Top header icons

Ábendingar Fyrir starfsfólkHrafnista á Facebook

 
 

Opnun samsýningar málara og handverksfólks á Hrafnistu Hraunvangi

 

Opnun samsýningar málara og handverksfólks á Hrafnistu Hraunvangi Hafnarfirði var haldin hátíðleg í Menningarsalnum í gær.

Myndirnar eru unnar af 20 íbúum sem hafa unnið verk sín á vinnustofu iðjuþjálfunar. Vinnustofan er mjög mikilvægur þáttur í þjálfun og félagsstarfi Hrafnistu. Þar hafa margir stigið sín fyrstu skref sem listamenn undir leiðsögn myndlistakonunnar Ingu Rósu sem hefur stýrt myndlistarrýminu á Hrafnistu Hraunvangi undanfarin ár. Á vinnustofunni fær fólk tækifæri til að spreyta sig með alls kyns liti og verkefni og félagsskapurinn verður dýrmætur hluti hjá þeim sem hana stunda.

 

Við óskum listafólkinu innilega til hamingju með sýninguna.

 

  • Til baka takki

    Þessi vefsíða notar kökur (cookies). Með því að halda áfram að nota vefinn, samþykkir þú þessa virkni vefsins.
    Samþykkja kökur