Fréttasafn

Púttmót á Hrafnistu í Hafnarfirði

Lesa meira...

Í gær háðu Hrafnista í Reykjavík og Hafnarfirði baráttu um hinn glæsilega Hrafnistubikar en keppt hefur verið um þennan grip í áraraðir. Í ár sigraði Vilborg frá Hrafnistu Reykjavík með 31 högg, í öðru sæti var Sigrún úr Reykjavík með 32 högg og í þriðja sæti varð Dýrleif með 34 högg einnig úr Reykjavík.

Hafnfirðingunum gekk betur í karlaflokki en þar röðuðu þeir sér í öll þrjú sætin. Í fyrsta sæti var Friðrik Hermannsson með 33 högg, Marino Óskarsson með 37 högg og Birgir Erlendsson með 37 högg.

Myndir og texti: Helena Björk íþróttakennari
Frétt: Guðrún Jóhanna iðjuþjálfi og deildarstjóri

 

 

Lesa meira...

Nanna Guðný gæðastjóri og Ragnheiður sjúkraþjálfari á Hrafnistu kynntu rannsóknir sínar á ráðstefnu í Finnlandi

Lesa meira...

Nanna Guðný Sigurðardóttir gæðastjóri Hrafnistu og Ragnheiður Kristjánsdóttir deildarstjóri endurhæfingardeildar á Hrafnistu í Reykjavík kynntu rannsóknir sínar á öldrunarfræðiráðstefnu í Tampera á Finnlandi dagana 20.- 23. júní sl.

Rannsókn Nönnu Guðnýjar ber heitið Árangur 4-8 vikna þverfræðilegrar endurhæfingarinnlagnar fyrir aldraða. Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvort þverfræðileg endurhæfing á Íslandi hefði í för með sér bætta færni í athöfnum. Einnig að kanna hvort færni og aðstæður við innlögn gætu spáð fyrir um árangurinn sem og kanna afdrif þátttakenda. 

Rannsókn Ragnheiðar Kristjánsdóttur ber heitið Framtíðarþing um farsæla öldrun: " Hún er farsæl ef maður er sáttur". Markmið rannsóknarinnar var að komast að því hvað Íslendingar telja vera farsæla öldrun og hvernig best sé að stuðla að henni, hvernig þær niðurstöður samrýmast kenningum og rannsóknum í öldrunarfræðum og hvernig niðurstöður samrýmast opinberri stefnu stjórnvalda í öldrunarmálum. Auk þess að leggja mat á þýðingu Framtíðarþings um farsæla öldrun fyrir öldrunarmál. 

 

 

Lesa meira...

Iðjuþjálfun utandyra í veðurblíðunni

Lesa meira...

 

Iðjuþjálfunin fer fram utandyra sem innan og í gær fór hún fram út á púttvelli. Þar er verið að vinna að settu markmiði fyrir þjálfuninni og nutum við svo sannarlega góðs af veðurblíðunni.


Mynd og frétt: Guðrún Jóhanna iðjuþjálfi og deildarstjóri Hrafnistu Hafnarfirði.

 

 

 

Lesa meira...

Hrafnista Hafnarfirði - Rafgengið

Lesa meira...

Félagsstarfið á vegum iðjuþjálfunar ætlar að bjóða upp á sérstaka útivist með fólki sem notar rafskutlur og rafmagnshjólastóla í sumar. Markmiðið er að nýta fallega nærumhverfið og góða aðgengið til þess að hvetja fólkið til að fara t.d. niður í bæ og í næstu matvöruverslun. Gróa Rán og Kristín Margrét, aðstoðarmenn iðjuþjálfunar eru í umsjón fyrir hópinn sem verður kl.14 á fimmtudögum í sumar. Skráning fer fram á blaði á símavaktinni.


Myndir: Kristín Margrét aðst.maður iðjuþjálfa
Frétt: Guðrún Jóhanna iðjuþjálfi og deildarstjóri

 

 

Lesa meira...

Hrafnista í Hafnarfirði - Harðarmótið í pútti

Lesa meira...

 

Þriðjudaginn 21. júní var Harðarmótið í pútti sem er innanfélagsmót og til minningar um Hörð Ragnarsson, fyrsta formann púttklúbbs Hrafnistu í Hafnarfirði. Hörður ásamt fleirum stofnuðu púttklúbbinn árið 1998. Þegar Hörður lést keyptu aðstandendur hans farandsbikar til minningar um Hörð og höfum við keppt árlega um bikarinn síðan þá. 
Í ár var það Ragnar Jónasson sem hlaut 1. sætið og þar með Harðarbikarinn, í 2. sæti karla varð Marino Óskarsson og Guðjón Frímannsson í 3. sæti.
Inga Pálsdóttir var í 1. sæti kvenna, Hallbjörg Gunnarsdóttir og Ingveldur Einarsdóttir voru í 2. og 3. sæti en Ingveldur sigraði í bráðabana og hlaut því verðlaun fyrir 2. sætið.

 

 

Lesa meira...

EM stemning á Hrafnistu

Lesa meira...

Það var sannkölluð EM stemning í garðinum á Hrafnistu í Reykjavík í dag í góða veðrinu. En söngstundin með Böðvari var haldin úti undir berum himni í veðurblíðunni.

Lokalagið í söngdagskránni hjá Böðvari í dag var lagið „Ég er kominn heim“. Allir tóku vel undir og senda baráttukveðjur til strákanna okkar sem spila á móti Austurríki í París í dag.

 

 

Með því að smella á linkinn hér fyrir neðan má hlýða á heimilisfólk og gesti taka vel undir í söng með Böðvari.

https://www.facebook.com/100000414228582/videos/1233758476647948/

 

Lesa meira...

Myndir frá Kvennahlaupinu Hrafnistu Hafnarfirði þann 10. júní

Lesa meira...

Föstudaginn 10. júní tóku ótrúlega margir þátt í kvennahlaupi/-göngu Hrafnistu í Hafnarfirði undir góðri stjórn Helenu íþróttakennara. Allir starfsmenn heimilisins hjálpuðust að við að gera daginn sem skemmtilegastan. Hjörtur Aðalsteinsson, húsvörður í Hafnarfirði, klæddi sig upp í tilefni dagsins og afhenti öllum þátttakendum metalíur og boðið var upp á léttar veitingar í Menningarsalnum að hlaupi loknu. Embla fimleikamær, dóttir Helenu íþróttakennara, heillaði alla upp úr skónum með stórfenglegri danssýningu áður en föstudagsballið sívinsæla hófst með DAS-bandinu. Ekki hægt að segja annað en að dagurinn hafi verið frábær í alla staði þótt veðrið hafi strítt okkur aðeins á meðan á göngunni stóð.

 

 

Með því að smella á linkinn hér fyrir neðan má horfa á glæsilega tilburði Emblu á gólfinu

https://www.facebook.com/100000098481074/videos/1232413160105288/

 

 

 

Lesa meira...

Síða 119 af 145

Til baka takki