Fréttasafn

Guðfinna Eðvardsdóttir ráðin hjúkrunardeildarstjóri Hrafnistu Hlévangi frá 1. janúar nk.

Guðfinna Eðvardsdóttir
Lesa meira...

 

Guðfinna Eðvardsdóttir hefur verið ráðin hjúkrunardeildarstjóri Hrafnistu Hlévangi frá 1. janúar næstkomandi. Guðfinna starfaði sem læknaritari við Heilbrigðisstofnun Suðurnesja frá 1995 til 2005. Útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur B.Sc. frá Háskólanum á Akureyri árið 2009. Starfaði sem hjúkrunarfræðingur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja við heimahjúkrun og á lyf- og handlækningadeild 2009-2010. Kom til starfa á Hlévangi 2010 sem þá var rekið af Dvalarheimili aldraðra á suðurnesjum, Guðfinna hefur starfað hjá Hrafnistu frá því að Hrafnista tók við rekstrinum árið 2014. Frá hausti 2016 hefur Guðfinna starfað sem aðstoðardeildarstjóri á Hlévangi. Jafnframt starfaði Guðfinna á Lærdal alders og sjukeheim í Noregi árið 2014. Samhliða hjúkrun hef hún starfað sem flugfreyja undanfarin ár.

Síðastliðið haust hefur Guðfinna stundað diplomanám í stjórnun í heilbrigðisþjónustu við Háskólann á Akureyri.

Guðlaug Gunnarsdóttir sem hefur gengt stöðu hjúkrunardeildarstjóra frá því í haust snýr aftur í sína stöðu sem aðstoðardeildarstjóri.

Við bjóðum Guðfinnu velkomna í stjórnendahóp Hrafnistu.

 

 

 

Lesa meira...

Sigríður Rós Jónatansdóttir ráðin hjúkrunardeildarstjóri á Hrafnistu Nesvöllum

Sigríður Rós Jónatansdóttir
Lesa meira...

 

Sigríður Rós Jónatansdóttir hefur verið ráðin hjúkrunardeildarstjóri Hrafnistu Nesvöllum. Sigríður Rós, sem er fædd 1980,  hefur starfað við aðhlynningu frá árinu 2000 – 2005 og sem sjúkraliði á Garðvangi sem þá var rekið af  Dvalarheimili aldraðra á suðurnesjum frá árinu 2005 – 2013. Sigríður lauk BS prófi í hjúkrunarfræði árið 2013 frá Háskólanum á Akureyri og starfaði á Garðvangi, þar til Hrafnista tók við rekstrinum. Samhliða starfi sem hjúkrunarfræðingur hjá Dvalarheimilum aldraðra á suðurnesjum starfaði hún við skólahjúkrun í Gerðaskóla árin 2013 -2014. Sigríður hefur starfað á Nesvöllum frá opnum árið 2014, auk þess hefur Sigríður starfað á bráða- og legudeild HSS á sumrin. Sigríður lauk diplóma námi í stjórnun frá Háskólanum á Akureyri í desember 2016.

 

Við bjóðum Sigríði velkomna í stjórnendahóp Hrafnistu.

 

 

 

Lesa meira...

Hið árlega sherrý sund á Hrafnistu í Hafnarfirði

Lesa meira...

 

Föstudaginn 16. desember sl. var hið árlega sherrý sund sjúkraþjálfunar Hrafnistu í Hafnarfirði. Raggi Bjarna söng sig inn í hjörtu áheyrenda og Þorgeir Ástvaldsson spilaði undir af sinni alkunnu snilld. Það er ekki hægt að segja annað en að vel hafi verið mætt og skemmti fólk sér vel eins og meðfylgjandi myndir bera með sér. 

 

Frétt: Harpa Björgvinsdóttir 
Myndir: Hjördís Ósk Hjartardóttir

 

 

Lesa meira...

Lionsbingó á Hrafnistu í Hafnarfirði

Lesa meira...

Lionsmenn heimsóttu Hrafnistu í Hafnarfirði þann 15. desember sl. hlaðnir flottum vinningum og gjöfum og spiluðu bingó með heimilisfólkinu okkar. Við þökkum þeim kærlega fyrir heimsóknina.


Myndir tók Kristin Margrét aðstoðarm. iðjuþjálfa.

 

 

Lesa meira...

Hrefna Ásmundsdóttir nýr aðstoðardeildarstjóri á Ölduhrauni Hrafnistu Hafnarfirði

Lesa meira...

 

Hrefna Ásmundsdóttir hjúkrunarfræðingur hefur verið ráðin aðstoðardeildarstjóri á Ölduhrauni Hrafnistu í Hafnarfirði frá og með 1. janúar 2017. Hrefna hefur undanfarin ár starfað sem hjúkrunarfræðingur á Hrafnistu en flytur sig nú í stöðu aðstoðardeildarstjóra.

Við óskum Hrefnu hjartanlega til hamingju og bjóðum hana velkomna í stjórnendahóp Hrafnistu.

 

 

Lesa meira...

Jóla pílumót á Hrafnistu í Kópavogi

Lesa meira...

Jóla pílumót Hrafnistu í Kópavogi var haldið dag, föstudaginn 16 desember. Stjórnað af Kötu „pílu“.

Vinningshafi í þetta sinn var Sigga Sóley. Annað sætið hreppti Sjöfn og í þriðja sæti var Gerður.

Til hamingju allar saman!

 

 

Lesa meira...

Teresa og Edward 10 og 15 ára starfsafmæli á Hrafnistu í Reykjavík

F.v. Pétur, Teresa, Sigrún, Edward og Aðalbjörg.
Lesa meira...

Teresa Pellowska, starfsmaður í ræstingu Hrafnistu í Reykjavík, hefur starfað á Hrafnistu í 10 ár. Edward Polejowski, einnig starfsmaður í ræstingu á Hrafnistu í Reykjavík, hefur starfað á Hrafnistu í 15. Um leið og við óskum þeim til hamingju með áfangann er þeim þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem þau hafa sýnt heimilinu.

 

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri: Pétur Magnússon forstjóri, Teresa, Sigrún Stefánsdóttir forstöðumaður Hrafnistu í Reykjavík, Edward og Aðalbjörg Úlfarsdóttir ræstingarstjóri.

 

 

Lesa meira...

Gjöf til Hrafnistu í Reykjanesbæ

Lesa meira...

Hrafnistu í Reykjanesbæ barst höfðingleg gjöf í vikunni frá Kvenfélagi Keflavíkur - 150,000 kr.

Ákveðið hefur verið að  fjárfesta í CRP mælir en slíkt tæki mælir sýkingafactor í blóði sem auðveldar greiningu á sýkingu.

 

Meðfylgjandi mynd frá afhendingu gjafarinnar þar sem Þuríður Elísdóttir, deildarstjóri á Hrafnistu Nesvöllum (þriðja frá vinstri), veitti gjöfinni viðtöku.

 

 

 

Lesa meira...

Síða 135 af 175

Til baka takki