Fréttasafn

Hefur spilað með í 70 ár!

Lesa meira...

Sjómannadagurinn var haldinn hátíðlegur víða um land sl. sunnudag. Á Hrafnistuheimilinum öllum fór fram hátíðardagskrá, enda eru Hrafnistuheimilin í eigu Sjómannadagsráðs sem staðið hefur fyrir hátíðarhöldum allt frá fyrsta Sjómannadeginum fyrir 80 árum. Í tilefni dagsins spilaði Lúðrasveit Reykjavíkur á Hrafnistu í Reykjavík en þar lék Þórarinn Óskarsson með hljómsveitinni í 70. skipti á Sjómannadeginum. Lúðrasveit Reykjavíkur er ein elsta starfandi hljómsveit landsins. Þórarinn hefur nú spilað með hljómsveitinni á Sjómannadaginn í 70 ár, þar af öll 60 árin í sögu Hrafnistu í Reykjavík sem fagnaði afmæli sínu á dögunum. Þórainn lék meðal annars við vígslu Hrafnistu 1958 og hefur náð að spila með hljómsveitinni fyrir alla forseta lýðveldisins. Af þessu einstaka tilefni afhentum við Þórarni blómvönd frá Hrafnistu og þökkum honum kærlega fyrir alla góðvildina í okkar garð. 

 

 

Lesa meira...

Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna, afhenti Hrafnistu í Reykjavík gjöf á Sjómannadaginn

Lesa meira...

Á Sjómannadaginn afhenti Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna, Sigrúnu Stefánsdóttur forstöðumanni Hrafnistu í Reykjavík bókina:  Hér heilsast skipin. Saga Faxaflóahafna 1. og 2. bindi eftir Guðjón Friðriksson.  Í bókinni er sögð saga þeirra hafna sem tilheyra Faxaflóahöfnum, eins og Reykjavíkurhöfn, Akraneshöfn, Borgarneshöfn og Grundartangahöfn.  Í bókinni er fjöldi ljósmynda og einnig er sagt frá höfninni í Hvalfirði sem var herskipahöfn á stríðsárunum.

 

Lesa meira...

Hátíðarguðsþjónusta á Hrafnistu í Reykjavík á Sjómannadaginn

Lesa meira...

Hátíðarguðsþjónusta var haldin á sjómannadaginn á Hrafnistu í Reykjavík. Ræðumaður dagsins var Gísli Gíslason hafnarstjóri Faxaflóahafna.  Hann sagði frá því grettistaki að leggja í hafnargerð árið 1913 og þeim stórhug sem fylgdi framkvæmdinni.  Þetta var stærsta mannvirki sem lagt hafði verið út í á Íslandi fram til þessa. 

Sveinn H. Guðmarsson upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar las ritningarlestra, glæsilegur í einkennisbúningi Landhelgisgælunnar.  Vigdís Sigurðardóttir söng eftirminnilega, Ave Mariu eftir Bach/Gonoud og lagið Í dag skein sól.  Félagar úr Kammerkór Áskirkju syngu og organistinn var Magnús Ragnarsson. Sr. Svanhildur Blöndal þjónaði fyrir altari.

 

Lesa meira...

Sjómannadagurinn á Hrafnistu í Reykjavík

Lesa meira...

Opið hús var í Bustafelli á 4. hæð Hrafnistu í Reykjavík þar sem fram fór handverkssýning og sala á handverki íbúa. Lúðrasveit Reykjavíkur lék nokkur lög út í garði þar sem einmuna veðurblíða lék við íbúa og gesti. Fjöldi fólks lagði leið sína á Hrafnistu í Reykjavík og boðið var upp á kaffiveitingar í tilefni dagsins.

 

Meðfylgjandi eru myndir frá Sjómannadeginum á Hrafnistu í Reykjavík.

 

 

Lesa meira...

Guðríður Harðardóttir, fótaaðgerðafræðingur, tekur við rekstri fótaaðgerðastofu Hrafnistu í Hafnarfirði

Guðrún Harðardóttir, fótaaðgerðafræðingur
Lesa meira...

Guðríður Harðardóttir fótaaðgerðafræðingur hefur tekið við rekstri fótaaðgerðastofu Hrafnistu í Hafnarfirði.

Guðríður starfaði í vetur á stofunni sem starfsmaður Sigrid Foss en Sigrid hefur látið af störfum að eigin ósk.

Á stofunni starfa einungis löggiltir fótaaðgerðafræðingar sem leggja áherslu á að veita faglega og góða þjónustu í rólegu og þægilegu umhverfi. Unnið er á ýmsum fótameinum og keppst við að auka þægindi og vellíðan skjólstæðinga.

Stofan er opin alla virka daga milli klukkan 9:00 -14:00.

Tímapantanir eru í síma 585-3171.

 Við bjóðum Guðríði velkomna og hlökkum til að starfa áfram með henni á Hrafnistu.

 

 

Lesa meira...

Dagskrá Sjómannadagsins 2017

Lesa meira...

Sjómannadagurinn verður haldinn hátíðlegur sunnudaginn 11. júní n.k.. Dagskrá Sjómannadagsins verður með hefðbundnum hætti, en hún hefst formlega kl. 10.00 á sunnudag með minningarathöfn um týnda drukknaða sjómenn við Minningaröldur Sjómannadagsráðs við Fossvogskirkju. Þá verður sjómannamessa í Dómkirkjunni sem hefst kl. 11.00 þar sem sr. Hjálmar Jónsson þjónar fyrir altari og prédikar ásamt biskup Íslands frú Agnesi M. Sigurðardóttur. Hátíðardagskrá Sjómannadagsins hefst síðan kl. 14.00 á aðalsviði við Grandagarð, en þar verður flutt tónlist Karlakórs Kjalnesinga, hátíðarræður og heiðrun sjómanna undir styrkri stjórn Gerðar G. Bjarklind, en hún stýrir athöfninni sem send verður beint út á Rás 1.

Á Hrafnistuheimilunum verður einnig fjölbreytt dagskrá í tilefni Sjómannadagsins, en dagskrá á hverju heimili má finna á heimsíðu Hrafnistu  www.hrafnista.is

Um helgina, nánar tiltekið á laugardag og sunnudag fer jafnframt fram borgarhátíðin Hátíð hafsins á Grandagarði í Reykjavík, sem Sjómannadagurinn er hluti af. Dagskrá hátíðarinnar má finna hér, en ítarlegri upplýsingar um hátíðina er að finna á heimasíðunni  www.hatidhafsins.is     

 

 

Lesa meira...

Sjómannadagurinn 11. júní - dagskrá Hrafnistu í Reykjavík

Lesa meira...

Á sjómannadaginn þann 11. júní nk. verður vinnustofa iðjuþjálfunar með sýningu og sölu á handverki heimilismanna frá kl. 13:00 til 16:00 í Bustafelli 4. hæð. Hrafnistu Reykjavík. 

Hátíðarguðsþjónusta fer fram kl. 13:30 í Helgafelli 4. hæð. Ræðumaður er Gísli Gíslason hafnarstjóri í Reykjavík.

 

Handverksýningin verður einnig opin mánudaginn 12. júní frá kl. 9:00-16:00.

Sjá nánari dagskrá með því að smella hér.

 

 

Lesa meira...

Heimir Einarsson 15 ára starfsafmæli á Hrafnistu í Reykjavík

Lesa meira...

Heimir Einarsson, matreiðslumaður á Hrafnistu í Reykjavík, hefur starfað á Hrafnistu í 15 ár. Um leið og við óskum honum til hamingju með áfangann er honum þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hann hefur sýnt heimilinu.

 

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri: Ólafur Haukur Magnússon yfirmatreiðslumaður, Pétur Magnússon forstjóri Hrafnistu, Heimir Einarsson, Magnús Margeirsson yfirmaður eldhúsa Hrafnistuheimilanna og Harpa Gunnarsdóttir fjármálastjóri Hrafnistu.

 

 

Lesa meira...

Síða 122 af 175

Til baka takki