Top header icons

Ábendingar Fyrir starfsfólkHrafnista á Facebook

 
 

Hrafnista Ísafold í Garðabæ fagnar 8 ára afmæli

 

Þann 6. apríl síðastliðinn voru liðin 8 ár frá því að hjúkrunarheimilið Ísafold í Garðabæ tók til starfa og var því fagnað á dögunum með hefbundnum „Hrafnistu“ hætti. Lambahryggur var eldaður á hverri deild og hann borinn fram með brúnuðum kartöflum, grænum baunum, rauðkáli, salati og sósu. Í eftirrétt var svo boðið upp á kökur, ís, sherry og bailys. Haldnir voru tónleikar með Grétu Hergils sópransöngkonu og starfsmanni dagdvalar, Hjörleifi Valsyni fiðluleikara og Jónasi Þórir Þórssyni píanóleikara.

Garðabær rak hjúkrunarheimilið frá opnun árið 2013 en Hrafnista tók við rekstrinum þann 1. febrúar árið 2017. Á heimilinu búa 60 einstaklingar, 10 einstaklingar á 6 einingum. Á Ísafold er einnig rekin dagdvöl með leyfi fyrir 16 almennum rýmum  ásamt 4 sértækum rýmum, þ.e. rými fyrir einstaklinga með heilabilun.

 

Meðfylgjandi myndir voru teknar á dögunum þegar íbúar og starfsfólk á Hrafnistu Ísafold í Garðabæ gerðu sér glaðan dag í tilefni afmælisins. 

  •  

    Til baka takki

    Þessi vefsíða notar kökur (cookies). Með því að halda áfram að nota vefinn, samþykkir þú þessa virkni vefsins.
    Samþykkja kökur