Föstudagsmolar

Föstudagsmolar eru vikulegur pistill sem forstjóri Hrafnistu skrifar með upplýsingum til starfsfólks um það sem er efst á baugi í starfsemi Hrafnistuheimilanna. Öðru hverju eru ýmsir úr stjórnendahópi Hrafnistu fengnir sem gestahöfundar föstudagsmola.
 
 
 
 

Föstudagsmolar 2. september 2022 - Gestahöfundur er Harpa Hrund Albertsdóttir verkefnastjóri gæða- og öryggismála

Lesa meira...

Molarnir að sinni verða með breyttu sniði og ætlum við að fara saman í átak sem ber heitið ofurþjónustu september. Flestir hafa náð að endurnæra sig í sumarfríum sínum og því tilvalið að starta haustinu með smá skemmtun.Trúið mér – þetta verður skemmtileg tilbreyting frá hversdagsleikanum ásamt því að þetta mun gleðja og glæða mörg hjörtu. Í reynd er þetta afar einfalt en með ofurþjónustu september þá ætlum við öll sem eitt að fara saman í þetta átak út septembermánuð. Það sem við ætlum að gera er að fara fram úr væntingum samstarfsmanna, íbúa og aðstandenda – taka þessi aukaskref sem þarf. Jafnvel fyrir lengra komna að taka þetta með út af vinnustaðnum og í einkalífið.

Ofurþjónsta getur verið ansi margt og ætlunin er að reyna á hverjum degi að gera eitthvað eitt góðverk/fara fram úr væntingum, dæmi um það:

- Að gefa Siggu/Sigga íbúa smá knús í morgunsárið því þú veist að það mun gleðja hana/hann

- Hrósa samstarfsmanni eða íbúa. Dæmi:

  • Hrósa íbúa fyrir fallegt hár, vera í fallegum fötum, fyrir að vera alltaf yndisleg/ur o.s.frv.
  • Hrósa samstarfsmanni fyrir að vera stundvís, duglegur í vinnu, hvernig hann kemur fram við aðra o.s.frv.

- Staldra við og virkilega hlusta og meðtaka það sem samstarfsmaður, íbúi eða aðstandandi er að segja þér

- Bjóðast til að gera eitthvað verkefni sem annar starfsmaður á að sinna

Dæmin eru mörg en þetta eru bara nokkur dæmi til að koma ykkur í gírinn. Ég lofa ykkur að þetta mun gleðja ykkur óstjórnlega og það mun fara ylur um hjarta ykkar við þessi auka skref sem þið munið taka. Í þokkabót mun þetta smita út frá sér og gleðja þá sem þið gerið þetta fyrir sem mun síðan smitast út til annarra.

Góða helgi!

Harpa Hrund Albertsdóttir, hjúkrunarfræðingur og verkefnastjóri öryggis- og gæðamála á heilbrigðissviði.

 

Lesa meira...

Síða 19 af 330

Til baka takki