Fréttasafn

Lena Sædís Kristinsdóttir 10 ára starfsafmæli á Hrafnistu í Hafnarfirði

F.v. Bryndís, Lena og Pétur.
Lesa meira...

 

Lena Sædís Kristinsdóttir, starfsmaður í sjúkraþjálfun Hrafnistu í Hafnarfirði, hefur starfað á Hrafnistu í 10 ár. 

Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.

 

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri: Bryndís F. Guðmundsdóttir deildarstjóri sjúkraþjálfunar, Lena og Pétur Magnússon forstjóri Hrafnistu.

 

 

 

 

 

Lesa meira...

Sigurður Waage, íbúi á Hrafnistu í Reykjavík, fékk sitt fyrsta húðflúr 88 ára

Lesa meira...

 

Á dögunum voru liðin 60 ár frá því að Sigurður Waage kleif Hraundranga í Öxnadal ásamt tveimur félögum sínum. Af því tilefni lét hann flúra Hraundranga á framhandlegg sinn. Fjölnir G. Bragason, húðflúrmeistari, sá um verkið og heimsótti Sigurð á Hrafnistu í Reykjavík þar sem hann býr. 

 

Sjá nánari umfjöllun með því að smella á linkana hér fyrir neðan:

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2016/08/04/fekk_sitt_fyrsta_hudflur_88_ara/

http://www.visir.is/fagnar-afreki-med-tattui/article/2016160809550

 

Grillhátíð á Hrafnistu í Reykjavík

Lesa meira...

 

Miðvikudaginn 27. júlí sl. var haldin glimrandi fín grillhátíð á Hrafnistu í Reykjavík.

Það var létt yfir mannskapnum og góður rómur var gerður að matnum, aðstöðunni, veðrinu, samverunni og skemmtilegri tilbreytingu.

Dagurinn var einn af heitustu dögum sumarsins í kringum 20 stiga hiti og sem betur fer hélt sólin sig að mestu bak við skýin á meðan heimilisfólk, starfsfólk og gestir nutu matarins og útiverunnar.

 

 

 

Lesa meira...

María Einarsdóttir 10 ára starfsafmæli á Hrafnistu í Reykjavík

F.v. Dagný, María, Sigrún og Pétur.
Lesa meira...

 

María Einarsdóttir, starfsmaður í aðhlynningu á Sólteigi Hrafnistu í Reykjavík, hefur starfað á Hrafnistu í 10 ár. 

Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.

 

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri: Dagný Jónsdóttir deildarstjóri á Sólteigi, María, Sigrún Stefánsdóttir forstöðumaður Hrafnistu í Reykjavík og Pétur Magnússon forstjóri Hrafnistu.

 

 

 

 

 

Lesa meira...

Gerður Sveinsdóttir 10 ára starfsafmæli á Hrafnistu í Reykjavík

F.v. Anna María, Sigrún, Gerður og Pétur.
Lesa meira...

 

Gerður Sveinsdóttir, starfsmaður á Vitatorgi Hrafnistu í Reykjavík, hefur starfað á Hrafnistu í 10 ár. 

Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.

 

 

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri: Anna María Friðriksdóttir deildarstjóri á Vitatorgi, Sigrún Stefánsdóttir forstöðumaður Hrafnistu í Reykjavík, Gerður og Pétur Magnússon forstjóri Hrafnistu.

 

 

 

 

 

Lesa meira...

Grillveisla á Hrafnistu í Hafnarfirði

Lesa meira...

Grillveisla var haldin á Hrafnistu í Hafnarfirði í gær í. Matreiðslumenn Hrafnistuheimilinna framreiddu dýrindis krásir ofan í heimilisfólk sem borðaði úti og naut sín vel í góða veðrinu undir harmonikkuspili Böðvars. 

 

 

Lesa meira...

Grillveisla á Hrafnistu Nesvöllum

Lesa meira...

 

Í gær var haldin grillveisla á Hrafnistu Nesvöllum. Setið var úti í góða veðrinu þar sem fólk naut matar og sólar í góðum félagsskap hvort við annað. Allir voru mjög ánægðir með hvernig til tókst, enda ekki hægt annað í þessari einmuna veðurblíðu.

 

Lesa meira...

Dagmar Agnarsdóttir, hárgreiðslumeistari á Hrafnistu í Reykjavík, á heimsmeistaramóti í kraftlyftingum

Lesa meira...

Dagmar Agnarsdóttir, hárgreiðslumeistari á Hrafnistu í Reykjavík, hafnaði í þriðja sæti í sínum aldurs- og þyngdarflokki á heimsmeistaramóti í klassískum kraftlyftingum sem fram fór í Texas dagana 19. – 26. júní sl.  Að auki sló hún nokkur Íslandsmet. Samstarfsfólk á Hrafnistu samgleðst henni innilega og tók vel á móti henni þegar hún mætti til vinnu í morgun.

Innilega til hamingju með þennan frábæra árangur Dagmar!

 

http://www.ruv.is/frett/64-ara-kraftlyftingakona-slaer-met

 

 

 

Lesa meira...

Síða 118 af 145

Til baka takki