Fréttasafn

Rungjit T. Trakulma 10 ára starfsafmæli á Hrafnistu í Reykjavík

F.v. Eygló, Sigrún, Rungjit og Pétur
Lesa meira...

 

Rungjit T. Trakulma, félagsliði á Engey/Viðey Hrafnistu Reykjavík, hefur starfað á Hrafnistu í 10 ár. 

Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.

 

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri: Eygló Tómasdóttir deildarstjóri Engey/Viðey, Sigrún Stefánsdóttir forstöðumaður Hrafnistu í Reykjavík, Rungjit og Pétur Magnússon forstjóri Hrafnistu.

Páskapíla 2016 á Hrafnistu í Kópavogi

Lesa meira...

Hrafnista í Kópavogi hélt sitt árlega páskapílumót þann 23. mars sl. undir dyggri stjórn Katrínar Heiðu íþróttafræðings.

 

Vinningshafar voru sem hér segir:

1.    sæti: Sigurbjörn Þorgríms

2.    sæti: Sigríður Friðriksdóttir

3.    sæti: Sigurður Bárðarson

 

Vel var mætt og mikil gleði.

Skálað var í sherrý í lok móts.

 

 

 

Lesa meira...

Hrafnista í Kópavogi heldur upp á 6 ára afmæli

Lesa meira...

Hrafnista Kópavogi hélt upp á 6 ára afmælið sitt með hefðbundnum hætti föstudaginn 18. mars sl. Dásamlegur lambahryggur var eldaður á deildunum og mikill metnaður lagður í sósugerð þar sem keppni var á milli deilda og verðlaun í boði. Krummalundur bar sigur úr býtum, en mjótt var á munum. Íbúar og starfsfólk naut samverunnar og nærði sál og líkama í gleði, söng, mat og drykk.

 

Lesa meira...

Páskahátíð á Hrafnistu í Hafnarfirði

Lesa meira...

Heimilisfólk á Hrafnistu í Hafnarfirði naut páskahátíðarinnar með tilheyrandi hefðum. Á páskadag var hátíðarguðsþjónusta í Menningarsalnum þar sem sr. Svanhildur Blöndal predikaði, organisti var Kristín Waage, hátíðarkvartett söng og forsöngvari var Þóra Björnsdóttir.


*myndir tók Hjördís Ósk hjúkrunarfræðingur

 

 

Lesa meira...

Ína Skúladóttir 30 ára starfsafmæli á Hrafnistu í Hafnarfirði

F.v. Pétur, Ína og Eyrún
Lesa meira...

Ína Skúladóttir, sjúkraliði á Bylgjuhrauni Hrafnistu Hafnarfirði, hefur starfað á Hrafnistu í 30 ár. 

Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.

 

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri: Pétur Magnússon forstjóri Hrafnistu, Ína Skúladóttir og Eyrún Pétursdóttir deildarstjóri á Bylgjuhrauni.

Gulur dagur á Hrafnistuheimilunum - Gleðilega páska!

Lesa meira...

Fólkið okkar á Hrafnistu í Reykjavík var önnum kafið við störf á vinnustofunni í dag. Í tilefni af gulum degi og dimbilviku voru margir skreyttir gulum fylgihlutum eða gulum klæðnaði frá toppi til táar. Málaðir voru gulir dúkar fyrir páskana og garðálfar, sem eru sérlega vinsælir.

Mest um vert er að vera í góðu skapi og njóta þess að gera eitthvað skemmtilegt og skapandi.

 

Gleðilega páska!  

 

Lesa meira...

Nýtt Hrafnistubréf komið út

Lesa meira...

Nýtt Hrafnistubréf er komið út en það er gefið út  tvisvar á ári í um tvö þúsund eintökum. Blaðinu er dreift til íbúa Hrafnistuheimilanna og íbúa í þjónustuíbúðum við Hrafnistu. Því er einnig dreift til annarra hjúkrunarheimila á landinu, heilsugæslustöðva, sveitarstjórnarmanna, alþingismanna, fjölmiðla og fleiri aðila.  

Hrafnistubréfið er hægt að finna hér á heimasíðu Hrafnistu. Með því að fara á forsíðu Hrafnistu er það í stiku til hægri á síðunni og auðvelt að lesa það með því að smella á myndina.

 

 

Lesa meira...

Kjörár fyrir nýútskrifaða hjúkrunarfræðinga

Efri röð f.v. Jenný, Ragnhildur, Birna og Ásthildur
Lesa meira...

Hrafnista býður upp á spennandi valkosti fyrir nýútskrifaða hjúkrunarfræðinga. Um er að ræða Kjörár þar sem hjúkrunarfræðingum gefst kostur á að kynnast öldrunarhjúkrun í víðum skilningi.

Á meðfylgjandi mynd eru kjörársnemar Hrafnistu 2015 – 2016, efri röð frá vinstri: Jenný, Ragnhildur, Birna og Ásthildur

Sjá nánari upplýsingar hér

 

 

Lesa meira...

Síða 120 af 141

Til baka takki