Fréttasafn

Margrét K. Guðmundsdóttir 15 ára starfsafmæli Hrafnistu í Reykjavík

F.v. Harpa, Margrét og Pétur.
Lesa meira...

 

Margrét K. Guðmundsdóttir, starfsmaður í bókhaldi Hrafnistu í Reykjavík, hefur starfað á Hrafnistu í 15 ár. 

Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.

 

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri: Harpa Gunnarsdóttir fjármálastjóri, Margrét og Pétur Magnússon forstjóri Hrafnistu.

 

 

 

 

 

 

Lesa meira...

Sjómannadagurinn Hrafnistu í Reykjavík

Lesa meira...

Sjómannadagurinn á Hrafnistu í Reykjavík heppnaðist frábærlega vel. Sr. Svanhildur Blöndal gekk út frá sjómannadeginum í ræðu sinni og var stýrimaðurinn Einar hennar hægri hönd, sem var mjög vel við hæfi. 
Inga Egilsdóttir Stardal stýrimaður hélt skemmtilega ræðu en hún er ein af fáum konum í stjórnunarstöðu á sjó hér við land.

Í Burstafelli á 4. hæð fór fram handverkssýning þar sem mikið úrval var af fallegri söluvöru af handverki heimilismanna.

Lúðrasveit Reykjavíkur hélt tónleika og spilaði nokkur vel valin sjómannalög.

Með því að smella á linkinn hér fyrir neðan má hlýða á lúðrasveitina 

https://www.facebook.com/sibbahannesdottir/videos/10154182772144194/

 

 

Lesa meira...

Sjómannadagurinn Hrafnistu í Hafnarfirði

Lesa meira...

Sjómannadagurinn 5. júní var glæsilegur dagur í Hafnarfirði með yndislegu fólki sem var svo sannarlega með gleðina í fararbroddi. Dagurinn hófst með því að Lúðrasveit Hafnarfjarðar hélt tónleika fyrir utan Hrafnistu. Því næst var sjómannamessa þar sem sr. Svanhildur Blöndal predikaði, Thelma Hrönn Sigurdórsdóttir söng einsöng, Magnús Böðvarsson sá um tónlistina og Hrafnistukórinn söng. Jón Kr. Óskarsson var ræðumaður dagsins og Edda og Ingibjörg lásu sálma. Í lok guðsþjónustunnar kom Daði Guðbjörnsson ásamt eiginkonu sinni og móður og gaf heimilinu málverk sem nefnist Gulltoppur til minningar um föður sinn, Guðbjörn Jensson skipstjóra. Málverkið sýnir mynd af gullskipi á toppi öldu hafsins, einstaklega fallegt málverk.
Eftir hádegi var handverkssýning og kynning á starfi iðjuþjálfunar á vinnustofunni í kjallaranum og handverkssala fór fram í Menningarsalnum á 1. hæð. DAS-bandið spilaði í aðalanddyrinu á sama tíma og kaffiveitingarnar hófust á kaffihúsinu og í kjölfarið fóru Thelma Hafþórsdóttir Byrd og Maggi Magg um húsið og spiluðu og sungu þekkt íslensk lög sem allir gátu sungið með.

 

Með því að smella á linkinn hér fyrir neðan má hlýða á Lúðrasveit Hafnarfjarðar spila Öxar við ána með miklum hátíðarbrag 

https://www.facebook.com/handverksheimili/videos/1700219193575293/

 

Einnig má hlýða á söng Thelmu Hrannar Sigurdórsdóttur söngkonu með því að smella á meðfylgjandi link en hún heillaði alla upp úr skónum með fallegum söng sínum í messunni á sjómannadaginn við undirspil frá Böðvari Magnússyni.

https://www.facebook.com/handverksheimili/videos/1700218330242046/

 

 

 

Lesa meira...

Kvennahlaupið á Hrafnistu í Kópavogi

Lesa meira...

Hrafnista í Kópavogi tók forskot á kvennahlaupið þann 25 maí sl.  Veðrið hefði getað leikið betur við okkur en við létum það nú ekki skemma fyrir okkur og fengum svo uppstyttu rétt á meðan gengið var.

Byrjað var á upphitun við ljúfa tóna og léttar veitingar. Harmonikkuspil gerði daginn skemmtilegan og sumir tóku meira að segja snúning á „dansgólfinu“.

 

 

 

Lesa meira...

Sjómannadagurinn - Handverkssýning og sala á vinnustofum

Lesa meira...

 

Mikið úrval af fallegri söluvöru og fjölbreytt sýning verður af handverki heimilismanna á Hrafnistuheimilunum á sjómannadaginn.

Meðfylgjandi myndir eru teknar á vinnustofu Hrafnistu í Reykjavík en undanfarna daga hefur farið fram heilmikill undirbúningur fyrir hátiðarhöldin á sunnudaginn.

 

 

Lesa meira...

Bronius Varanius 10 ára starfsafmæli á Hrafnistu í Reykjavík

F.v. Magnús, Harpa, Bronius, Ólafur og Pétur.
Lesa meira...

Bronius Varanius, starfsmaður í eldhúsi Hrafnistu Reykjavík, hefur starfað á Hrafnistu í 10 ár. 

Um leið og við óskum honum til hamingju með áfangann er honum þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hann hefur sýnt heimilinu.

 

 

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri: Magnús Margeirsson forstöðumaður eldhúsa Hrafnistu, Harpa Gunnarsdóttir fjármálastjóri, Bronius, Ólafur Haukur Magnússon martreiðslumaður og Pétur Magnússon forstjóri Hrafnistu.

 

 

 

 

Lesa meira...

Þóra Gunnlaugsdóttir 15 ára starfsafmæli á Hrafnistu í Hafnarfirði

F.v. Pétur, Þóra og Árdís
Lesa meira...

 

Þóra Gunnlaugsdóttir, deildarstjóri á Hrafnistu í Hafnarfirði, hefur starfað á Hrafnistu í 15 ár. 

Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.

 

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri: Pétur Magnússon forstjóri Hrafnistu, Þóra og Árdís Hulda Eiríksdóttir forstöðumaður Hrafnistu í Hafnarfirði.

 

 

 

 

 

 

Lesa meira...

Hrafnista í Hafnarfirði fær afhenta rausnarlega gjöf frá Oddfellow Rebekkustúku nr. 8, Rannveigu

Lesa meira...

Á dögunum hlaut iðjuþjálfunin og heimilið í Hafnarfirði rausnarlega gjöf frá Oddfellow Rebekkustúku nr. 8, Rannveigu. Þær afhentu heimilinu Saritu lyftara sem hjálpar veikum og þróttlitlum einstaklingum að standa upp ásamt master-care vörum sem munu nýtast íbúum vel. Þessar gjafir munu tryggja starfsfólki bættara starfsumhverfi, draga úr álagi og auka vellíðan við aðhlynningu og tilfærslur í rúmi, jafnt fyrir starfsfólk sem og íbúa.

Meðfylgjandi myndir eru frá heimsókn Rebekkustúku nr. 8, Rannveigar, sem kom í síðustu viku og fengu þær góðar móttökur hjá Önnu Björgu samskiptafulltrúa, Árdísi forstöðumanni, Hörpu aðstoðardeildarstjóra iðjuþjálfunar og Maríu iðjuþjálfa. Einnig má sjá myndir frá kynningunni sem Hulda frá Fastus, Fjóla þroskaþjálfi og Guðrún Jóhanna deildarstjóri iðjuþjálfunar voru með fyrir mjög áhugasamt starfsfólk á Bylgjuhrauni með Önnu Ruth í forsvari heimiliseiningarinnar.

Mikil ánægja ríkir meðal allra með þetta frábæra framtak Rebekkustúku nr. 8, Rannveigar.

Hrafnista í Hafnarfirði þakkar kærlega fyrir höfðinglega gjöf. 

 

 

 

Lesa meira...

Síða 150 af 175

Til baka takki