Fréttasafn

Alzheimer kaffi fimmtudaginn 1. desember í Hæðargarði 31

Lesa meira...

Alzheimer kaffi verður haldið fimmtudaginn 1. desember nk. kl. 17:00 að Hæðargarði 31.

Edda Andrésdóttir, fréttamaður og rithöfundur, les úr bók sinni Í öðru landi sem fjallar um það hvernig Alzheimer sjúkdómurinn náði tökum á föður hennar.

 

Alzheimerkaffi er fyrir fólk með alzheimer eða aðra minnissjúkdóma og aðstandendur þeirra

Markmiðið er að gefa fólki tækifæri til að koma saman, opna umræðuna um erfiðleika fólks með þennan sjúkdóm og gefa þeim og aðstandendum kost á að hitta aðra sem glíma við svipaðan vanda.

Einnig að veita ráðgjöf, fræðslu, spjalla, syngja, gleðjast og eiga gæðastundir. 

 

Aðgangseyrir 500 kr.

Boðið er uppá kaffi og meðlæti.

Allir velkomnir!

 

Ólöf B. Sveinsdóttir 15 ára starfsafmæli á Hrafnistu Hafnarfirði

F.v. Pétur forstjóri Hrafnistu og Ólöf
Lesa meira...

 

Ólöf B. Sveinsdóttir, starfsmaður í aðhlynningu á Ölduhrauni Hrafnistu í Hafnarfirði, hefur starfað á Hrafnistu í 15 ár. Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.

 

 

 

 

 

 

 

 

Lesa meira...

Sóley Ösp Vilhjálmsdóttir nýr aðstoðardeildarstjóri á Hrafnistu Kópavogi

Lesa meira...

 

Sóley Ösp Vilhjálmsdóttir hjúkrunarfræðingur hefur verið ráðin aðstoðardeildarstjóri á Hrafnistu Kópavogi. Sóley útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur frá HÍ 2008 og hefur starfað við hjúkrun síðan. Hún hefur góða reynslu af öldrunarhjúkrun og hefur bæði starfað á hjúkrunarheimilum hér heima og í Danmörku. Áður en Sóley hóf störf sem hjúkrunarfræðingur á Hrafnistu Kópavogi í mars 2016 starfaði hún á vöknun (12-A) og gjörgæsludeild (12-B) á Landspítalanum.

Við bjóðum Sóley Ösp velkomna í stjórnendahóp Hrafnistu.

 

 

 

 

 

Lesa meira...

Pétur Thorsteinsson 10 ára starfsafmæli á Hrafnistu í Reykjavík

F.v. Pétur, Pétur Thorsteinsson og Sigurður.
Lesa meira...

 

Pétur Thorsteinsson, læknir á Hrafnistu í Reykjavík, hefur starfað á Hrafnistu í 10 ár. Um leið og við óskum honum til hamingju með áfangann er honum þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hann hefur sýnt heimilinu.

 

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri: Pétur Magnússon forstjóri Hrafnistu, Pétur Thorsteinsson og Sigurður Helgason forstöðulæknir Hrafnistu.

 

 

 

 

 

 

 

Lesa meira...

Helena Björk Jónasdóttir 15 ára starfsafmæli á Hrafnistu í Hafnarfirði

F.v. Pétur, Helena og Bryndís
Lesa meira...

 

Helena Björk Jónasdóttir, íþróttakennari á Hrafnistu í Hafnarfirði, hefur starfað á Hrafnistu í 15 ár. Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.

 

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri: Pétur Magnússon forstjóri Hrafnistu, Helena og Bryndís F. Guðmundsdóttir deildarstjóri sjúkraþjálfunar.

 

 

 

 

 

 

 

 

Lesa meira...

Jensína Andrésdóttir fagnaði 107 ára afmæli á Hrafnistu í Reykjavík í dag

Lesa meira...

 

Jensína Andrésdóttir, sem búið hefur á Hrafnistu í Reykjavík í tvo áratugi, eða frá árinu 1997, fagnaði í dag 107 ára afmæli sínu með vinum og ættingjum á Hrafnistu og var glatt á hjalla eins og vænta mátti. Jensína er ættuð úr Austur-Barðastrandarsýslu, nánar tiltekið frá Þórisstöðum í Þorskafirði í Reykhólahreppi, þar sem hún fæddist 10. nóvember árið 1909. Óhætt er því að segja að Jensína muni tímana tvenna. Á Þórisstöðum voru sautján í heimili, foreldrar og fimmtán systkini. Jensína fór snemma að heiman til vinnu í sveit við Ísafjarðardjúp, þar sem hún var í tvo vetur. Jensína fluttist fljótlega til Reykjavíkur þar sem hún hefur búið síðan við ýmis þjónustustörf auk þess að sinna ræstingum, m.a. á ýmsum læknastofum borgarinnar. Jensína er sá íbúi sem hefur náð hæstum aldri í tæplega 60 ára sögu Hrafnistu.

 

Lesa meira...

Síða 139 af 175

Til baka takki