Fréttasafn

Sjómannadagurinn - Handverkssýning og sala á vinnustofum

Lesa meira...

 

Mikið úrval af fallegri söluvöru og fjölbreytt sýning verður af handverki heimilismanna á Hrafnistuheimilunum á sjómannadaginn.

Meðfylgjandi myndir eru teknar á vinnustofu Hrafnistu í Reykjavík en undanfarna daga hefur farið fram heilmikill undirbúningur fyrir hátiðarhöldin á sunnudaginn.

 

 

Lesa meira...

Bronius Varanius 10 ára starfsafmæli á Hrafnistu í Reykjavík

F.v. Magnús, Harpa, Bronius, Ólafur og Pétur.
Lesa meira...

Bronius Varanius, starfsmaður í eldhúsi Hrafnistu Reykjavík, hefur starfað á Hrafnistu í 10 ár. 

Um leið og við óskum honum til hamingju með áfangann er honum þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hann hefur sýnt heimilinu.

 

 

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri: Magnús Margeirsson forstöðumaður eldhúsa Hrafnistu, Harpa Gunnarsdóttir fjármálastjóri, Bronius, Ólafur Haukur Magnússon martreiðslumaður og Pétur Magnússon forstjóri Hrafnistu.

 

 

 

 

Lesa meira...

Þóra Gunnlaugsdóttir 15 ára starfsafmæli á Hrafnistu í Hafnarfirði

F.v. Pétur, Þóra og Árdís
Lesa meira...

 

Þóra Gunnlaugsdóttir, deildarstjóri á Hrafnistu í Hafnarfirði, hefur starfað á Hrafnistu í 15 ár. 

Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.

 

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri: Pétur Magnússon forstjóri Hrafnistu, Þóra og Árdís Hulda Eiríksdóttir forstöðumaður Hrafnistu í Hafnarfirði.

 

 

 

 

 

 

Lesa meira...

Hrafnista í Hafnarfirði fær afhenta rausnarlega gjöf frá Oddfellow Rebekkustúku nr. 8, Rannveigu

Lesa meira...

Á dögunum hlaut iðjuþjálfunin og heimilið í Hafnarfirði rausnarlega gjöf frá Oddfellow Rebekkustúku nr. 8, Rannveigu. Þær afhentu heimilinu Saritu lyftara sem hjálpar veikum og þróttlitlum einstaklingum að standa upp ásamt master-care vörum sem munu nýtast íbúum vel. Þessar gjafir munu tryggja starfsfólki bættara starfsumhverfi, draga úr álagi og auka vellíðan við aðhlynningu og tilfærslur í rúmi, jafnt fyrir starfsfólk sem og íbúa.

Meðfylgjandi myndir eru frá heimsókn Rebekkustúku nr. 8, Rannveigar, sem kom í síðustu viku og fengu þær góðar móttökur hjá Önnu Björgu samskiptafulltrúa, Árdísi forstöðumanni, Hörpu aðstoðardeildarstjóra iðjuþjálfunar og Maríu iðjuþjálfa. Einnig má sjá myndir frá kynningunni sem Hulda frá Fastus, Fjóla þroskaþjálfi og Guðrún Jóhanna deildarstjóri iðjuþjálfunar voru með fyrir mjög áhugasamt starfsfólk á Bylgjuhrauni með Önnu Ruth í forsvari heimiliseiningarinnar.

Mikil ánægja ríkir meðal allra með þetta frábæra framtak Rebekkustúku nr. 8, Rannveigar.

Hrafnista í Hafnarfirði þakkar kærlega fyrir höfðinglega gjöf. 

 

 

 

Lesa meira...

Myndir frá Kvennahlaupinu Hrafnistu Reykjavík þann 30. maí

Lesa meira...

Hið árlega kvennahlaup á Hrafnistu í Reykjavík var haldið í gær þann 30. maí. Frábær þátttaka var í hlaupinu og veðrið lék við okkur þegar lagt var af stað þar sem þátttakendur völdu á milli tveggja vegalengda. Að hlaupi loknu afhenti Sigrún Stefánsdóttir forstöðumaður öllum þátttakendum metalíur. Eftir gönguna var boðið upp á hressingu og kórsöng. Söngvarar framtíðarinnar frá leikskólanum Vinagarði heiðruðu okkur með nærveru sinni og færum við þeim okkar bestu þakkir. 

Starfsfólk sjúkraþjálfunar.

 

 

 

Lesa meira...

Sjómannafélag Íslands færir sjúkraþjálfun Hrafnistu í Reykjavík höfðinglega gjöf

Lesa meira...

Sjúkraþjálfun Hrafnistu í Reykjavík fékk fjölþjálfa að gjöf frá Sjómannafélagi Íslands. Þetta er höfðingleg gjöf sem nýtist vel heimilismönnum og öðrum skjólstæðingum hennar. 

Stjórn Sjómannafélags Íslands afhenti tækið formlega þann 4.maí sl. og fékk kynningu á tækinu. Við á Hrafnistu í Reykjavík þökkum fyrir þessa góðu gjöf.

 

Á meðfylgjandi mynd má sjá þegar stjórn Sjómannafélags Íslands afhenti fjölþjálfann formlega á sjúkraþjálfunardeild Hrafnistu í Reykjavík. Sigrún Stefánsdóttir, forstöðumaður Hrafnistu í Reykjavík og Ragnheiður Kristjánsdóttir, deildarstjóri veittu tækinu viðtöku.

 

 

Lestrarvinir Hrafnistu í Hafnarfirði á lokahófi

Lesa meira...

Í gær bauð iðjuþjálfunin öllum þeim sem komu að lestrarverkefninu okkar í vetur í lokahóf. Þetta voru lestrarvinir okkar úr 6. bekk í Víðistaðaskóla, heimilisfólkið okkar og þeir sem tóku það að sér að hlusta vikulega á krakkana æfa sig í upplestri. Allir voru sammála um hversu skemmtilegt samstarfið var í vetur og var þetta mikil gleðistund.Krakkarnir sögðu það miklu skemmtilegra að æfa sig í upplestri með heimilisfólkinu en heima hjá sér. Það kom fram hjá kennurum skólans að krökkunum hafði farið fram í lestri sem og í lesskilningi sem skilaði sér í hærri einkunum. Við getum því ekki annað en verið stolt af þessu skemmtilega samstarfsverkefni sem vonandi kemur til með að vera árlegt.

 

 

 

 

Lesa meira...

Síða 121 af 145

Til baka takki