Fréttasafn

Vetrarhátíð á Hrafnistu Hafnarfirði

Lesa meira...

 

Föstudaginn 4. nóvember sl. var haldin vetrarhátíð á Hrafnistu í Hafnarfirði. Valgerður Guðnadóttir sá um veislustjórn og hélt uppi fjörinu ásamt Helga M. Hannessyni, sem sá um undirleik og Böðvar Magnússon spilaði undir borðhaldi. Í lokin spilaði DAS bandið af sinni alkunnu snilld á fjörugu balli. Hátíðin var vel lukkuð og gleðin skein úr hverju andliti eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.

 

 

Lesa meira...

Gjafir til Hrafnistu Hlévangi og Hrafnistu Nesvöllum

F.v. Þuríður, Guðlaug, Þorbjörg, Áslaug og Hrafnhildur.
Lesa meira...

 

Lionessuklúbbur Keflavíkur kom færandi hendi á Hrafnistu Hlévangi þar sem þær gáfu tvo hægindastóla og á Hrafnistu Nesvöllum þar sem þær gáfu hárþvottabakka, við þökkum þeim kærlega fyrir.

 

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri: Þuríður Elísdóttir hjúkrunardeildarstjóri Nesvalla, Guðlaug Gunnarsdóttir hjúkrunardeildarstjóri Hlévangs og frá Lionessunum Þorbjörg Pálsdóttir, Áslaug Bersveinsdóttir og Hrafnhildur Gunnarsdóttir.

 

 

 

Lesa meira...

Haustfagnaður á Hrafnistu Nesvöllum Reykjanesbæ

Lesa meira...

 

Fimmtudaginn 27. október sl. fór fram haustfagnaður á Hrafnistu Nesvöllum í Reykjanesbæ. Þórhallur Sigurðsson sá um veislustjórn og naut aðstoðar frá góðum gamalkunnum félögum sem litu við hver af öðrum og skemmtu gestum.

 

 

 

Lesa meira...

Alzheimerkaffi fimmtudaginn 3. nóvember í Hæðargarði 31

Lesa meira...

 

Alzheimerkaffi verður haldið fimmtudaginn 3. nóvember nk. kl. 17:00 að Hæðargarði 31.

Sólborg Sumarliðadóttir, hjúkrunarfræðingur verður með erindi um það „Að eldast heima“ - Hvaða aðstoð og aðstæður þurfa að vera til staðar?

 

Alzheimerkaffi er fyrir fólk með alzheimer eða aðra minnissjúkdóma og aðstandendur þeirra

Markmiðið er að gefa fólki tækifæri til að koma saman, opna umræðuna um erfiðleika fólks með þennan sjúkdóm og gefa þeim og aðstandendum kost á að hitta aðra sem glíma við svipaðan vanda.

Einnig að veita ráðgjöf, fræðslu, spjalla, syngja, gleðjast og eiga gæðastundir. 

 

Aðgangseyrir 500 kr.

Boðið er uppá kaffi og meðlæti.

Allir velkomnir!

 

Sjá nánari auglýsingu með því að smella hér

Síða 140 af 175

Til baka takki