Fréttasafn

HÚH æft á Hrafnistu í Hafnarfirði

Lesa meira...

26. júní 2018 er merkisdagur að mörgu leiti. Heimilsfólk og starfsfólk á Hrafnistu í Hafnarfirði fögnuðu því að Guðni forseti er fimmtugur í dag og víkingaklappið var æft í Menningarsalnum undir stjórn Helenu íþróttarkennara. Í Súðinni á 5.hæðinni stjórnuðu Íris sjúkraþjálfari og Harpa iðjuþjálfi leikfimi og virkni eftir hádegi. En það var ekki einungis haldið upp á afmæli forsetans heldur var boðið í pönnukökuveislu á 5. hæðinni vegna þess að í dag á Stefán Hilmarsson söngvari einnig afmæli. Heimilisfólkið okkar hafði mjög gaman að þessu uppátæki. Pönnukökurnar sem Skúlína bakaði slógu í gegn og gleðin skein úr öllum andlitum. Áfram Ísland!

 

https://www.facebook.com/1272543458/videos/10216355505101550/

 

Myndir tók  Hjördís Ósk deildarstjóri á Sjávar- og Ægishrauni.

 

Lesa meira...

Upphitun á Hrafnistu fyrir HM 2018

Lesa meira...

Það var mikil stemning í morgun á Hrafnistu í Hafnarfirði þar sem upphitun fór fram fyrir leik Íslands og Nígeríu. 

 

https://www.facebook.com/handverksheimili/videos/2037581233172419/

https://www.facebook.com/handverksheimili/videos/2037583939838815/

 

Hrafnistuheimilin í Reykjavík, Hafnarfirði, Kópavogi, Reykjanesbæ og Garðabæ eru öll skreytt á ýmsan hátt með íslensku fánalitunum og fólk fylgist með HM af miklum áhuga. Í dag klæðast margir af  heimilis- og starfsfólki Hrafnistu íslensku landsliðsteyjunni eða einhverju bláu. ?

Lesa meira...

Golfklúbbur starfsmanna Hrafnistu

Lesa meira...

Starf Golfklúbbs Hrafnistu árið 2018

Á Hrafnistu hefur undanfarin 13 ár verið starfræktur golfklúbbur meðal starfsmanna.

Haldinn hefur verið einn stjórnarfundur frá síðasta aðalfundi, 4. apríl  2018.

 

Stórn golfklúbbsins skipa:

Formaður:  Þórdís Sigurðardóttir

Gjaldkeri: Ásgeir Ingvason

Ritari: Kristján Sveinsson

Meðstjórnandi: Unnur Óladóttir

 

Fyrsta púttmót ársins var haldið miðvikudaginn 13. júní 2018 á púttvellinum við Hrafnistu í Reykjavík með 13 þátttakendum.

  1. verðlaun hlaut Steingrímur V. Haraldsson á 60 höggum.
  2. verðlaun hlaut Hanna Björg Kjartansdóttir á 64 höggum.
  3. verðlaun hlaut Gunnar Valbjörn Jónsson á 66 höggum.

1. verðlaun voru 8.000 kr. gjafabréf, 2. verðlaun voru 6.000 kr. gjafabréf og 3. verðlaun voru 4.000 kr. gjafbréf. Gafabréfin eru öll í Golfbúðinni.

Dregið var úr öllum skorkortum og fengu því allir eitthvað í sinn hlut.
Verðlaunin voru af ýmsum toga s.s. mynddiskar frá Myndform,  hvítvíns- og rauðvínsflöskur og gjafabréf frá Pennanum. 

 Um klukkan 18.50 var öllu lokið og allir fóru heim glaðir í bragði eftir skemmtilegt púttmót.

Golfmót verður haldið 27. júní 2018 kl.17:00 í Oddi.  

Kvennahlaup á Hrafnistu Reykjavík

Lesa meira...

Hið árlega Kvennahlaup var haldið á Hrafnistu Reykjavík í blíðskaparveðri miðvikudaginn 20. júní. Mætingin var með besta móti, enda sólin hátt á lofti og ekki ský á himni. Að venju var byrjað á léttri upphitun og þátttakendur gátu svo valið á milli tveggja vegalengda til að fara. Þegar komið var í mark var tekið á móti þátttakendum með verðlaunapeningum og svo var boðið upp á létta hressingu, íspinna, ávaxtasafa og súkkulaði. Kvennahlaupið er alltaf vinsæll viðburður á Hrafnistu og gaman að sjá svona marga taka þátt.

 

Lesa meira...

Íbúar á Hrafnistu í Kópavog og Hrafnistu í Garðabæ-Ísafold kepptu í Boccia

Lesa meira...

Íbúar á Hrafnistu Garðabæ-Ísafold buðu íbúum og gestum í dagdvöl Hrafnistu Kópavogi í Boccia keppni þann 18. júní sl. 

Hart var barist en í þetta sinn hafði Kópavogurinn betur og tók farandsbikarinn með sér heim, en Ísafoldar-fólkið stefnir á að sækja hann heim næsta haust.

Eftir keppnina var keppendum boðið upp á kaffi og bakkelsi þar sem tækifæri gafst til að fara yfir leikinn og skipuleggja þann næsta.

Við á Hrafnistu í Garðabæ þökkum þeim í Kópavoginum fyrir drengilega keppni og hlökkum til að mæta þeim aftur síðar.

 

Lesa meira...

Kráarkvöld á Hrafnistu í Reykjanesbæ

Lesa meira...

 

Hrafnista á Nesvöllum og Hlévangi var með kráarkvöld fimmtudagskvöldið 14. júní sl. þar sem milli 70-80 manns áttu skemmtilega kvöldstund saman. Bandið Heiður spilaði fyrir gesti og hélt uppi miklu fjöri.

 

Lesa meira...

Síða 94 af 175

Til baka takki