Fréttasafn

Háskólaskemmtun á Hrafnistu í Reykjavík

Lesa meira...

Hópur úr verkefnastjórnun í Háskóla Íslands stóð fyrir viðburði á kaffihúsinu Skálafelli, Hrafnistu í Reykjavík í vikunni. Kórfélagar úr Söngskóla Sigurðar Demetz sungu og Háskólakórinn brýndi raust sína. Óperusöngvarar tóku lagið og lesin voru ljóð. Dansarar frá Háskólanum stigu einnig á stokk og sýndu dans við glymjandi rokkmúsík. Lífleg og skemmtileg uppákoma sem viðstaddir heimilismenn höfðu gaman af að njóta. 

 

Lesa meira...

Kósý sunnudagur á Hrafnistu í Hafnarfirði

Lesa meira...

Starfsfólkinu á Sjávar- og Ægishrauni, Hrafnistu Hafnarfirði, áskotnaðist svolítið af suðusúkkulaði um helgina sem ákveðið var að nýta í að búa til heitt súkkulaði. Að sjálfsögðu var það svo borið fram með þeyttum rjóma.

 Eins og sjá má á myndunum vakti þetta mikla lukku meðal heimilisfólks.

 

Lesa meira...

Alþjóðlegur dagur iðjuþjálfunar - kynning á starfsemi Hrafnistu Hafnarfirði

Lesa meira...

Í tilefni af alþjóðlegum degi iðjuþjálfunar þann 27. október sl. stóð iðjuþjálfunin á Hrafnistu í Hafnarfiði að kynningu á starfsemi sinni.

Á kynningunni mátti sjá m.a. sýnishorn frá ýmsum meðferðarformum, hjálpartækjum og matstækjum. Einnig var hægt að  skoða myndir frá daglegu starfi iðjuþjálfa.

Allir voru velkomnir og var ánægjulegt að sjá hversu vel tókst til og voru gestir mjög áhugasamir.

Hér má sjá nokkrar myndir af uppstillingunum.

Lesa meira...

Framtíðarþing um farsæla öldrun

Lesa meira...

Framtíðarþing um farsæla öldrun verður haldið í Þjónustumiðstöð aldraðra á Selfossi, Grænumörk 5, mánudaginn 16. nóvember nk. kl. 16:30 - 20:30.

 

MARKMIÐ ÞINGSINS:

Skapa umræðu meðal áhugasamra um öldrunarmál, væntingar og viðhorf til efri áranna.

Vekja jákvæða athygli á eldri borgurum, stöðu þeirra og hvernig þeir líta á mál sín til framtíðar.

 

Óskað er eftir þátttakendum úr eftirfarandi hópum:

75 ára og eldri

55-75 ára

55 ára og yngri

Starfsfólk sem tengist öldrunarmálum

 

Skráning sendist á netfangið  This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða í síma 693 9508 eigi síðar en 10. nóvember nk. Athugið að takmarkaður fjöldi er í hverjum hóp. Taka þarf fram nafn, kennitölu og síma. Þátttaka er öllum heimil og án endurgjalds.

Boðið verður upp á veitingar.

 

Sjá nánar meðfylgjandi auglýsingu

Alþjóðlegur dagur iðjuþjálfunar 27. október 2015

Lesa meira...

Sæl öll

Í dag er alþjóðlegur dagur iðjuþjálfunar og í tilefni dagsins langar mig til að fræða ykkur aðeins um iðjuþjálfun.

Nokkrir fróðleiksmolar um iðjuþjálfun í tilefni af Alþjóðlegum degi iðjuþjálfunar, 27. október 2015:

Vissir þú að ……..???

 

Iðjuþjálfafélag Íslands var stofnað 1976 – stofnfélagar voru 10 konur – félagsmenn eru nú um 300  – með stéttarfélags-, fag- eða nemaaðild. http://www.ii.is/

Árið 2016 verður félagið 40 ára og í tilefni afmælisins verður haldin ráðstefna í byrjun mars 2016.

Iðjuþjálfun er kennd við Háskólann á Akureyri – kennsla hófst 1997 og fyrstu „íslensku“ iðjuþjálfarnir luku námi 2001 http://www.unak.is/

Iðjuþjálfun við HA er 4ra ára BSc-nám

Fyrir tilkomu námsbrautar við HA lærðu Íslendingar iðjuþjálfun erlendis – flestir á Norðurlöndunum, en einnig í Bretlandi, Bandaríkjunum og Ástralíu.

Alheimssamtök iðjuþjálfa WORLD FEDERATION OF OCCUPATIONAL THERAPISTS voru stofnuð 1952 , http://www.wfot.org/

Stærsti vinnustaður iðjuþjálfa á Íslandi er Landspítali og þar eru iðjuþjálfar starfandi á eftirtöldum starfsstöðvum: Fossvogur, Grensás, Landakot, Hringbraut (vefrænar- og geðdeildir), Barna- og unglingageðdeild, Kleppur.

Annar stór vinnustaður iðjuþjálfa er Endurhæfingarmiðstöðin Reykjalundur. Þar starfa iðjuþjálfar á eftirtöldum sviðum: hjartasviði, lungnasviði, geðsviði, gigtarsviði, verkjasviði, hæfingarsviði, taugasviði, næringar- og offitusviði og sviði atvinnulegrar endurhæfingar.

Iðjuþjálfar eru starfandi í mörgum sveitarfélögum víðs vegar um landið og er starfssvið þeirra þar í leik- og grunnskólum.

Starfsendurhæfing er ört vaxandi þjónusta og byggir á þeirri hugsun að meta færni, en ekki óvinnufærni eða örorku. Iðjuþjálfar eru víða starfandi í starfsendurhæfingu, s.s. hjá Janus og Hugarafli og Starfsendurhæfingarsjóðnum VIRK og sem starfsendurhæfingarráðgjafar hjá stéttarfélögum. 

Á Æfingastöð SLF, Þroska- og hegðunarstöð og Greiningarstöð vinna iðjuþjálfar með börnum sem glíma við  færnivanda af ýmsum toga og fjölskyldum þeirra og veita ráðgjöf til skóla og leikskóla barnsins.

Iðjuþjálfar starfa í álverinu á Reyðarfirði og í Straumsvík við vinnuvernd.

Iðjuþjálfar eru starfandi á flestum öldrunarheimilum á Íslandi og það er starfandi faghópur í öldrunarþjónustu innan iðjuþjálfafélagsins.

 

Á Hrafnistu starfa 6 iðjuþjálfar: Sigurbjörg Hannesdóttir og Þorgerður Kristín Guðmundsdóttir Hrafnistu í Reykjavík. Sigurbjörg Hannesdóttir Hrafnista í Kópavogi.

Guðrún Jóhanna Hallgrímsdóttir, María Ósk Albertsdóttir og Harpa Björgvinsdóttir Hrafnistu í Hafnarfirði. Erla Durr Magnúsdóttir Hrafnistu í Reykjansbæ.

 

 

Ykkur til upplýsinga læt ég fylgja2 stutt myndbönd um iðjuþjálfun.

 

Hvað er iðjuþjálfun? https://www.youtube.com/watch?v=ZKdA8QzdAlo#action=share

 

Hvað er iðjuþjálfun? https://www.youtube.com/watch?v=ETcPH5-LmDw

 

 

Kær kveðja

Sigurbjörg Hannesdóttir

Deildarstjóri iðjuþjálfunar

Hrafnista Reykjavík og Kópavogur

 

 

Ljósmyndir frá haustfagnaði á Hrafnistu Nesvöllum fimmtudaginn 22. október

Lesa meira...

Haustfagnaður var haldinn á Hrafnistu Nesvöllum í gær, fimmtudaginn 22. október. Gestir snæddu dýrindis máltíð að hætti matreiðslumeistara Hrafnistu. Veislustjóri var Sigurður Grétar Sigurðsson, Þjóðlagasveitin Hrafninn lék nokkur lög og Dói og Baldvin léku fyrir dansi af sinni alkunnu snilld.

 

Meðfylgjandi eru myndir frá haustfagnaðinum.

 

 

Lesa meira...

Síða 141 af 153

Til baka takki