Fréttasafn

Saga Valsdóttir 10 ára starfsafmæli á Hrafnistu í Reykjavík

F.v. Sigrún, Saga, Dagný og Pétur.
Lesa meira...

 

Saga Valsdóttir, félagsliði á Sólteigi Hrafnistu í Reykjavík, hefur starfað á Hrafnistu í 10 ár. 

Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.

 

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri: Sigrún Stefánsdóttir forstöðumaður Hrafnistu í Reykjavík, Saga, Dagný Jónsdóttir deildarstjóri á Sólteigi og Pétur Magnússon forstjóri Hrafnistu.

 

 

 

 

Lesa meira...

Gjöf til Hrafnistu í Reykjavík og Hrafnistu í Kópavogi frá Thorvaldsenskonum

Lesa meira...

Thorvaldsensfélagið gaf á dögunum Hrafnistu í Reykjavík og Hrafnistu í Kópavogi Master Turner snúningslak en mikil ánægja hefur verið með þau á  Hrafnistu í Hafnarfirði. Lakið býður meðal annars upp á þann möguleika að nota lyftara til að aðstoða við snúning. Slíkt dregur úr líkamlegu álagi á starfsmann auk þess sem það er mun þægilegra fyrir þann einstakling sem getur ekki snúið sér sjálfur í rúmi. Thorvaldsensfélagið fagnar stórafmæli í ár, en það er 115 ára gamalt. Thorvaldsenskonur opnuðu bazarinn við Austurstræti 4 árið 1901 og hafa rekið hann alla tíð síðan. Allur ágóði af sölu bazarsins rennur til góðgerðamála. Við hvetjum alla til að kíkja við á bazarnum ef þið eigið leið framhjá, þar sem mikið er til af fallegum vörum og ekki skemmir fyrir að ágóðinn renni til góðgerðamála. Hrafnista í Reykjavík og Kópavogi þakka kærlega fyrir gjöfina sem mun koma að góðum notum og hefur mikið verið óskað eftir.

 

Sigurður Helgason 15 ára starfsafmæli á Hrafnistu

F.v. Pétur og Sigurður.
Lesa meira...

 

Sigurður Helgason, forstöðulæknir Hrafnistu, hefur starfað á Hrafnistu í 15 ár. 

Um leið og við óskum honum til hamingju með áfangann er honum þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hann hefur sýnt heimilinu.

 

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri: Pétur Magnússon forstjóri Hrafnistu og Sigurður Helgason.

 

 

 

 

 

 

Lesa meira...

Margrét K. Guðmundsdóttir 15 ára starfsafmæli Hrafnistu í Reykjavík

F.v. Harpa, Margrét og Pétur.
Lesa meira...

 

Margrét K. Guðmundsdóttir, starfsmaður í bókhaldi Hrafnistu í Reykjavík, hefur starfað á Hrafnistu í 15 ár. 

Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.

 

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri: Harpa Gunnarsdóttir fjármálastjóri, Margrét og Pétur Magnússon forstjóri Hrafnistu.

 

 

 

 

 

 

Lesa meira...

Sjómannadagurinn Hrafnistu í Reykjavík

Lesa meira...

Sjómannadagurinn á Hrafnistu í Reykjavík heppnaðist frábærlega vel. Sr. Svanhildur Blöndal gekk út frá sjómannadeginum í ræðu sinni og var stýrimaðurinn Einar hennar hægri hönd, sem var mjög vel við hæfi. 
Inga Egilsdóttir Stardal stýrimaður hélt skemmtilega ræðu en hún er ein af fáum konum í stjórnunarstöðu á sjó hér við land.

Í Burstafelli á 4. hæð fór fram handverkssýning þar sem mikið úrval var af fallegri söluvöru af handverki heimilismanna.

Lúðrasveit Reykjavíkur hélt tónleika og spilaði nokkur vel valin sjómannalög.

Með því að smella á linkinn hér fyrir neðan má hlýða á lúðrasveitina 

https://www.facebook.com/sibbahannesdottir/videos/10154182772144194/

 

 

Lesa meira...

Sjómannadagurinn Hrafnistu í Hafnarfirði

Lesa meira...

Sjómannadagurinn 5. júní var glæsilegur dagur í Hafnarfirði með yndislegu fólki sem var svo sannarlega með gleðina í fararbroddi. Dagurinn hófst með því að Lúðrasveit Hafnarfjarðar hélt tónleika fyrir utan Hrafnistu. Því næst var sjómannamessa þar sem sr. Svanhildur Blöndal predikaði, Thelma Hrönn Sigurdórsdóttir söng einsöng, Magnús Böðvarsson sá um tónlistina og Hrafnistukórinn söng. Jón Kr. Óskarsson var ræðumaður dagsins og Edda og Ingibjörg lásu sálma. Í lok guðsþjónustunnar kom Daði Guðbjörnsson ásamt eiginkonu sinni og móður og gaf heimilinu málverk sem nefnist Gulltoppur til minningar um föður sinn, Guðbjörn Jensson skipstjóra. Málverkið sýnir mynd af gullskipi á toppi öldu hafsins, einstaklega fallegt málverk.
Eftir hádegi var handverkssýning og kynning á starfi iðjuþjálfunar á vinnustofunni í kjallaranum og handverkssala fór fram í Menningarsalnum á 1. hæð. DAS-bandið spilaði í aðalanddyrinu á sama tíma og kaffiveitingarnar hófust á kaffihúsinu og í kjölfarið fóru Thelma Hafþórsdóttir Byrd og Maggi Magg um húsið og spiluðu og sungu þekkt íslensk lög sem allir gátu sungið með.

 

Með því að smella á linkinn hér fyrir neðan má hlýða á Lúðrasveit Hafnarfjarðar spila Öxar við ána með miklum hátíðarbrag 

https://www.facebook.com/handverksheimili/videos/1700219193575293/

 

Einnig má hlýða á söng Thelmu Hrannar Sigurdórsdóttur söngkonu með því að smella á meðfylgjandi link en hún heillaði alla upp úr skónum með fallegum söng sínum í messunni á sjómannadaginn við undirspil frá Böðvari Magnússyni.

https://www.facebook.com/handverksheimili/videos/1700218330242046/

 

 

 

Lesa meira...

Kvennahlaupið á Hrafnistu í Kópavogi

Lesa meira...

Hrafnista í Kópavogi tók forskot á kvennahlaupið þann 25 maí sl.  Veðrið hefði getað leikið betur við okkur en við létum það nú ekki skemma fyrir okkur og fengum svo uppstyttu rétt á meðan gengið var.

Byrjað var á upphitun við ljúfa tóna og léttar veitingar. Harmonikkuspil gerði daginn skemmtilegan og sumir tóku meira að segja snúning á „dansgólfinu“.

 

 

 

Lesa meira...

Síða 120 af 145

Til baka takki