Fréttasafn

Myndir frá Kvennahlaupinu Hrafnistu Reykjavík þann 30. maí

Lesa meira...

Hið árlega kvennahlaup á Hrafnistu í Reykjavík var haldið í gær þann 30. maí. Frábær þátttaka var í hlaupinu og veðrið lék við okkur þegar lagt var af stað þar sem þátttakendur völdu á milli tveggja vegalengda. Að hlaupi loknu afhenti Sigrún Stefánsdóttir forstöðumaður öllum þátttakendum metalíur. Eftir gönguna var boðið upp á hressingu og kórsöng. Söngvarar framtíðarinnar frá leikskólanum Vinagarði heiðruðu okkur með nærveru sinni og færum við þeim okkar bestu þakkir. 

Starfsfólk sjúkraþjálfunar.

 

 

 

Lesa meira...

Sjómannafélag Íslands færir sjúkraþjálfun Hrafnistu í Reykjavík höfðinglega gjöf

Lesa meira...

Sjúkraþjálfun Hrafnistu í Reykjavík fékk fjölþjálfa að gjöf frá Sjómannafélagi Íslands. Þetta er höfðingleg gjöf sem nýtist vel heimilismönnum og öðrum skjólstæðingum hennar. 

Stjórn Sjómannafélags Íslands afhenti tækið formlega þann 4.maí sl. og fékk kynningu á tækinu. Við á Hrafnistu í Reykjavík þökkum fyrir þessa góðu gjöf.

 

Á meðfylgjandi mynd má sjá þegar stjórn Sjómannafélags Íslands afhenti fjölþjálfann formlega á sjúkraþjálfunardeild Hrafnistu í Reykjavík. Sigrún Stefánsdóttir, forstöðumaður Hrafnistu í Reykjavík og Ragnheiður Kristjánsdóttir, deildarstjóri veittu tækinu viðtöku.

 

 

Lestrarvinir Hrafnistu í Hafnarfirði á lokahófi

Lesa meira...

Í gær bauð iðjuþjálfunin öllum þeim sem komu að lestrarverkefninu okkar í vetur í lokahóf. Þetta voru lestrarvinir okkar úr 6. bekk í Víðistaðaskóla, heimilisfólkið okkar og þeir sem tóku það að sér að hlusta vikulega á krakkana æfa sig í upplestri. Allir voru sammála um hversu skemmtilegt samstarfið var í vetur og var þetta mikil gleðistund.Krakkarnir sögðu það miklu skemmtilegra að æfa sig í upplestri með heimilisfólkinu en heima hjá sér. Það kom fram hjá kennurum skólans að krökkunum hafði farið fram í lestri sem og í lesskilningi sem skilaði sér í hærri einkunum. Við getum því ekki annað en verið stolt af þessu skemmtilega samstarfsverkefni sem vonandi kemur til með að vera árlegt.

 

 

 

 

Lesa meira...

Kvennahlaup á Hrafnistu í Hafnarfirði

Lesa meira...

Kvennahlaupið fer fram á Hrafnistu í Hafnarfirði föstudaginn 10. júní. Lagt verður af stað kl. 13:00  frá aðalinngangi hússins.

Kvennahlaupsbolirnir eru til sölu í sjúkraþjálfuninni. Verð 2.000.- kr.

Allar konur eru velkomnar hvort sem þær tilheyra Hrafnistu eða ekki.

 

 

 

Lesa meira...

Kvennahlaup á Hrafnistu í Reykjavík

Lesa meira...

Kvennahlaupið fer fram á Hrafnistu í Reykjavík mánudaginn 30. maí. Lagt verður af stað kl. 13:00  frá inngangi inn í miðrými á 2. Hæð (Lækjartorg).

Kvennahlaupsbolirnir eru til sölu í Kaupfélaginu á anddyri aðalbyggingar. Verð kr. 2.000.- 

Allar konur eru velkomnar hvort sem þær tilheyra Hrafnistu eða ekki.

 

 

 

Lesa meira...

Háskólakór frá Bandaríkjunum með tónleika á Hrafnistu í Reykjavík

Lesa meira...

Karlakór frá Háskólanum Penn State Pennsilvaníu í Bandaríkjunum heimsótti Hrafnistu í Reykjavík í síðustu viku. Þeir voru á söngferðalagi hér á landi og sungu m.a. í Háskólanum og á Akureyri. Kórinn samanstendur af 50 ungum herramönnum á aldrinum 16 til 21 árs sem sungu af miklum krafti. Það var virkilega gaman að hlýða á sönginn og höfðu heimilisfólk og gestir gaman af. Prúðmannleg framkoma þeirra bar vott um gott uppeldi og virðingu fyrir sínu eldra fólki.

 

 

 

Lesa meira...

Félagsstarf Hrafnistu Hafnarfirði - sýning úr myndlistinni

Lesa meira...

 

Í gær, fimmtudaginn 19. maí,  var opnuð samsýning 19 þátttakenda í félagsstarfinu/myndlistinni. Það var fullur salur gesta sem að fagnaði áfanganum með listafólkinu. Alls eru á sýningunni um 50 myndir, hver annarri fallegri.

Sýningin stendur til 29. júní og hvetjum við sem flesta til að kíkja við.

 

 

 

 

 

 

Lesa meira...

Lilja H. Halldórsdóttir 25 ára starfsafmæli á Hrafnistu í Reykjavík

Lesa meira...

 

Lilja H. Halldórsdóttir, starfsmaður í sjúkraþjálfun Hrafnistu Reykjavík, hefur starfað á Hrafnistu í 25 ár. 

Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.

 

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri: Sigrún Stefánsdóttir forstöðumaður Hrafnistu í Reykjavík, Ragnheiður Kristjánsdóttir deildarstjóri sjúkraþjálfunar, Lilja og Pétur Magnússon forstjóri Hrafnistu.

Síða 151 af 175

Til baka takki