu varkárni og virða sóttvarnaráðstafanir í heimsóknum. Við þurfum öll að hafa í huga persónulegar sýkingavarnir s.s. handþvott og handsprittun.
 

Bólusettir geta líka smitast af Covid og smitað aðra.

 
Enn og aftur leggur neyðarstjórn Hrafnistu áherslu á að staðan getur breyst mjög hratt og mögulegt er að grípa þurfi til frekari aðgerða og takmarkana ef þörf krefur.
 
Kær kveðja,
Neyðarstjórn Hrafnistu
 
 

Tilkynning

Lesa meira...

Kæru íbúar og ættingjar. 

Nú eru sóttvarnayfirvöld sammála um að næstu dagar geta skipt sköpum í útbreiðslu Covid, því langar okkur að biðla til ættingja að sami aðili komi í heimsóknir fram yfir helgina til hvers íbúa, því færri sem ganga um heimilið þessa dagana því betra. 

Neyðarstjórn Hrafnistu

Bréf til íbúa og aðstandenda Hrafnistu

Lesa meira...
Kæru íbúar og aðstandendur.   
 
Ykkur til upplýsingar:
1. Hópastarf/samkomur og stórar samverustundir - Neyðarstjórn Hrafnistu hefur tekið þá ákvörðun að draga sem mest úr hópastarfi/samkomum og stórum samverustundum á heimilunum fram yfir Verslunarmannahelgina. Þetta er gert í ljósi stöðu mála vegna smita í samfélaginu.
2. Breyting tengt andlitsgrímuskyldu á herbergjum íbúa - Breytingar hafa verið gerðar við fyrri reglur um grímuskyldi inni á herbergjum íbúa og kemur það fram hér í texta með rauðu og skáletruðu.
Grímuskylda – ALLIR gestir þurfa að bera andlitsgrímu við komu á heimilin. Heimilt er að taka grímuna niður inn á herbergi íbúa.
ATHUGIÐ að óbólusettir / hálfbólusettir gestir þurfa að vera með andlitsgrímur inn á herbergi íbúa. Ekki er heimilt að vera með margnota grímur.
                                                          
 

Minnum á neðangreindar heimsóknarreglur eru í fullu gildi áfram.

 
Reglum heimsóknartíma hefur ekki verið breytt, en við biðjum alla að lesa vel  og fylgja eftirfarandi:
1. Grímuskylda – ALLIR gestir þurfa að bera andlitsgrímu við komu á heimilin. Heimilt er að taka grímuna niður inn á herbergi íbúa. ATHUGIÐ að óbólusettir/hálfbólusettir gestir þurfa að vera með andlitsgrímur inn á herbergi íbúa. Ekki er heimilt að vera með margnota grímur.
2. Aðstandendur og gestir á aldrinum 0-30 ára – Neyðarstjórnin biðlar til aðstandenda og gesta í þessum aldurshópi að koma ekki í heimsókn. Börn eru flest ekki bólusett og meiri hluti Covid smita í samfélaginu í dag eru að greinast í aldurshópnum 18-29 ára.
3. Ekki er heimilt að nýta setustofur og borðstofur eininga/deilda til heimsókna né önnur alrými á heimilunu s.s. borðsali.
4. Virða þarf 2ja metra regluna í samskiptum við starfsfólk.
5. Íbúum er áfram heimilt að fara út í garð og í gönguferðir með sínum nánustu, en einnig er heimilt að fara með íbúa út af heimilinu í bílferðir eða heimsóknir. Neyðarstjórnin biðlar til íbúa, aðstandenda og annarra gesta að fara ekki í mannfagnaði eða aðrar samkomur með íbúa.
6. Fullbólusettir aðstandendur sem dvalið hafa erlendis – eins og áður mega þeir koma í heimsókn að höfðu samráði við stjórnendur deilda og að því tilskyldu að þeir séu með öllu einkennalausir. Neyðarstjórn Hrafnistu vill samt biðla til þeirra að fara í skimun eftir að þeir koma til landsins og að niðurstaða liggi fyrir áður en þeir koma í heimsókn
7. Óbólusettir aðstandendur sem eru að koma erlendis frá mega ekki koma í heimsókn inn á heimilin fyrr en 14 dagar eru liðnir frá heimkomu (undanþágu er hægt að fá í samráði við stjórnendur deildar ef um skyndileg veikindi/lífslokameðferð er að ræða hjá íbúa).
8. Undanþága frá reglum um heimsóknir hverju sinn, er aðeins veitt við mikil veikindi íbúa og þarf leyfi frá vaktstjóra deildar.
 
 

Alls ekki koma í heimsókn ef: 

a. Þú ert í sóttkví. 
b. Þú ert í einangrun eða að bíða eftir niðurstöðu úr sýnatöku.
c. Þú hefur verið í einangrun og ekki eru liðnir 14 dagar frá útskrift. 
d. Þú ert með COVID-19 lík einkenni (kvef, hósta, hita, höfuðverk, beinverki, þreytu, kviðverki, niðurgang, uppköst o.fl.).
e. Þú ert með einhver önnur almenn einkenni um veikindi.
 
Munið að sýna ýtrustu varkárni og virða sóttvarnaráðstafanir í heimsóknum.
Við þurfum öll að hafa í huga persónulegar sýkingavarnir s.s. handþvott og handsprittun.
 
Bólusettir geta líka smitast af Covid og smitað aðra.
 
Neyðarstjórn Hrafnistu leggur áherslu á að staðan getur breyst mjög hratt og mögulegt er að grípa þurfi til frekari aðgerða og takmarkana ef þörf krefur. 
 
 
Kær kveðja,
Neyðarstjórn Hrafnistu
 

Gunnar Ólafsson fagnaði 100 ára afmæli sínu á Hrafnistu

 

Gunnar Ólafsson, íbúi á Hrafnistu, náði þeim merka áfanga þann 20. júlí sl. að fagna 100 ára afmæli sínu. Meðfylgjandi mynd var tekin þegar María Fjóla Harðardóttir forstjóri Hrafnistu heilsaði upp á afmælisbarnið og færði honum blómvönd frá Hrafnistu í tilefni dagsins. Með Gunnari og Maríu á myndinni er Dýrleif Hallgríms eiginkona Gunnars en þau hjónin hafa verið gift lengur en önnur íslensk hjón eins og sagt var frá á fésbókarsíðunni Langlífi þann 7. nóvember 2020:

HJÓNABANDSMET

Hjónin Gunnar Ólafsson og Dýrleif Hallgríms í Reykjavík hafa nú verið gift lengur en önnur íslensk hjón eða í 76 ár og 157 daga. Þau voru gefin saman í kirkjunni á Þingeyri við Dýrafjörð 3. júní 1944 og komu sumir gestanna í brúðkaupið með varðskipi. Hann var þá 22 ára og hún 21 árs en nú eru þau 99 ára og 97 ára. Samanlagður aldur þeirra er því 196 ár. Þau eiga fjögur börn. Dýrleif var húsmóðir og sjómannsfrú. Gunnar var stýrimaður og skipstjóri í Borgarnesi og í Reykjavík, m.a. á Akraborginni. Hann stofnaði síðar útflutningsfyrirtæki og vann til 82 ára aldurs.

JR.

Myndin birtist Morgunblaðinu þegar Dýrleif og Gunnar áttu 70 ára brúðkaupsafmæli.

 

Lesa meira...

Ráðstafanir á Hrafnistuheimilunum vegna vaxandi fjölda Covid smita í samfélaginu

 

Neyðarstjórn Hrafnistu hefur sent út bréf til íbúa og aðstandenda varðandi þær ráðstafananir sem grípa þarf til á Hrafnistuheimilunum vegna vaxandi fjölda smita á Covid-19 í samfélaginu. 

Bréf til íbúa og aðstandenda má lesa HÉR 

Skilaboð til gesta og annarra sem koma inn á Hrafnistuheimilin má lesa HÉR

 

Kæru íbúar og aðstandendur.  

                                                                            

Því miður er ljóst að fjöldi Covid-smita í samfélaginu er í miklum vexti. Því þarf að grípa strax til aðgerða á Hrafnistuheimilunum og fylgja tilmælum sóttvarnaryfirvalda. Þetta er gert svo hægt sé að vernda okkar viðkvæmasta hóp.  Í aðgerðum sínum vill neyðarstjórn Hrafnistu leggja áherslu á að hertar aðgerðir miðist við að hafa sem minnst áhrif á daglegt líf íbúanna.  Til að svo megi verða er lögð enn meiri áhersla á sóttvarnarreglur tengt starfsmönnum, aðstandendum, gestum og öðrum þeim sem koma á Hrafnistuheimilin.

 

Reglum heimsóknartíma hefur ekki verið breytt, en við biðjum alla að lesa vel  og fylgja eftirfarandi:

  1. GrímuskyldaALLIR gestir þurfa að bera andlitsgrímu við komu á heimilin. Heimilt er að taka grímuna niður inn á herbergi íbúa. Ekki er heimilt að vera með margnota grímur.
  2. Aðstandendur og gestir á aldrinum 0-30 ára– Neyðarstjórnin biðlar til aðstandenda og gesta í þessum aldurshópi að koma ekki í heimsókn. Börn eru flest ekki bólusett og meiri hluti Covid smita í samfélaginu í dag eru að greinast í aldurshópnum 18-29 ára.
  3. Ekki er heimilt að nýta setustofur og borðstofur eininga/deilda til heimsókna né önnur alrými á heimilunu s.s. borðsali.
  4. Virða þarf 2ja metra regluna í samskiptum við starfsfólk.
  5. Íbúum er áfram heimilt að fara út í garð og í gönguferðir með sínum nánustu, en einnig er heimilt að fara með íbúa út af heimilinu í bílferðir eða heimsóknir. Neyðarstjórnin biðlar til íbúa, aðstandenda og annarra gesta að fara ekki í mannfagnaði eða aðrar samkomur með íbúa.
  6. Fullbólusettir aðstandendur sem dvalið hafa erlendis– eins og áður mega þeir koma í heimsókn að höfðu samráði við stjórnendur deilda og að því tilskyldu að þeir séu með öllu einkennalausir. Neyðarstjórn Hrafnistu vill samt biðla til þeirra að fara í skimun eftir að þeir koma til landsins og að niðurstaða liggi fyrir áður en þeir koma í heimsókn.
  7. Óbólusettir aðstandendur sem eru að koma erlendis frá mega ekki koma í heimsókn inn á heimilin fyrr en 14 dagar eru liðnir frá heimkomu (undanþágu er hægt að fá í samráði við stjórnendur deildar ef um skyndileg veikindi/lífslokameðferð er að ræða hjá íbúa).
  8. Undanþága frá reglum um heimsóknir hverju sinn, er aðeins veitt við mikil veikindi íbúa og þarf leyfi frá vaktstjóra deildar.

Alls ekki koma í heimsókn ef:

  1. Þú ert í sóttkví.
  2. Þú ert í einangrun eða að bíða eftir niðurstöðu úr sýnatöku.
  3. Þú hefur verið í einangrun og ekki eru liðnir 14 dagar frá útskrift.
  4. Þú ert með COVID-19 lík einkenni (kvef, hósta, hita, höfuðverk, beinverki, þreytu, kviðverki, niðurgang, uppköst o.fl.).
  5. Þú ert með einhver önnur almenn einkenni um veikindi.

 

Munið að sýna ýtrustu varkárni og virða sóttvarnaráðstafanir í heimsóknum. Við þurfum öll að hafa í huga persónulegar sýkingavarnir s.s. handþvott og handsprittun.

 

Bólusettir geta líka smitast af Covid og smitað aðra.

 

Neyðarstjórn Hrafnistu leggur áherslu á að staðan getur breyst mjög hratt og mögulegt er að grípa þurfi til frekari aðgerða og takmarkana ef þörf krefur.

 

 

Kær kveðja,

 Neyðarstjórn Hrafnistu

 

Lesa meira...

Síða 25 af 175

Til baka takki