Top header icons

Ábendingar Fyrir starfsfólkHrafnista á Facebook

 
 

Enginn greinst með smitandi berkla á Hrafnistu Nesvöllum

b_250_250_16777215_00_images_frettir_2020_hsi_logo_resize.jpeg

 

Eins og fram hefur komið greindist nýlega berklasmit á Hrafnistu Nesvöllum í Reykjanesbæ. Frá þeim tíma hefur verið unnið að nánari greiningum tilfella og í dag, 16. mars, var lagt berklapróf fyrir alla starfsmenn heimilisins í kjölfar jákvæðrar svörunar meðal tveggja starfsmannavið berklaprófi í hefðbundinni heilbrigðisskoðun.

Einnig er fyrirhugað að gera berklaprófanir hjá íbúum heimilisins og verða þeir ásamt ættingjum upplýstir um þá framkvæmd og hvenær hún fer fram. Þessir starfsferlar hafa verið unnir í fullu samráði við Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og Göngudeild sóttvarna. Niðurstöður rannsókna sýna að enginn sem rannsakaður hefur verið er smitandi.

Göngudeild sóttvarna sinnir berklavörnum utan sjúkrahúsa og sér um smitrakningu í samvinnu við staðbundin heilbrigðisyfirvöld vaknigrunur um berklasmit. Berklar eru orsakaðir af bakteríu sem er næm fyrir sýklalyfjum. Nokkrum sinnum á ári vaknar grunur um berklasmit hér á landi. Hefst þá rakning á hugsanlegu smiti sem sérstaklega beinist að þeim sem gætu hafa verið í nánum samskiptum við viðkomandi.  

 

16. mars 2021.

Með kveðju frá Neyðarstjórn Hrafnistu.

 

 

Til baka takki

Þessi vefsíða notar kökur (cookies). Með því að halda áfram að nota vefinn, samþykkir þú þessa virkni vefsins.
Samþykkja kökur