Fréttasafn

Bjarney Sigurðardóttir ráðin verkefnastjóri heilbrigðissviðs Hrafnistuheimilanna

Bjarney Sigurðardóttir
Lesa meira...

Bjarney Sigurðardóttir hefur verið ráðin í starf verkefnastjóra heilbrigðissviðs Hrafnistuheimilanna.

Um er að ræða nýtt starf innan heilbrigðissviðs Hrafnistu.

Bjarney mun í samvinnu við framkvæmdastjóra heilbrigðissviðs bera ábyrgð á samræmingu og samþættingu á heilbrigðisþjónustu innan Hrafnistuheimilanna, ásamt innleiðingu og framkvæmd á samræmdri stefnu Hrafnistu. Hún mun einnig taka þátt í stefnumótun, markmiðasetningu og áætlanagerð sem snýr að Heilbrigðissviði Hrafnistu.

Eitt af mörgum verkefnum Bjarneyjar mun vera að taka við sem sýkingavarnastjóri Hrafnistuheimilanna af Þóru Geirsdóttur.

Bjarney er hjúkrunarfræðingur að mennt með áralanga reynslu af hjúkrun og stjórnun, bæði sem deildarstjóri og forstöðumaður. Hún hefur mikla reynslu af innleiðingu verkefna og eftirfylgni, rekstri, gæðastarfi og fleiru sem á eftir að efla heilbrigðissvið Hrafnistu í þjónustu við deildir og aðra starfsemi Hrafnistuheimilanna.

Bjarney mun hefja störf 1. september 2017.

 

Lesa meira...

Lilja Kristjánsdóttir ráðin deildarstjóri dagdvalarinnar á Hrafnistu í Kópavogi

Lilja Kristjánsdóttir
Lesa meira...

Lilja Kristjánsdóttir iðjuþjálfi hefur verið ráðin sem deildarstjóri dagdvalarinnar á Hrafnistu í Kópavogi frá 1. ágúst 2017. Hún útskrifaðist úr málaradeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1996 og hefur starfað við myndlist lengst af. Hún hóf nám í iðjuþjálfunarfræðum við háskólann á Akureyri árið 2013 og útskrifaðist núna í vor. Auk myndlistarinnar hefur hún starfað á Grund dvalar- og hjúkrunarheimili við aðhlynningu og í dagþjálfuninni í Roðasölum. Hún vann í sumar á vinnustofu og í félagsstarfi Hrafnistu í Reykjavík.

Um leið og við bjóðum Lilju velkomna til starfa á Hrafnistu í Kópavogi er Hólmfríði Öldu Sigurjónsdóttur fráfarandi deildarstjóra dagdvalarinnar þakkað fyrir vel unnin störf, en hún hefur séð um rekstur og stjórnun dagdvalarinnar frá opnun hennar.

 

Lesa meira...

Sumargrill á Hrafnistu í Reykjavík

Lesa meira...

Í hádeginu í gær þann 3. ágúst var haldin útigrillveisla fyrir um 400 íbúa og starfsfólk Hrafnistu í Reykjavík. Snæddur var dýrindis grillmatur með öllu tilheyrandi meðlæti sem starfsfólk og íbúar nutu í blíðskapar veðri.

 

Lesa meira...

Útimessa á Hrafnistu í Garðabæ - Ísafold

Lesa meira...

Á Hrafnistu í Garðabæ eru allir góðviðrisdagar nýttir og í gær naut heimilisfólk guðsþjónustunnar úti við. Friðrik Hjartar prestur messaði og Bjartur Logi Guðnason var organisti. Við lok guðsþjónustunnar voru svo dregin mannakorn sem eru vísanir í biblíuvers  sem voru lesin upp fyrir hvern og einn sem það vildi.

 

Lesa meira...

Sumargrill á Hrafnistu í Kópavogi

Lesa meira...

 

Í dag nutu íbúar, starfsfólk og gestir dagdvalar Hrafnistu í Kópavogi ásamt íbúum Boðaþings 22 og 24, sumargrills fyrir utan anddyri heimilisins. Dagurinn var einstaklega hlýr og sólríkur enda besti dagur sumarsins í höfuðborginni. Matreiðslumeistarar Hrafnistu töfruðu fram dýrindis grillmat sem rúmlega 160 gestir nutu í veðurblíðunni undir harmonikkuleik Sveins Sigurjónssonar. Var það mál manna að aldrei hafi tekist eins vel til með sumargrillið. Búið er að leggja inn gott orð til veðurguðanna fyrir næsta sumar.

 

Lesa meira...

Sumargrill á Hrafnistu Garðabæ - Ísafold

Lesa meira...

Slegið var upp grillveislu í hádeginu í gær á Hrafnistu Garðabæ - Ísafold.  Íbúar og starfsfólk nutu sín úti í góða veðrinu og snæddu dýrindis grillmat og tilheyrandi kræsingar með harmonikku undirleik.

 

Lesa meira...

Lelet M. Estrada 10 ára starfsafmæli á Hrafnistu í Hafnarfirði

F.v. Anný Lára, Lelet, Embla Mjöll og Pétur.
Lesa meira...

 

Lelet M. Estrada, starfsmaður í aðhlynningu á Báruhrauni Hrafnistu í Hafnarfirði,  hefur starfað á Hrafnistu í 10 ár. Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.

Lelet fékk afhenta starfsafmælisgjöf á dögunum og var meðfylgjandi mynd tekin við það tækifæri. 

Á myndinni er einnig Embla Mjöll Elíasdóttir, starfsmaður í aðhlynningu á Báruhrauni, sem átti 3 ára starfsafmæli og fékk hún afhenta viðeigandi starfsafmælisgjöf af því tilefni. Gaman er að geta þess að Embla Mjöll var að ljúka sínu fyrsta ári í hjúkrunarfræði. 

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri: Anný Lára Emilsdóttir deildarstjóri á Báruhrauni, Lelet, Embla Mjöll og Pétur Magnússon forstjóri Hrafnistu.

 

Lesa meira...

Ásta María Traustadóttir 30 ára starfsafmæli á Hrafnistu í Hafnarfirði

F.v. Pétur, Ásta María, Árdís Hulda og Hrönn.
Lesa meira...

 

Ásta María Traustadóttir, starfsmaður í borðsal Hrafnistu í Hafnarfirði, hefur um þessar mundir starfað í 30 ár á Hrafnistu. Þessum tímamótum var að sjálfsögðu fagnað með veislu með viðeigandi hætti á dögunum. Hrafnista óskar Ástu Maríu til hamingju með áfangann og þakkar fyrir tryggð og góð störf í þágu Hrafnistu.

 

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri: Pétur Magnússon forstjóri Hrafnistu, Ásta María, Árdís Hulda Eiríksdóttir forstöðumaður Hrafnistu í Hafnarfirði og Hrönn Benediktsdóttir deildarstjóri í borðsal/eldhúsi.

 

 

Lesa meira...

Síða 117 af 175

Til baka takki