Fréttasafn

Tækifæri í heilsueflandi þjónustu

Lesa meira...

Nýlega hófst bygging þjónustumiðstöðvar, hjúkrunarheimilis og leiguíbúða fyrir aldraða, við Sléttuveg í Reykjavík. Í þjónustumiðstöðinni verður margs konar þjónusta í boði fyrir íbúa í hverfinu, bæði þá sem búa í húsunum sem tengjast miðstöðinni beint, sem og þá sem búa í nágrenninu. Meðal þess sem gert er ráð fyrir í miðstöðinni er heilsueflandi þjónusta af ýmsu tagi, eins og sjúkraþjálfun, líkamsrækt, ráðgjöf og fræðsla um heilsu. Reiknað er með um 400 m2 fyrir reksturinn, auk þess sem hægt er að samnýta aðra aðstöðu í miðstöðinni, eins og t.d. fundaraðstöðu, matsal, búningsaðstöðu, móttöku og fleira. Starfsemi mun hefjast í húsunum í byrjun árs 2020.

 

Nú er hafin leit að áhugasömum aðilum vilja taka þátt í að þróa og reka þessa starfsemi, en þeir sem hafa áhuga á að kynna sér þetta tækifæri betur er bent á að hafa samband við Jón Grétar Magnússon verkefnastjóra, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Lesa meira...

Sumargrill á Hrafnistu í Hafnarfirði

Lesa meira...

Hið árlega sumargrill var haldið í hádeginu þann 5. júlí fyrir íbúa og starfsfólk á Hrafnistu í Hafnarfirði. Hátt í 400 manns gæddu sér á grillmat og nutu góða veðursins. Grillvagninn sá til þess að allir fengu ljúffengan mat og Hlynur Ben trúbador hélt uppi stemmingunni með ljúfum tónum.

 

Myndir: Hreinn Magnússon

Lesa meira...

Skipstjóri 27 ára og kallaður „kallinn“

Lesa meira...

Ægir Franzson var skipstjóri á togaranum Þerney RE 101. Hann fór í land er skipið var selt úr landi á síðasta ári. Ægir var aðeins fjórtán ára gamall þegar hann hóf sjómennsku og síðan er liðin rúm hálf öld. Reyndar má færa rök fyrir því að Ægir hafi stundað sjómennsku frá sjö ára aldri, því á æskuárum sínum í Flatey á Breiðafirði fór hann gjarnan á sjó með afa sínum, Sveini Jónssyni.

http://hrafnista.is/skjol/Sjomannadagsbladid2018/#8

 

Lesa meira...

Sumarhátíð á Hrafnistu Hlévangi Reykjanesbæ

Lesa meira...

Hrafnista hélt sína árlegu sumarhátíð á Hlévangi í hádeginu í gær. Boðið var upp á grillaðan kjúkling og lambakjöt ásamt meðlæti. Hjörleifur úr bandinu Heiður spilaði vel valin lög fyrir íbúa og starfsfólk. Þó að sólin skín ekki skært þessa dagana þá skín hún skært í hjörtum íbúa Hlévangs.

 

Lesa meira...

Sumarhátíð á Hrafnistu Nesvöllum Reykjanesbæ

Lesa meira...

Hrafnista hélt sína árlegu sumarhátíð á Nesvöllum í hádeginu í gær. Boðið var upp á grillaðan kjúkling og lambakjöt með öllu tilheyrandi. Þrátt fyrir sòlarleysið komu um 150 manns og nutu þess að borða góðan mat og hlusta á Hjörleif úr bandinu Heiður flytja nokkur vel valin íslensk lög.

 

Lesa meira...

Tiltektardagar á Hrafnistu í Hafnarfirði

Lesa meira...

Dagana 20. - 22. júní fóru fram tiltektardagar á Hrafnistu í Hafnarfirði. Starfsfólk fór í gegnum skápa, skúffur, ganga, vaktherbergi og alrými.

Settur var upp skiptimarkaður þar sem hlutir og/eða skrautmunir sem starfsfólk deilda voru orðin leið á og vildu losna við í skiptum við annað dót á skiptimarkaðnum frá öðrum deildum sem var þá hægt að nýta sem „nýjan“ hlut á deildinni.

 

Lesa meira...

Síða 93 af 175

Til baka takki