Fréttasafn

Opnun á myndlistarsýningu Þórdísar Kristinsdóttur Hrafnistu Hafnarfirði

Lesa meira...

Í dag var opnuð, á Hrafnistu í Hafnarfirði, myndlistarsýning Þórdísar Kristinsdóttur. Þórdís mun vera sannkallaður gaflari og mjög fær listakona.

 

Sýningin verður opin frá og með fimmtudeginum 15. október til 18. nóvember 2015

Þórdís Kristinsdóttir er fædd árið 1930 í Hafnarfirði þar sem hún hefur alið allan sinn aldur. 
Hún lærði í Listaskólanum við Hamarinn og var ein af fyrstu nemendum skólans. Þórdís hefur einnig numið í Myndlistaskólanum í Reykjavík og hjá listamönnunum Þorra Hringssyni og Jean Antoine Posocco. Hún hefur sótt ýmis myndlistarnámskeið í Reykjavík og Hafnarfirði.
Þórdís hefur tekið þátt í nokkrum samsýningum en fyrsta einkasýning hennar var í Gallerí Jörð, Hafnarfirði í október árið 2000.

Upplýsingar um sýninguna fást hjá Þórdísi í síma 861 3072 en einnig má fá upplýsingar hjá Böðvari Magnússyni í síma 892 7393.

 

Lesa meira...

Fyrirlestur á Hrafnistu í Hafnarfirði

Lesa meira...

Lára G. Sigurðardóttir, fræðslustjóri Krabbameinsfélagsins, hélt fróðlegan fyrirlestur á Hrafnistu í Hafnarfirði í gær um heilsuna, svefninn og áhrifaþætti sem hafa áhrif á heilsuna okkar. Íbúar fjölmenntu í Menningarsalinn og voru ánægðir með fræðsluna.

Lesa meira...

Síða 143 af 153

Til baka takki