Fréttasafn

Saloua El. Madani 10 ára starfsafmæli á Hrafnistu í Reykjavík

F.v. Pétur, Saloua og Josephine.
Lesa meira...

Saloua El. Madani, starfsmaður í aðhlynningu á Vitatorgi Hrafnistu í Reykjavík, hefur starfað á Hrafnistu í 10 ár. 

Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.

 

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri: Pétur Magnússon forstjóri Hrafnistu, Saloua og Josephine Ramos aðstoðardeildarstjóri á Vitatorgi.

 

Öskudagur 2016 á Hrafnistu

Lesa meira...

Mikið var um dýrðir á Hrafnistuheimilunum í gær, á sjálfan Öskudaginn.

Á Hrafnistu í Reykjavík var slegið upp balli í Skálafelli þar sem DAS-bandið lék fyrir dansi og leikskólabörn komu í heimsókn. Í Hafnarfirðinum var tjúttað og  kötturinn m.a. sleginn úr tunnunni.

Starfsfólk Hrafnistu klæddi sig upp í búninga og heimilisfólk setti upp hatta þannig að úr varð skemmtilega stemning á öllum heimilunum.

 

Myndirnar frá gærdeginum tala sínu máli.

 

Lesa meira...

Svipmyndir frá þorrablóti á Hrafnistu í Hafnarfirði 5. febrúar sl.

Lesa meira...

Föstudaginn 5. febrúar var haldið þorrablót á Hrafnistu í Hafnarfirði við mikinn fögnuð. Laddi sá um veislustjórn með Hjört Howser sér við hlið og eftir matinn var slegið upp balli með Hauki Ingibergssyni. Í ár stóðu meðlimir úr stjórn félagsstarfs eldri borgara í Hafnarfirði fyrir minni karla og kvenna. Loftur Magnússon, varaformaður, fór með minni kvenna og Þórdís B. Kristinsdóttir, meðstjórnandi, með minni karla. Auður Harpa danskennari hóf svo ballið með danssýningu ásamt flottum danshóp frá félagsstarfi eldri borgara í Hafnarfirði. Dansatriðið myndaði frábæra stemningu sem entist út kvöldið eða þar til ballinu lauk.

Dagskrá kvöldsins var sjónvarpað á Hrafnisturásinni upp á deildar til þeirra sem ekki sáu sér fært að fara á sjálft blótið.

 

 

Lesa meira...

Þorrablót á Hrafnistu í Hafnarfirði föstudaginn 5. febrúar 2016

Lesa meira...

 

Þorrablót Hrafnistu í Hafnarfirði fer fram föstudaginn 5. febrúar nk.

Skráning og miðakaup

Ókeypis er fyrir heimilisfólk og gesti í hvíldarinnlögn. Hverjum og einum býðst að bjóða með sér einum gest á blótið.

Verð fyrir gest er kr. 4.000.-

Verð fyrir meðlimi í DAS-klúbbnum og fólk í dægradvöl er kr. 3.000.- (meðlimir í DAS-klúbbnum geta ekki boðið með sér gest).

Skráning og miðakaup verða í versluninni á Hrafnistu Hafnarfirði til hádegis miðvikudaginn 3. febrúar. 

 

Sjá nánari auglýsingu hér

 

Björg Ólafsdóttir 10 ára starfsafmæli á Hrafnistu í Hafnarfirði

F.v. Árdís Hulda, Björg, Bryndís og Pétur.
Lesa meira...

 

Björg Ólafsdóttir, starfsmaður í sjúkraþjálfun á Hrafnistu í Hafnarfirði, hefur starfað á Hrafnistu í 10 ár. 

Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.

 

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri: Árdís Hulda Eiríksdóttir, forstöðumaður Hrafnistu í Hafnarfirði, Björg, Bryndís F. Guðmundsdóttir, deildarstjóri sjúkraþjálfunar og Pétur Magnússon forstjóri Hrafnistu.

Sirina Margrét A. Dewage 15 ára starfsafmæli á Hrafnistu í Hafnarfirði

F.v. Árdís Hulda, Sirina og Pétur.
Lesa meira...

 

Sirina Margrét A. Dewage, starfsmaður í eldhúsi á Hrafnistu í Hafnarfirði, hefur starfað á Hrafnistu í 15 ár. 

Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.

 

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri: Árdís Hulda Eiríksdóttir, forstöðumaður Hrafnistu í Hafnarfirði, Sirina og Pétur Magnússon forstjóri Hrafnistu.

Síða 123 af 142

Til baka takki