Fréttasafn

EM stemning á Hrafnistu

Lesa meira...

Það var sannkölluð EM stemning í garðinum á Hrafnistu í Reykjavík í dag í góða veðrinu. En söngstundin með Böðvari var haldin úti undir berum himni í veðurblíðunni.

Lokalagið í söngdagskránni hjá Böðvari í dag var lagið „Ég er kominn heim“. Allir tóku vel undir og senda baráttukveðjur til strákanna okkar sem spila á móti Austurríki í París í dag.

 

 

Með því að smella á linkinn hér fyrir neðan má hlýða á heimilisfólk og gesti taka vel undir í söng með Böðvari.

https://www.facebook.com/100000414228582/videos/1233758476647948/

 

Lesa meira...

Myndir frá Kvennahlaupinu Hrafnistu Hafnarfirði þann 10. júní

Lesa meira...

Föstudaginn 10. júní tóku ótrúlega margir þátt í kvennahlaupi/-göngu Hrafnistu í Hafnarfirði undir góðri stjórn Helenu íþróttakennara. Allir starfsmenn heimilisins hjálpuðust að við að gera daginn sem skemmtilegastan. Hjörtur Aðalsteinsson, húsvörður í Hafnarfirði, klæddi sig upp í tilefni dagsins og afhenti öllum þátttakendum metalíur og boðið var upp á léttar veitingar í Menningarsalnum að hlaupi loknu. Embla fimleikamær, dóttir Helenu íþróttakennara, heillaði alla upp úr skónum með stórfenglegri danssýningu áður en föstudagsballið sívinsæla hófst með DAS-bandinu. Ekki hægt að segja annað en að dagurinn hafi verið frábær í alla staði þótt veðrið hafi strítt okkur aðeins á meðan á göngunni stóð.

 

 

Með því að smella á linkinn hér fyrir neðan má horfa á glæsilega tilburði Emblu á gólfinu

https://www.facebook.com/100000098481074/videos/1232413160105288/

 

 

 

Lesa meira...

Saga Valsdóttir 10 ára starfsafmæli á Hrafnistu í Reykjavík

F.v. Sigrún, Saga, Dagný og Pétur.
Lesa meira...

 

Saga Valsdóttir, félagsliði á Sólteigi Hrafnistu í Reykjavík, hefur starfað á Hrafnistu í 10 ár. 

Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.

 

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri: Sigrún Stefánsdóttir forstöðumaður Hrafnistu í Reykjavík, Saga, Dagný Jónsdóttir deildarstjóri á Sólteigi og Pétur Magnússon forstjóri Hrafnistu.

 

 

 

 

Lesa meira...

Gjöf til Hrafnistu í Reykjavík og Hrafnistu í Kópavogi frá Thorvaldsenskonum

Lesa meira...

Thorvaldsensfélagið gaf á dögunum Hrafnistu í Reykjavík og Hrafnistu í Kópavogi Master Turner snúningslak en mikil ánægja hefur verið með þau á  Hrafnistu í Hafnarfirði. Lakið býður meðal annars upp á þann möguleika að nota lyftara til að aðstoða við snúning. Slíkt dregur úr líkamlegu álagi á starfsmann auk þess sem það er mun þægilegra fyrir þann einstakling sem getur ekki snúið sér sjálfur í rúmi. Thorvaldsensfélagið fagnar stórafmæli í ár, en það er 115 ára gamalt. Thorvaldsenskonur opnuðu bazarinn við Austurstræti 4 árið 1901 og hafa rekið hann alla tíð síðan. Allur ágóði af sölu bazarsins rennur til góðgerðamála. Við hvetjum alla til að kíkja við á bazarnum ef þið eigið leið framhjá, þar sem mikið er til af fallegum vörum og ekki skemmir fyrir að ágóðinn renni til góðgerðamála. Hrafnista í Reykjavík og Kópavogi þakka kærlega fyrir gjöfina sem mun koma að góðum notum og hefur mikið verið óskað eftir.

 

Sigurður Helgason 15 ára starfsafmæli á Hrafnistu

F.v. Pétur og Sigurður.
Lesa meira...

 

Sigurður Helgason, forstöðulæknir Hrafnistu, hefur starfað á Hrafnistu í 15 ár. 

Um leið og við óskum honum til hamingju með áfangann er honum þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hann hefur sýnt heimilinu.

 

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri: Pétur Magnússon forstjóri Hrafnistu og Sigurður Helgason.

 

 

 

 

 

 

Lesa meira...

Margrét K. Guðmundsdóttir 15 ára starfsafmæli Hrafnistu í Reykjavík

F.v. Harpa, Margrét og Pétur.
Lesa meira...

 

Margrét K. Guðmundsdóttir, starfsmaður í bókhaldi Hrafnistu í Reykjavík, hefur starfað á Hrafnistu í 15 ár. 

Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.

 

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri: Harpa Gunnarsdóttir fjármálastjóri, Margrét og Pétur Magnússon forstjóri Hrafnistu.

 

 

 

 

 

 

Lesa meira...

Síða 149 af 175

Til baka takki