Fréttasafn

Whales of Iceland með kynningu á Hrafnistu

Lesa meira...

Í vikunni fengum við góða gesti frá safninu Whales of Iceland til okkar á Hrafnistu. Þau höfðu meðferðis hvalabein og voru með góða kynningu á þessum risum hafsins og skapaðist mikil umræða um munina. Á eftir buðu þau upp á rútuferð á safnið, í samvinnu við rútufyrirtækið Snæland Grímsson, þar sem að fólk fékk skemmtilega kynningu í rólegu og nútímalegu umhverfi safnsins og þáðu svo kaffi að kynningu lokinni. Okkar fólk var í skýjunum yfir þessari frábæru ferð og brostu út að eyrum við heimkomu. Við þökkum Whales of Iceland fyrir þessa frábæru heimsókn og boð á safnið.

 

 

Lesa meira...

Kór Áslandsskóla í heimsókn á Hrafnistu í Hafnarfirði

Lesa meira...

Kór Áslandsskóla heimsótti Hrafnistu í Hafnarfirði þann 12. desember sl. og söng nokkur jólalög og stúlkur úr 7. bekk lásu ljóð um Grýlu fyrir heimilisfólkið. Í kórnum eru krakkar í 1. - 4. bekk Áslandsskóla. Söngurinn vakti mikla lukku og tók heimilisfólkið vel undir með þeim.

Myndir: Hjördís Ósk

 

 

 

Lesa meira...

Nýr forstöðumaður Hrafnistu Reykjanesbæ og forstöðumaður Hrafnistu Garðabæjar - Ísafold

F.v. Hrönn Ljótsdóttir og Þuríður Elísdóttir
Lesa meira...

Ágæta samstarfsfólk,

Í gær samþykkti bæjarráð Garðabæjar að ljúka gerð samninga við okkur hér á Hrafnistu um að við tækjum yfir starfsemi hjúkrunarheimilisins Ísafoldar í Garðabæ. Við tökum formlega við þar þann 1. febrúar á næsta ári en fram að þeim tíma verður unnið af kappi við að undirbúa þessar breytingar. Hrafnistuheimilin verða því sex á næsta ári.

Vegna þessa, verða nú um áramótin, þær breytingar hjá okkur að Hrönn Ljótsdóttir, sem verið hefur forstöðumaður Hrafnistu Reykjanesbæ, lætur af störfum þar og tekur að sér að vera forstöðumaður Hrafnistu Garðabæ – Ísafold.

Hrönn er sjúkraliði, félagsráðgjafi og með diplóma í opinberri stjórnsýslu fyrir stjórnendur í heilbrigðisþjónustu og hefur starfað lengi hjá Hrafnistuheimilunum. Hún hefur víðtæka reynslu af öldrunarmálum, stýrði Hrafnistu í Kópavogi fyrstu þrjú árin og hefur verið forstöðumaður í Reykjanesbæ frá opnun þar árið 2014.

Á sama tíma mun Þuríður Elísdóttir, sem verið hefur deildarstjóri Hrafnistu Nesvalla í Reykjanesbæ, taka við sem forstöðumaður Hrafnistu í Reykjanesbæ og stýra þá bæði starfsemi okkar á Nesvöllum og Hlévangi. Þuríður, er hjúkrunarfræðingur að mennt og hefur starfað lengi í öldrunarþjónustunni. Hún var deildarstjóri Garðvangs frá 2004 en hóf þar störf árið 1999. Hún hefur svo verið deildarstjóri Hrafnistu á Nesvöllum frá opnun heimilisins árið 2014.

Við breytinguna fjölgar um einn aðila í framkvæmdaráði Hrafnistu þegar Þuríður tekur þar sæti. Í framkvæmaráði sitja auk forstjóra, fjármálastjóri, framkvæmdastjóri heilbrigðissviðs og forstöðumenn allra hjúkrunarheimila Hrafnistu.

Um leið og þakka Hrönn fyrir glæst störf í þágu aldraðra og  okkar í Reykjanesbænum, bíð ég hana velkomna í stjórnunarstarf fyrir okkar hönd í Garðabænum.

Þuríði óska ég til hamingju með nýja starfið og sendi henni góðar óskir í nýjum viðfangsefnum sem ég er sannfærður um að hún á eftir að standa sig mjög vel í að vinna úr.

 

Pétur Magnússon

Forstjóri Hrafnistu

 

Hrafnista tekur við starfsemi Ísafoldar í Garðabæ

Lesa meira...

 

Bæjarráð Garðabæjar samþykkti í gær að fela bæjarstjóra að undirbúa gerð samnings við Hrafnistu um að Hrafnista taki við rekstri Ísafoldar, hjúkrunarheimilis frá 1. febrúar 2017.

Viðræður Garðabæjar og Hrafnistu hafa staðið yfir frá því um miðjan nóvember og í morgun tók bæjarráð jákvætt í tillögu sem gerir ráð fyrir að Hrafnista taki starfsemina að sér frá 1. febrúar 2017.

Af hálfu Garðabæjar hefur verið lögð áhersla á að við rekstri Ísafoldar taki aðili með umfangsmikla þekkingu og reynslu sem geti leitt áframhaldandi framþróun á starfseminni. Gunnar Einarsson bæjarstjóri segir það sína sannfæringu að því markmiði verði náð með samningi við Hrafnistu. „Ég tel það afar góðan kost að Hrafnista taki við rekstri Ísafoldar. Þar er mikil sérþekking og reynsla til staðar sem á eftir að koma starfseminni og íbúum okkar á Ísafold til góða.“

Garðabær hefur rekið hjúkrunarheimilið Ísafold frá árinu 2013 en þar búa 60 einstaklingar. Undanfarið ár hefur Garðabær átt í viðræðum við ríkið um að það taki við rekstrinum en þær viðræður skiluðu ekki árangri. Í framhaldi af því fól bæjarráð bæjarstjóra í nóvember sl. að kanna möguleikann á að þriðji aðili kæmi að rekstrinum. 

Boðað hefur verið til fundar um málið með starfsmönnum Ísafoldar í dag. Einnig verður fundað með heimilisfólki og aðstandendum þeirra á næstunni.

 

Það verður því ánægjulegt að fá Hrafnistu númer sex í hópinn okkar þann 1. febrúar n.k.

Nánari upplýsingar verða kynntar síðar.

 

Lesa meira...

Jólakaffi á Sjávar- og Ægishrauni Hrafnistu Hafnarfirði

Lesa meira...

 

Starfsfólkið á Sjávar- og Ægishrauni bauð heimilisfólkinu sínu í jólakaffi, miðvikudaginn 7. desember sl. Starfsfólkið kom með veitingarnar og bauð upp á heitt súkkulaði með rjóma og einnig var boðið upp á Sherrystaup. Birgitta Björt starfsmaður á Sjávar- og Ægishrauni spilaði undir á gítar og starfsfólkið söng nokkur jólalög fyrir heimilisfólkið. Jólakaffið heppnaðist mjög vel og voru bæði heimilismenn og starfsmenn mjög ánægð með samveruna.

 

Texti og myndir: Hjördís Ósk

 

Lesa meira...

Jólabingó á Hrafnistu í Hafnarfirði

Lesa meira...

 

Hið árlega jólabingó var haldið á Hrafnistu í Hafnarfirði þann 7. desember s.l. Þátttaka var mjög góð og allir skemmtu sér konunglega.
Við viljum þakka Bónus, Fjarðarkaup, Stoð, Fastus, Eirberg, Freyju, Góu, Guju söluaðila Volare, 121 ehf. og Pennanum kærlega fyrir veittan stuðning.


Myndir: Harpa Björgvinsdóttir deildarstj iðjuþjálfunar og félagsstarfs
Frétt: Kristín Margrét Ívarsdóttir aðstoðarm. iðjuþjálfa.

 

Lesa meira...

Síða 136 af 175

Til baka takki