Fréttasafn

Jóhann Ágúst Magnússon 10 ára starfsafmæli á Hrafnistu í Reykjavík

F.v. Pétur, Jóhann Ágúst og Sigrún.
Lesa meira...

 

Jóhann Ágúst Magnússon, starfsmaður í aðhlynningu á Sólteigi Hrafnistu í Reykjavík, hefur starfað á Hrafnistu í 10 ár. 

Um leið og við óskum honum til hamingju með áfangann er honum þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hann hefur sýnt heimilinu.

 

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri: Pétur Magnússon forstjóri Hrafnistu, Jóhann Ágúst og Sigrún Stefánsdóttir forstöðumaður Hrafnistu í Reykjavík.

 

 

 

 

Lesa meira...

Hjónin Benta og Valgarð Briem færa Hrafnistu í Reykjavík gjafir.

F.v. Guðmundur Hallvarðsson, Benta og Valgarð.
Lesa meira...

 

Hjónin Benta og Valgarð Briem færðu á dögunum Hrafnistu í Reykjavík Maxi Twin seglalyftara frá Fastus að gjöf. Lyftarinn á svo sannarlega eftir að koma að góðum notum fyrir heimilisfólk og starfsfólk.

Einnig gáfu þau fallegt málverk „ Móðir og börn“ eftir Sigurð Kr. Árnason.

Við þökkum þeim hjónum kærlega fyrir þessar höfðinglegu gjafir.

 

Lesa meira...

Guðmundur H. Garðarsson færir Sjómannadagsráði málverk að gjöf.

Lesa meira...

 

Á sjómannadaginn, 5. júní sl., færði Guðmundur H. Garðarsson Sjómannadagsráði málverk að gjöf sem ber nafnið „STJÁNI BLÁI“,  eftir Finn Jónsson, til minningar um eiginkonu sína Ragnheiði Guðrúnu Ásgeirsdóttur.

Við þökkum Guðmundi  kærlega fyrir þetta fallega málverk en það hangir uppi í Skálafelli, sem er kaffihúsið okkar hér á Hrafnistu í Reykjavík.

 

Meðfylgjandi mynd er tekin þegar Guðmundur Hallvarðsson, formaður Sjómannadagsráðs, veitti málverkinu viðtöku frá Guðmundi H. Garðarssyni.

 

Lesa meira...

Púttmót haldið á Hrafnistu í Hafnarfirði

Lesa meira...

Þriðjudaginn 6. september sl. var haldið bæjarstjórnarpúttmót á Hrafnistu í Hafnarfirði. En sú skemmtilega hefð hefur skapast á síðustu árum að haldið hefur verið púttmót á Hrafnistu í Hafnarfirði þar sem bæjarstjórn Hafnarfjarðar og bæjarstjóri, hafa att kappi við heimilisfólk um forláta farandbikar sem bæjarstjórn hefur reyndar aldrei unnið. Sú varð raunin líka í ár og bar Hrafnista sigur úr býtum með 69 höggum á móti 75 höggum bæjarstjórnar.

Undanfarin ár hefur bæjarstjórinn, Haraldur L. Haraldsson, hlotið hin svokölluðu skussaverðlaun en sá hlýtur þau verðlaun sem er með bestu nýtingu vallar. Að þessu sinni féllu þau hins vegar í hlut Árdísar Huldu Eiríksdóttur forstöðumanns og afhenti Haraldur þau áfram til Árdísar með bros á vör, þar sem hann ætlaði sér alls ekki að vinna þau í ár.

 

Úrslit voru þessi:

Konur

1.   sæti: Ingveldur Einarsdóttir 35 högg

2.   sæti: Hallbjörg Gunnarsdóttir 36 högg

3.   sæti: Rósa Guðbjartsdóttir 39 högg

 

Karlar

1.   sæti: Einar Sigurðsson 34 högg

2.   sæti: Friðrik Hermannsson 35 högg

3.   sæti: Ingi Tómasson 36 högg

 

Einar Sigurðsson var besti maður vallarins og hlaut því Bæjarstjórnarbikarinn.

Heimilisfólk á Hrafnistu þakkar bæjarfulltrúum og bæjarstjóra kærlega fyrir drengilega keppni og skemmtilega stund í blíðskaparveðri.

 

 

Lesa meira...

Nanna Guðný Sigurðardóttir, gæðastjóri Hrafnistu, ein af fimm í úrslitum í samkeppni á milli Háskóla í Evrópu.

Nanna Guðný Sigurðardóttir, gæðastjóri Hrafnistu.
Lesa meira...

 

Nanna Guðný, gæðastjóri Hrafnistuheimilanna, ein af fimm í úrslitum í samkeppni á milli Háskóla í Evrópu með meistaraverkefni sitt í sjúkraþjálfun sem ber heitið: „Árangur 4-8 vikna þverfræðilegrar endurhæfingarinnlagnar fyrir aldraða.“

Hrafnista kynnir með stolti þann árangur sem Nanna Guðný Sigurðardóttir, gæðastjóri Hrafnistuheimilanna, náði á dögunum í tengslum við meistaraverkefni sitt við Læknadeild Háskóla Íslands. Samkvæmt heimasíðu félags sjúkraþjálfara er námsbraut í sjúkraþjálfun við HÍ aðili að European Network of Physiotherapy in Higher Education (ENPHE) sem er samstarfsnet háskóla í Evrópu sem kenna sjúkraþjálfun. Tilgangur samtakanna er að auka samstarf milli háskóla í Evrópu til að stuðla að gæðum í námi í sjúkraþjálfun, þróa kennsluhætti, auka þekkingu í sjúkraþjálfun og hvetja til kennara- og stúdentaskipta. Meistaraverkefni Nönnu fjallaði um árangur 4-8 vikna þverfræðilegrar endurhæfingarinnlagnar fyrir aldraða og var unnið hér á Hrafnistu í Reykjavík. Það verkefni var valið sem framlag Háskóla Íslands í verðlaunasamkeppni ENPHE um meistaraverkefni.

Nanna er nú komin í úrslit fimm þeirra efstu meistaraverkefna sem tóku þátt í ENPHE. Það eitt er gífurlegur árangur og er tilefni til að fagna innan Hrafnistufjölskyldunnar.

Innilega til hamingju með árangurinn Nanna!

 

 

 

 

 

Lesa meira...

Hjördís Ósk Hjartardóttir nýr deildarstjóri á Sjávar- og Ægishrauni Hrafnistu Hafnarfirði

Hjördís Ósk Hjartardóttir, hjúkrunarfræðingur.
Lesa meira...

 

Hjördís Ósk Hjartardóttir hefur verið ráðin hjúkrunardeildarstjóri á  Sjávar- og Ægishrauni, Hrafnistu Hafnarfirði, frá og með 1. september n.k. en þá lætur Guðríður Sigurðardóttir af störfum  vegna aldurs. Hjördís Ósk hefur undanfarin ár gegnt stöðu aðstoðardeildarstjóra á sömu deild.

 

Um leið og við óskum Hjördísi til hamingju með nýja stöðu innan Hrafnistu þökkum við Guðríði fyrir vel unnin störf í þágu Hrafnistu og óskum henni velfarnaðar um ókomna tíð.

 

 

 

Lesa meira...

Grillveisla á Hrafnistu Hlévangi

Lesa meira...

 

Síðasta sumargrillveisla Hrafnistuheimilanna, þetta sumarið, fór fram í gær í mikilli sól og blíðu á Hrafnistu Hlévangi. Heimilisfólk og gestir nutu matarins úti undir berum himni en kokkar Hrafnistuheimilinna grilluðu ofan í mannskapinn.

Gaman er að segja frá því að í grillveislum Hrafnistuheimilanna í sumar hafa kokkarnir samanlagt grillað ofan í ca. 1200 manns.

 

 

 

Lesa meira...

Síða 146 af 175

Til baka takki