Fréttasafn

Sjálfboðaliðar á Hrafnistuheimilunum

Lesa meira...

Við á Hrafnistu erum mjög lánsöm að eiga sjálfboðaliða sem koma og veita íbúum okkar ómetnalega aðstoð við ýmis verk.

Á Hrafnistu Nesvöllum t.d. koma þrjár yndislegar konur reglulega til okkar sem sjálfboðaliðar. Þær Hrafnhildur og Særún koma og aðstoða okkur við að fara með íbúana okkar í sjúkraþjálfun, en fyrir þá sem ekki vita er sjúkraþjálfunin staðsett í kjallaranum og er því um töluvert langar vegalengdir að ræða fyrir íbúana okkar. Ein kær vinkona okkar hún Imma átti maka á Nesvöllum sem lést í upphafi árs árið 2016 en hefur haldið ómetanlegri tryggð við okkur og íbúa einingarinnar sem eiginmaður hennar var á. Imma kemur oft á fimmtudögum og er að aðstoða okkur við að fara með íbúana okkar í helgistund sem eru í sal þjónustumiðstöðvarinnar og einnig á létta föstudaga sem haldnir eru í salnum. Það er ekki bara þessi verk sem þær létta undir með okkur heldur eru þetta svo mikil gæði sem þær eru að veita íbúunum okkar með samtölum sínum og nærveru. Er þetta ómetanleg aðstoð sem við fáum frá þessum yndislegu konum.

 

 

Lesa meira...

Arndís Birgisdóttir 35 ára starfsafmæli á Hrafnistu

F.v. Árdís Hulda, Arndís og Pétur.
Lesa meira...

Arndís Birgisdóttir hefur starfað á Hrafnistu í 35 ár, nú síðustu ár á þjónustuborðinu á Hrafnistu í Hafnarfirði. Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.

 

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri: Árdís Hulda Eiríksdóttir forstöðumaður Hrafnistu í Hafnarfirði, Arndís og Pétur Magnússon, forstjóri Hrafnistuheimilianna. 

 

Lesa meira...

Sólveig Hauksdóttir 15 ára starfsafmæli á Hrafnistu

F.v. Sigrún, Sólveig, Pétur og Birna.
Lesa meira...

 

Sólveig Hauksdóttir, sjúkraliði á Lækjartorgi Hrafnistu í Reykjavík, hefur starfað á Hrafnistu í 15 ár. Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.

 

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri: Sigrún Stefánsdóttir forstöðumaður Hrafnistu í Reykjavík og Sólveig.

Fyrir aftan þær standa Pétur Magnússon forstjóri og Birna M. Einarsdóttir deildarstjóri á Lækjartorgi.

 

Lesa meira...

Listaverk eftir börn á leikskólanum Norðurbergi á Björtum dögum í Hafnarfirði

Lesa meira...

Á aðalgangi og í borðsal 1. hæðar á Hrafnistu í Hafnarfirði eru nú komin upp listaverk eftir börnin á leikskólanum Norðurbergi í tilefni af Björtum dögum. Þau koma árlega til okkar með listaverk sem að þau hafa búið til og fáum við að njóta þeirra á meðan á Björtum dögum stendur (og kannski aðeins lengur). 
Við hvetjum fólk til að gefa sér tíma og skoða þessi frábæru listaverk ef þið eigið leið um Hrafnistu í Hafnarfirði.

 

Lesa meira...

Páskamessa á Hrafnistu Nesvöllum

Lesa meira...

Páskamessa var haldin á Nesvöllum á páskadag. Séra Sigurður Grétar Sigurðsson sá um helgihaldið. Notaleg helgistund var haldin í vikunni á Hraunsvík þar sem Sigurður Grétar tók fram gítarinn.

 

Lesa meira...

Samstarfsverkefni Hrafnistu í Hafnarfirði og leikskólans Norðurbergs

Lesa meira...

Í vikunni hófst samstarfsverkefnið „pokalaus leikskóli“ milli Hrafnistu í Hafnarfirði og leikskólans Norðurbergs. Börnin komu í heimsókn með efni sem þau voru búin að safna fyrir verkefnið og tók starfsfólk og heimilisfólk á móti þeim. Samstarfsverkefnið er svo þannig að heimilisfólk, þjónustunotendur og starfsfólk munu sauma einfaldar töskur fyrir börnin til að setja í fatnað og annað sem þarf til að fara á milli heimilis og leikskóla. Ætlunin er að byrja á því að vinna í þessu verkefni í næstu viku og munum verða á fimmtudögum eftir hádegi. Við vonumst til að sem flestir sjái sér fært að taka þátt, annað hvort með vinnuframlagi eða bara skemmtilegu spjalli á meðan unnið er. 

Lesa meira...

Stefán H. Stefánsson og Ólafur B. Ólafsson með tónleika á Hrafnistu í Hafnarfirði

Lesa meira...

Þeir Stefán Helgi Stefánsson tenórsöngvari og Ólafur B. Ólafsson tónlistarmaður héldu tónleika á Hrafnistu í Hafnarfirði síðasta vetrardag í tilefni Bjartra daga í Hafnarfirði.  Þeir rifjuðu upp nokkur lög frá þeim Hauk Morthens, Alfreð Clausen og Sigurði Ólafssyni við góðar undirtektir. Við þökkum þeim félögum góða stund.

Með því að smella á linkinn hér fyrir neðan má hlýða á söng Stefáns við undirspil Ólafs. 

https://www.facebook.com/handverksheimili/videos/2003538269910049/

 

Lesa meira...

Síða 99 af 175

Til baka takki