Fréttasafn

Kolbrún Pétursdóttir 30 ára starfsafmæli á Hrafnistu

F.v. Árdís Hulda. María Fjóla, Kolbrún og Hrefna.

 

Kolbrún Pétursdóttir, sjúkraliði á  Báruhrauni Hrafnistu Hraunvangi í Hafnarfirði, hefur starfað á Hrafnistu í hvorki meira né minna en 30 ár. Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu í gegnum tíðina.

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri: Árdís Hulda Eiríksdóttir forstöðumaður Hrafnistu Hraunvangi, María Fjóla Harðardóttir forstjóri Hrafnistu, Kolbrún og Hrefna Ásmundsdóttir hjúkrunardeildarstjóri á Báruhrauni.

 

Lesa meira...

Skipulagðri dagskrá sjómannadagsins 2021 aflýst

 

Skipulagðri dagskrá á sjómannadaginn í Reykjavík sunnudaginn 6. júní hefur verið aflýst í annað sinn á tveimur árum vegna ráðstafana í sóttvörnum sem gilda um fjöldasamkomur. Þetta er í annað sinn í áttatíu og fjögurra ára sögu ráðsins sem dagskránni er aflýst, en sjómannadagurinn var fyrst haldinn 1938. Einnig fellur dagskrá Hátíðar hafsins niður, sem halda átti 5. og 6. júní við Gömlu höfnina. Engin breyting verður á útgáfu Sjómannadagsblaðsins og verður 84. árgangi blaðsins dreift til viðtakenda í vikunni fyrir sjómannadaginn.

Sjómannadagsráð höfuðborgarsvæðisins hefur allt frá árinu 1938 gengist fyrir skipulagðri dagskrá á sjómannadaginn með ýmsum föstum dagskrárliðum. Áfram verður stefnt að því að gefa sjómannadeginum þann verðuga sess sem honum ber. Engu að síður er stefnt að því að halda minningarathöfn um drukknaða sjómenn og árlega sjómannamessu í Dómkirkjunni. Meiri óvissa er hinsvegar um hátíðalega athöfn þar sem fram fer heiðrun sjómanna.

Árlega hefur Sjómannadagsráð jafnframt gengist fyrir fjölskylduhátíð á sjómannadaginn við Gömlu höfnina í Reykjavík með ýmsum leikjum og þrautum. Undanfarin átján ár hefur sá hluti hátíðarhaldanna verið efldur með samstarfi við Faxaflóahafnir og Brim með veglegum tveggja daga hátíðarhöldum undir merki Hátíðar hafsins á gamla hafnarsvæðinu við Grandagarð. Hátíð hafsins er auk dagskrár Menningarnætur tvímælalaust einn helsti árlegi borgarviðburðurinn. Á hafnarsvæðið leggja allt að 40 þúsund gestir leið sína ár hvert um sjómannadagshelgina til að upplifa skemmtun fyrir alla fjölskylduna þar sem hægt er að kynnast ýmsu sem tengist lífríki sjávarins, sjómennsku, verðmætasköpun og öðru er við kemur mikilvægi sjávar- og hafnarstarfsemi eins og hægt er að kynna sér á vef hátíðarinnar, https://hatidhafsins.is/ Vegna takmarkana sem nú gilda í sóttvarnarmálum um návígi fólks verður ekki af hátíðinni, en aðstandendur hennar eru staðráðnir í að taka upp þráðinn á ný að ári með veglegri dagskrá á hafnarsvæðinu.

 

Lesa meira...

Hrafnista Ísafold í Garðabæ fagnar 8 ára afmæli

 

Þann 6. apríl síðastliðinn voru liðin 8 ár frá því að hjúkrunarheimilið Ísafold í Garðabæ tók til starfa og var því fagnað á dögunum með hefbundnum „Hrafnistu“ hætti. Lambahryggur var eldaður á hverri deild og hann borinn fram með brúnuðum kartöflum, grænum baunum, rauðkáli, salati og sósu. Í eftirrétt var svo boðið upp á kökur, ís, sherry og bailys. Haldnir voru tónleikar með Grétu Hergils sópransöngkonu og starfsmanni dagdvalar, Hjörleifi Valsyni fiðluleikara og Jónasi Þórir Þórssyni píanóleikara.

Garðabær rak hjúkrunarheimilið frá opnun árið 2013 en Hrafnista tók við rekstrinum þann 1. febrúar árið 2017. Á heimilinu búa 60 einstaklingar, 10 einstaklingar á 6 einingum. Á Ísafold er einnig rekin dagdvöl með leyfi fyrir 16 almennum rýmum  ásamt 4 sértækum rýmum, þ.e. rými fyrir einstaklinga með heilabilun.

 

Meðfylgjandi myndir voru teknar á dögunum þegar íbúar og starfsfólk á Hrafnistu Ísafold í Garðabæ gerðu sér glaðan dag í tilefni afmælisins. 

Lesa meira...

Herða þarf á heimsóknarreglum Hrafnistuheimilanna frá og með 21. apríl 2021

 

Í ljósi stöðunnar í samfélaginu vegna aukinna Covid smita er því miður nauðsynlegt að stíga til baka og setja aftur á auknar heimsóknartakmarkanir á Hrafnistu. Þetta er gert í samræmi við leiðbeiningar sóttvarnarsviðs Embættis landlæknis og Almannavarnir.

Helstu breytingar eru þær að tveir gestir hafa leyfi til að heimsækja hvern íbúa daglega og börn yngri en 18 ára hafa ekki leyfi til að koma í heimsókn.

Neyðarstjórna Hrafnistu sendi frá sér tilkynningu þess efnis til íbúa og aðstandenda nú í morgun.

Nýju heimsóknarreglurnar má lesa HÉR

 

 

Lesa meira...

Tilslakanir á heimsóknarreglum Hrafnistuheimilanna frá og með 16. apríl 2021

 

Gerðar verða tilslakanir á heimsóknartakmörkunum Hrafnistuheimilanna frá og með morgundeginum, föstudaginn 16. apríl.

Áfram mega tveir einstaklingar koma í heimsókn í einu en helstu breytingar eru þær að frá og með morgundeginum geta komið tveir aðrir í kjölfarið á þeim og svo koll af kolli. Einnig eru börn núna velkomin, en þau teljast þá sem annar aðilinn í heimsókninni.

Neyðarstjórn Hrafnistu tilkynnti íbúum að aðstandendum þessar breytingar fyrr í dag:

Tilslakanir á heimsóknarreglum Hrafnistuheimilanna taka gildi föstudaginn 16. apríl 2021

 

 

Lesa meira...

Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu segja stjórnvöld leggja stein í eigin götu

 

Morgunblaðið ræddi við Gísla Pál Gíslason, formann samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) í gær en samtökin hafa gagnrýnt stjórnvöld fyrir að bregðast ekki við fjárhagsvanda hjúkrunarheimila innan samtakanna: Stjórnvöld leggja stein í eigin götu

 

Sam­tök fyr­ir­tækja í vel­ferðarþjón­ustu, SFV, sendu frá sér tvær aðal­fundarálykt­an­ir í gær þar sem stjórn­völd voru gagn­rýnd, ann­ars veg­ar fyr­ir að tefja út­gáfu skýrslu starfs­hóps um rekstr­ar­grein­ingu hjúkr­un­ar­heim­ila og hins veg­ar fyr­ir að koma ekki til móts við fyr­ir­tæki í vel­ferðarþjón­ustu, sem horfa mörg hver fram á gjaldþrot í haust ef ekk­ert verður af auk­inni fjár­veit­ingu af hálfu rík­is­ins.

Gísli Páll Páls­son, formaður SFV, seg­ir í Morg­un­blaðinu í dag að hann verði var við ákveðið and­leysi hjá hinu op­in­bera. Hann er full­trúi SFV í starfs­hópi heil­brigðisráðuneyt­is­ins, sem skipaður var í ág­úst síðastliðnum og falið að vinna skýrslu um grein­ingu rekstr­ar hjúkr­un­ar­heim­ila.

Gísli seg­ir að skýrsl­an hafi verið til­bú­in fyr­ir um mánuði en að at­huga­semd­ir full­trúa heil­brigðisráðuneyt­is­ins um loka­út­gáfu henn­ar tefji birt­ingu henn­ar. Aðal­fundarálykt­un SFV frá í gær fel­ur enda í sér áskor­un á stjórn­völd um að birta skýrsl­una taf­ar­laust. Sem er ekki skrýtið, þar sem Gísli bend­ir á að stjórn­völd, þ.á m. fjár­mála- og efna­hags­ráðherra og heil­brigðisráðherra, hafi áður sagt að skýrsl­an sé for­senda auk­inn­ar fjár­veit­ing­ar. Og fjár­veit­inga er sann­ar­lega þörf, eins og Gísli út­skýr­ir: „Ef það kem­ur eng­in hækk­un, vegna þess sem kem­ur fram í skýrsl­unni, og þá er ég að tala um hækk­an­ir sem eiga að gilda fyr­ir 2020 og 2021, auk hækk­ana vegna breyt­ing­anna á stytt­ingu vinnu­tíma vakta­vinnu­fólks, þá erum við öll að fara í þrot bara í haust.“

 

Lesa meira...

Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu hafa áhyggjur af stöðunni

 

Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) hafa áhyggjur af stöðu aðildafélaga samtakanna.

Frá þessu var greint á mbl.is í gær: Segja stjórnvöld draga lappirnar. 

 

Sam­tök fyr­ir­tækja í vel­ferðarþjón­ustu, SFV, sendu frá sér tvær aðal­fundarálykt­an­ir í dag þar sem áhyggj­um yfir stöðu aðild­ar­fé­laga sam­tak­anna er lýst.

Stjórn­völd eru þannig gagn­rýnd fyr­ir að svara ekki er­ind­um aðild­ar­fé­lag­anna um hvernig ríkið hygg­ist koma til móts við þau vegna breyt­inga á vinnu­tíma vakta­vinnu­fólks, sem taka á gildi 1. maí. 

Í álykt­un­inni seg­ir að fjár­hag­ur aðild­ar­fé­laga SFV sé mjög viðkvæm­ur eft­ir niður­skurð und­an­far­inna ára og því geti þau ekki staðið straum af kostnaði við þær breyt­ing­ar sem taka gildi um mánaðamót­in, ef ekk­ert verður að gert. Skorað er á stjórn­völd að bregðast strax við ástand­inu. 

Í seinni aðal­fundarálykt­un SFV frá í dag seg­ir svo að skýrsla starfs­hóps heil­brigðisráðuneyt­is um grein­ingu rekstr­ar hjúkr­un­ar­heim­ila, sem skipaður var í ág­úst í fyrra, hafi verið til­bú­in fyr­ir fjór­um vik­um. Útgáfa skýrsl­unn­ar hafi hins veg­ar seinkað vegna óánægju full­trúa ráðuneyt­is­ins í starfs­hópn­um með loka­út­gáf­una. SFV skor­ar á heil­brigðisráðuneytið að birta skýrslu­drög­in taf­ar­laust eins og þau standa nú. 

 

Lesa meira...

Handverk til sölu á vinnustofu Hrafnistu Hraunvangi í Hafnarfirði

 

Á vinnustofu iðjuþjálfunar á Hrafnistu í Hraunvangi má finna ýmiskonar handverk eftir þá sem sækja vinnustofuna. Þetta handverk er til sölu og fer gróðinn til þeirra sem unnu þessi meistaraverk. Áhugasamir geta haft samband við vinnustofuna á Hrafnistu í Hraunvangi ef þeir vilja kaupa eitthvað af handverkinu.

 

Lesa meira...

Nýr aðstoðardeildarstjóri hjúkrunar á Ölduhrauni Hrafnistu Hraunvangi Hafnarfirði

 

Hildigunnur Daníelsdóttir hefur verið ráðin aðstoðardeildarstjóri á Ölduhrauni Hrafnistu Hraunvangi frá 10. maí 2021.

Hildigunnur lauk B.Sc. prófi í hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands árið 2008. Hún hefur starfað sem hjúkrunarfræðingur á Ölduhrauni frá september 2020 en starfaði m.a. áður hjá heilsugæslunni og í heimahjúkrun, lengst af sem teymisstjóri.

 

Lesa meira...

Síða 29 af 175

Til baka takki