Top header icons

COVID spurt og svaraðRannsóknarsjóður HrafnistuHrafnista á Facebook

 
 

Sjómannadagurinn Hrafnistu í Hafnarfirði

Sjómannadagurinn 5. júní var glæsilegur dagur í Hafnarfirði með yndislegu fólki sem var svo sannarlega með gleðina í fararbroddi. Dagurinn hófst með því að Lúðrasveit Hafnarfjarðar hélt tónleika fyrir utan Hrafnistu. Því næst var sjómannamessa þar sem sr. Svanhildur Blöndal predikaði, Thelma Hrönn Sigurdórsdóttir söng einsöng, Magnús Böðvarsson sá um tónlistina og Hrafnistukórinn söng. Jón Kr. Óskarsson var ræðumaður dagsins og Edda og Ingibjörg lásu sálma. Í lok guðsþjónustunnar kom Daði Guðbjörnsson ásamt eiginkonu sinni og móður og gaf heimilinu málverk sem nefnist Gulltoppur til minningar um föður sinn, Guðbjörn Jensson skipstjóra. Málverkið sýnir mynd af gullskipi á toppi öldu hafsins, einstaklega fallegt málverk.
Eftir hádegi var handverkssýning og kynning á starfi iðjuþjálfunar á vinnustofunni í kjallaranum og handverkssala fór fram í Menningarsalnum á 1. hæð. DAS-bandið spilaði í aðalanddyrinu á sama tíma og kaffiveitingarnar hófust á kaffihúsinu og í kjölfarið fóru Thelma Hafþórsdóttir Byrd og Maggi Magg um húsið og spiluðu og sungu þekkt íslensk lög sem allir gátu sungið með.

 

Með því að smella á linkinn hér fyrir neðan má hlýða á Lúðrasveit Hafnarfjarðar spila Öxar við ána með miklum hátíðarbrag 

https://www.facebook.com/handverksheimili/videos/1700219193575293/

 

Einnig má hlýða á söng Thelmu Hrannar Sigurdórsdóttur söngkonu með því að smella á meðfylgjandi link en hún heillaði alla upp úr skónum með fallegum söng sínum í messunni á sjómannadaginn við undirspil frá Böðvari Magnússyni.

https://www.facebook.com/handverksheimili/videos/1700218330242046/

 

 

 

  • Til baka takki

    Þessi vefsíða notar kökur (cookies). Með því að halda áfram að nota vefinn, samþykkir þú þessa virkni vefsins.
    Samþykkja kökur