Fréttasafn

Ingunn Hrönn Sigurðardóttir 10 ára starfsafmæli á Hrafnistu

F.v. Pétur, Ingunn og Hrönn.
Lesa meira...

 

Ingunn Hrönn Sigurðardóttir, félagsliði á Ölduhrauni Hrafnistu í Hafnarfirði, hefur starfað á Hrafnistu í 10 ár. Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.

 

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri: Pétur Magnússon forstjóri, Ingunn og Hrönn Önundardóttir deildarstjóri á Ölduhrauni.

 

 

Lesa meira...

Áhugavert málþing um iðjuþjálfun í öldrun haldið fimmtudaginn 5. apríl

Lesa meira...

 

Áhugavert málþing um iðjuþjálfun í öldrun, á vegum Hrafnistu, verður haldið fimmtudaginn 5. apríl nk. kl. 13:00 - 16:00 á Hrafnistu í Hafnarfirði. Nánari dagskrá verður auglýst síðar en áhugasamir eru hvattir til að taka daginn frá.

Skráning er hafin á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

 

Lesa meira...

Tímabundnar breytingar á deildarskipulagi Hrafnistu í Reykjavík - Engey/Viðey/Lækjartorg

Lesa meira...

Í rúm tvö ár hafa hjúkrunardeildirnar Engey, Viðey og Lækjartorg á Hrafnistu í Reykjavík, verið reknar saman sem ein starfseining undir sömu stjórn. Í fjarveru deildarstjóra og vegna flókinna staðsetninga hjúkrunardeildanna hefur verið ákveðið að gera tímabundnar breytingar á skipulagi deildarinnar. Einingarnar Engey og Viðey annars vegar og Lækjartorg hins vegar verða aðskildar deildir í skipulagi og starfi, til reynslu, til 1. september þegar Eygló Tómasdóttir deildarstjóri snýr aftur úr fæðingarorlofi.

Fram til 1. september verður Lækjartorg áfram undir stjórn Birnu Einarsdóttur, sem nú gegnir starfi deildarstjóra.

Margrét Malena Magnúsdóttir hjúkrunarfræðingur hefur verið ráðin verkefnastjóri deildanna Engey og Viðey og verður daglegur stjórnandi þar til 1. september. Margrét hóf störf á Hrafnistu 2007 en hefur starfað sem hjúkrunarfræðingur undanfarin ár á Miklatorgi hér á Hrafnistu í Reykjavík. Hún útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur frá Háskóla Íslands 2010 og með diplomagráðu í öldrunarhjúkrun frá HÍ árið 2017.

 

Lesa meira...

Guðlaug Oddný Sigmundsdóttir 20 ára starfsafmæli á Hrafnistu

Lesa meira...

 

Guðlaug Oddný Sigmundsdóttir, starfsmaður í aðhlynningu á Sjávar- og Ægishrauni Hrafnistu Hafnarfirði, hefur starfað á Hrafnistu í 20 ár. Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.

 

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri: Árdís Hulda Eiríksdóttir forstöðumaður Hrafnistu í Hafnarfirði, Guðlaug, Hjördís Ósk Hjartardóttir deildarstjóri á Sjávar- og Ægishrauni og Pétur Magnússon forstjóri. 

 

Lesa meira...

Hrafnista í Kópavogi fær veglega gjöf

Lesa meira...

 

Nýlega kom Kiwanisklúbburinn Mosfell færandi hendi á Hrafnistu í Kópavogi. Þeir Kiwanisfélagar afhentu heimilinu nýtt flutningshjálpartæki sem kallast Sara Stedy. Tækið er mjög hjálplegt fyrir íbúa sem geta staðið í fætur en e.t.v. ekki gengið lengri vegalendir. Starfsfólk notar tækið til að aðstoða íbúa að flytja sig úr rúmi í stól á aðveldan hátt. Með því að íbúinn taki virkan þátt í að stíga í fætur eykur það blóðflæði og liðleika og hefur jákvæð áhrif á meltingu, vöðvatónus ofl. Sara Stedy er fyrirferðalítið og þægilegt í notkun fyrir íbúa og starfsfólk.

Meðfylgjandi mynd var tekin við afhendinguna en það voru Rebekka Ingdadóttir, deildarstjóri hjúkrunar á Hrafnistu Kópavogi og Pétur Magnússon, forstjóri Hrafnistu sem veittu tækinu viðtöku. Þau eru á myndinni ásamt nokkrum félögum Kiwanisklúbbsins Mosfells. Eru þeim félögum í Mosfelli færðar kærar þakkir frá okkur á Hrafnistu fyrir þetta glæsilega framlag.

 

Lesa meira...

Síða 104 af 175

Til baka takki