Fréttasafn

Hrönn Öndundardóttir nýr deildarstjóri á Ölduhrauni Hrafnistu Hafnarfirði

Hrönn Önundardóttir
Lesa meira...

 

Hrönn Önundardóttir hefur verið ráðin hjúkrunardeildarstjóri á Ölduhrauni Hrafnistu Hafnarfirði.

Hrönn lauk B.Sc. prófi í hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands árið 1996 og diplómagráðu í starfstengdri siðfræði frá sama skóla árið 2006. Árið 2015-2016  stundaði hún nám í  verkefnastjórnun og leiðtogaþjálfun á vegum símenntunar Háskólans á Akureyri og VogL.

Hrönn gegndi stöðu hjúkrunarforstjóra á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Uppsölum á Fáskrúðsfirði frá árinu 2011 til 2016, en tekur nú við stöðu hjúkrunardeildarstjóra Ölduhrauns þann 5. nóv. n.k.

Við bjóðum Hrönn hjartanlega velkomna til starfa á Hrafnistu.

 

 

 

 

Lesa meira...

Bleiki dagurinn á Hrafnistu - föstudaginn 14. október

Lesa meira...

 

Októbermánuður er tileinkaður Bleiku slaufunni, árveknis- og fjáröflunarátaki Krabbameinsfélags Íslands gegn krabbameinum hjá konum.

Undanfarin ár hefur Bleiki dagurinn notið sívaxandi vinsælda í hinum bleika októbermánuði. Í ár er hann haldinn föstudaginn 14. október nk. Þennan dag eru allir landsmenn hvattir til að sýna samstöðu, klæðast bleiku og hafa bleikt í fyrirrúmi.

Hrafnistuheimilin leggja svo sannarlega sitt af mörkum því þessa dagana er starfsfólk í óða önn að færa heimilin í bleikan búning og skreyta með ýmsu bleiku. Að sjálfsögðu höldum við svo upp á Bleika daginn með formlegum hætti með því að hvetja heimilisfólk og starfsfólk á Hrafnistu til að taka þátt og klæðast einhverju bleiku þennan dag.

 

 

 

 

Lesa meira...

Ólína Bjarnadóttir 10 ára starfsafmæli á Hrafnistu í Hafnarfirði

F.v. Þóra, Ólína og Pétur.
Lesa meira...

 

 

Ólína Bjarnadóttir, sjúkraliði á Ölduhrauni Hrafnistu Hafnarfirði, hefur starfað á Hrafnistu í 10 ár. Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.

 

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri: Þóra Gunnlaugsdóttir deildarstjóri á Ölduhrauni, Ólína og Pétur Magnússon forstjóri Hrafnistu.

 

 

 

 

Lesa meira...

Nilanka I. Dewage 15 ára starfsafmæli á Hrafnistu í Hafnarfirði

F.v. Pétur, Árdís Hulda, Nilanka og Þóra.
Lesa meira...

 

Nilanka I. Dewage, starfsmaður í býtibúri á Ölduhrauni Hrafnistu Hafnarfirði, hefur starfað á Hrafnistu í 15 ár. 

Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.

 

 

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri: Pétur Magnússon forstjóri Hrafnistu, Árdís Hulda Eiríksdóttir forstöðumaður Hrafnistu í Hafnarfirði, Nilanka og Þóra Gunnlaugsdóttir deildarstjóri á Ölduhrauni.

 

 

 

 

Lesa meira...

Haustfagnaður á Hrafnistu í Kópavogi 6. október

Lesa meira...

 

Í gærkvöldi fór fram haustfagnaður á Hrafnistu í Kópavogi. Þar var mikið um dýrðir og veislustjóri kvöldsins var enginn annar en Þórhallur Sigurðsson sem fór á kostum eins og honum einum er lagið. Kokkar Hrafnistu reiddu fram dýrindis krásir og á eftir var slegið upp dansleik.

 

 

 

Lesa meira...

Kristín Bjarnadóttir 25 ára starfsafmæli á Hrafnistu í Hafnarfirði

F.v. Pétur, Kristín, Þóra og Árdís Hulda.
Lesa meira...

 

Kristín Bjarnadóttir, starfsmaður í aðhlynningu á Ölduhrauni Hrafnistu Hafnarfirði, hefur starfað á Hrafnistu í 25 ár. 

Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.

 

 

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri: Pétur Magnússon forstjóri Hrafnistu, Kristín Bjarnadóttir, Þóra Gunnlaugsdóttir deildarstjóri á Ölduhrauni og Árdís Hulda Eiríksdóttir forstöðumaður Hrafnistu í Hafnarfirði.

 

 

 

 

 

 

Lesa meira...

Síða 143 af 175

Til baka takki