Fréttasafn

Lilja H. Halldórsdóttir 25 ára starfsafmæli á Hrafnistu í Reykjavík

Lesa meira...

 

Lilja H. Halldórsdóttir, starfsmaður í sjúkraþjálfun Hrafnistu Reykjavík, hefur starfað á Hrafnistu í 25 ár. 

Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.

 

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri: Sigrún Stefánsdóttir forstöðumaður Hrafnistu í Reykjavík, Ragnheiður Kristjánsdóttir deildarstjóri sjúkraþjálfunar, Lilja og Pétur Magnússon forstjóri Hrafnistu.

Emely Rós Paran 20 ára starfsafmæli á Hrafnistu í Reykjavík

F.v. Pétur, Emely og Sigrún.
Lesa meira...

Emely Rós Paran, starfsmaður á Lækjartorgi Hrafnistu Reykjavík, hefur starfað á Hrafnistu í 20 ár. 

Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.

 

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri: Pétur Magnússon forstjóri Hrafnistu, Emely og Sigrún Stefánsdóttir forstöðumaður Hrafnistu í Reykjavík.

 

 

 

 

 

Lesa meira...

Tiltektarvika á Hrafnistuheimilunum dagana 9 - 13 maí

Lesa meira...

Þessi vika einkenndist af tiltekt á Hrafnistuheimilunum þar sem starfsfólk var hvatt til að taka til í sínu nærumhverfi, flokka raða og henda.

Einnig var tekið til hendinni úti við og Hjörtur Aðalsteinsson húsvörður lét ekki sitt eftir liggja þegar hann gerði allsherjar hreinsun á gosbrunninum sem staðsettur er fyrir framan aðalinnganginn á Hrafnistu í Hafnarfirði. Við hreinsunina koma m.a. fjársjóður í ljós.

 

Á meðfylgjandi myndum má sjá Hjört við hreinsunarstörf og fjársjóðinn sem brunnurinn hafði að geyma. 

 

Lesa meira...

Regieline Paran Sellote 15 ára starfsafmæli á Hrafnistu í Reykjavík

F.v. Sigrún, Eygló, Regieline og Pétur
Lesa meira...

Regieline Paran Sellote, félagsliði á Lækjartorgi Hrafnistu Reykjavík, hefur starfað á Hrafnistu í 15 ár. 

Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.

 

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri: Sigrún Stefánsdóttir forstöðumaður Hrafnistu í Reykjavík, Eygló Tómasdóttir deildarstjóri á Lækjartorgi, Regieline og Pétur Magnússon forstjóri Hrafnistu.

Ágústa Hinriksdóttir 25 ára starfsafmæli á Hrafnistu í Hafnarfirði

F.v. Pétur, Ágústa og Þóra
Lesa meira...

Ágústa Hinriksdóttir, starfsmaður í aðhlynningu á Öldruhrauni Hrafnistu Hafnarfirði, hefur starfað á Hrafnistu í 25 ár. 

Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.

 

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri: Pétur Magnússon forstjóri Hrafnistu, Ágústa og Þóra Gunnlaugsdóttir deildarstjóri á Ölduhrauni.

Lionsklúbbur Hafnarfjarðar gefur endurhæfingardeild Hrafnistu í Hafnarfirði góðar gjafir

Lesa meira...

Undanfarin ár hefur Lionsklúbbur Hafnarfjarðar gefið endurhæfingardeild Hrafnistu í Hafnarfirði góðar gjafir.

Í ár komu þeir færandi hendi og gáfu  tvo afar góða vinnukolla og tvær hulsur á bjúgpumpu deildarinnar. Jafnframt færðu þeir heimilinu mjög gott ferðarúm sem aðstandendur geta notað þegar þess er þörf og fallegt matar og kaffistell  fyrir 36 manns.

Það er ómetanlegt að eiga bakhjarl af þessu tagi. Fjármagn til annars en daglegs reksturs er af skornum skammti og möguleikar til endurnýjunar tækjabúnaðar takmarkaðir. Allar gjafir af þessu tagi eru því kærkomin búbót og til þess fallnar að fjölga meðferðarúrræðum og bæta aðstöðu aðstandenda og starfsfólks

Myndirnar sem fylgja með eru frá móttöku sem efnt var til 23. mars s.l. en þá var félögum klúbbsins boðið, í þakklætisskyni, til kvöldverðar á Hrafnistu Hafnarfirði.

 

 

Lesa meira...

Nýr aðstoðardeildarstjóri á Hrafnistu í Kópavogi

Lesa meira...

 

Rebekka Björg Örvar hjúkrunarfræðingur hefur verið ráðin aðstoðardeildarstjóri á Hrafnistu Kópavogi frá 1. apríl 2016.

g mun starfa samhliða Jóhönnu Jakobsdóttur aðstoðardeildarstjóra.

Rebekka Björg útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur frá Háskóla Íslands 2014 og starfaði eftir útskrift á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Jaðri og síðan sem yfirhjúkrunarfræðingur á HVE Ólafsvík þar til hún hóf störf sem hjúkrunarfræðingur á Hrafnistu Kópavogi haustið 2015. Við bjóðum Rebekku Björg velkomna í stjórnendahópinn okkar.

 

 

 

 

 

Lesa meira...

Ný auglýsing Happdrættis DAS - heimilisfólk Hrafnistu í aðalhlutverkum

Lesa meira...

Undanfarna daga hefur Happdrætti DAS verið að vinna að gerð nýrrar auglýsingar. Nokkrir af íbúum Hrafnistu voru valdir til að leika í auglýsingaherferðinni og hafa stífar æfingar og upptökur staðið yfir hér á Hrafnistu.

Vonandi á nýja auglýsingin eftir að skila sér vel til landsmanna en rétt er að minna á að ágóði Happdrættisins, tugir milljónir króna á hverju ári, rennur til uppbyggingar Hrafnistuheimilanna.

 

 

Lesa meira...

Síða 152 af 175

Til baka takki