Fréttasafn

Bingó á Hrafnistu í Hafnarfirði

Lesa meira...

 

Í gærkvöldi héldu Linonsklúbburinn  Kaldá og Lionsklúbburinn Ásbjörn bingó fyrir heimilisfólk á Hrafnistu í Hafnarfirði. Mjög góð þátttaka var í bingóinu og margir flottir vinningar í boði. Þökkum Lionsmönnum kærlega fyrir komuna.

 

Myndir tók: Kristin Margrét, aðstoðarmaður iðjuþjalfa.

 

Lesa meira...

Alþjóðlegur dagur iðjuþjálfunar - Sigurbjörg Hannesdóttir iðjuþjálfi á Hrafnistu í Reykjavík skrifar

Lesa meira...

 

Í dag, 27. október, er alþjóðlegur dagur iðjuþjálfunar.

Í tilefni dagsins skrifaði formaður Iðjuþjálfafélags Íslands grein í Fréttablaðinu sem ég hvet ykkur öll til að lesa : http://www.visir.is/althjodlegur-dagur-idjuthjalfunar/article/2016161029105

 

Ég tók sama nokkra fróðleiksmola um stéttina sem mig langar til að deila með ykkur.

Vissir þú að ……..???

Iðjuþjálfafélag Íslands var stofnað 1976 – stofnfélagar voru 10 konur – félagsmenn eru nú yfir 300  – með stéttarfélags-, fag- eða nemaaðild. www.sigl.is

Iðjuþjálfafélag Íslands á 40 ára afmæli í ár.

Iðjuþjálfun er kennd við Háskólann á Akureyri – kennsla hófst 1997 og fyrstu „íslensku“ iðjuþjálfarnir luku námi 2001 www.unak.is

Iðjuþjálfun við HA er 4ra ára BSc-nám

Fyrir tilkomu námsbrautar við HA lærðu Íslendingar iðjuþjálfun erlendis – flestir á Norðurlöndunum, en einnig í Bretlandi, Bandaríkjunum og Ástralíu.

Alheimssamtök iðjuþjálfa: WORLD FEDERATION OF OCCUPATIONAL THERAPISTS

Stærsti vinnustaður iðjuþjálfa á Íslandi er Landspítali og þar eru iðjuþjálfar starfandi á eftirtöldum starfsstöðvum: Fossvogur, Grensás, Landakot, Hringbraut (vefrænar- og geðdeildir), Barna- og unglingageðdeild, Kleppur.

Annar stór vinnustaður iðjuþjálfa er Endurhæfingarmiðstöðin Reykjalundur. Þar starfa iðjuþjálfar á eftirtöldum sviðum: hjartasviði, lungnasviði, geðsviði, gigtarsviði, verkjasviði, hæfingarsviði, taugasviði, næringar- og offitusviði og sviði atvinnulegrar endurhæfingar.

Iðjuþjálfar eru starfandi í mörgum sveitarfélögum víðs vegar um landið og er starfssvið þeirra þar í leik- og grunnskólum.

Starfsendurhæfing er ört vaxandi þjónusta og byggir á þeirri hugsun að meta færni, en ekki óvinnufærni eða örorku. Iðjuþjálfar eru víða starfandi í starfsendurhæfingu, s.s. hjá Janus og Hugarafli og Starfsendurhæfingarsjóðnum VIRK og sem starfsendurhæfingarráðgjafar hjá stéttarfélögum. 

Á Æfingastöð SLF, Þroska- og hegðunarstöð og Greiningarstöð vinna iðjuþjálfar með börnum sem glíma við  færnivanda af ýmsum toga og fjölskyldum þeirra og veita ráðgjöf til skóla og leikskóla barnsins.

 

 

9 iðjuþjálfar starfa á Hrafnistu heimilunum:

Hrafnista Reykjavík: Sigurbjörg Hannesdóttir deildarstjóri, Inga Guðrún Sveinsdóttir og Þorgerður Kristín Guðmundsdóttir.

Hrafnista Hafnarfjörður: Harpa Björgvinsdóttir deildarstjóri, Geirlaug D. Oddsdóttir aðstoðardeildarstjóri, Marsibil Anna Jóhannsdóttir og Kristín Thomsen.

Hrafnista Kópavogur: Svanborg Guðmundsdóttir deildarstjóri.

Hrafnista Reykjanesbær: Erla Dürr Magnúsdóttir deildarstjóri.

 

 

Bestu kveðjur,

Sigurbjörg Hannesdóttir

Deildarstjóri iðjuþjálfunar

Hrafnista Reykjavík

 

 

Heimsókn frá Kína á Hrafnistu í Reykjavík

Lesa meira...

 

Á hverju ári tekur Hrafnista á móti fjölda gesta sem hefur áhuga á að kynna sér starfsemina. Þó flestir í þeim hópi séu Íslendingar, eru alltaf reglulega gestir hjá okkur sem koma erlendis frá. Aðallega eru erlendu gestirnir frá Evrpóu en í dag heimsótti Hrafnistu í Reykjavík sendinefnd frá Shanghai í Kína. Hópurinn fékk kynningu á Hrafnistu og íslenska velferðarkerfinu en fór auk þess í skoðunarferð um heimilið.

Kínversku gestunum leist vel á starfsemi okkar og færðu okkur forláta styttu af apa að gjöf en nú er ár apans þar í landi. Meðfylgjandi myndir voru teknar í heimsókninni og gaman er að sjá kynningartexta um Hrafnistu á kínversku sem útbúinn var fyrir nokkrum árum en þetta mun vera í þriðja sinn á síðustu tíu árum sem kínverskir gestir sækja Hrafnistu heim.

 

Lesa meira...

Haustfagnaður á Hrafnistu Reykjavík 20. október

Lesa meira...

 

Í gærkvöldi fór fram haustfagnaður á Hrafnistu í Reykjavík. Veislustjóri kvöldsins var Valgerður Guðnadóttir sem tók m.a. lagið við undirleik Helga M. Hannessonar. Eftir kvöldverðinn var svo slegið upp balli með Sighvati Sveinssyni.

 

 

 

Lesa meira...

Síða 141 af 175

Til baka takki