Top header icons

Fyrir starfsfólk
Örugg skjalamótttaka Örugg skjalamótttaka Fyrir starfsfólkHrafnista á Facebook

 
 
 
 

Föstudagsmolar 19. ágúst 2022 - María Fjóla Harðardóttir, forstjóri

b_250_250_16777215_00_images_frettir_2022_gildi-Hrafnistu_molar-mfh-22.02.2022.jpeg

Kæru samstarfsfélagar,

Velkomin aftur til baka eftir sumarfrí ? Það er svolítið eins og Hrafnista sjálf sé að koma líka til baka með ykkur. Við höfum verið svo heppin að fá að kynnast frábæru nýju starfsfólki sem leysti okkur af í sumar og hluti af þeim ætlar svo að verða áfram með okkur í haust. Ég hlakka til að kynnast ykkur betur.

Haustið 2022
Hvað er svo framundan hjá okkur? Jú við ætlum í sameiningu að hefja vinnu við að framfylgja framtíðarsýn Hrafnistu sem er að veita íbúum okkar bestu mögulegu þjónustu, enn betri en nú, og búa okkur öllum frábæran vinnustað. En til þess þarf hvert og eitt okkar að taka þátt. Við verðum ekki betri en veikasti hlekkurinn. Við ætlum einnig að vera sá staður þar sem aðstandendur og aðrir gestir finna að þeir séu velkomnir og þeir upplifi ástvini sína örugga. Til að þetta verði að veruleika þurfum við að vinna sem ein heild. Við gerðum það í Covid, þannig að ég veit að við getum þetta vel. Hafið samt engar áhyggjur því við munum leiða ykkur í gegnum hvert einasta skref í áttina að gera framtíðarsýn okkar raunverulega og höfum við strax stigið fyrsta skrefið sem er að hengja upp gildi Hrafnistu, en við förum einnig betur yfir það í haust hvernig við ætlum svo að nýta okkur þessi gildi í okkar starfi.

Bætt þjónusta tengt tannheilsu íbúa á Hrafnistu
Einhver ykkar hafa nú þegar hitt hana Kolbrúnu Sif, nýjan verkefnastjóra á heilbrigðissviði Hrafnistu, sem mun leiða nýtt og spennandi verkefni sem varðar tannheilsu íbúa Hrafnistu. Hún mun gera það í samstarfi við tannlækni og verður verkefnið kynnt nánar fyrir íbúum, stjórnendum, starfsfólki og aðstandendum næstu daga. Eins og við vitum öll þá skiptir tannheilsa gríðarlega miklu máli og er það mikill léttir að vita að þessi vinna sé nú þegar komin í gang.

ÁRSHÁTÍÐ HRAFNISTU 2022
Loksins, loksins, loksins verður árshátíð Hrafnistu að veruleika 15. október 2022!! Verið er að vinna hörðum höndum að því að undirbúa herlegheitin og eru það fulltrúar starfsmannafélaga hvers heimilis ásamt Huldu S. Helgadóttur, verkefnastjóra heilbrigðissviðs Hrafnistu, sem halda utan um skipulagið. En þar sem við erum fyrirtæki sem starfar allan sólarhringinn, alla daga ársins, verða ákveðnir starfsmenn að standa vaktina og munum við að sjálfsögðu sjá til þess að dekrað verði við þá!

Eigið dásamlega viku hvar sem þið eruð stödd í veröldinni.

 

Bestu kveðjur,

María Fjóla Harðardóttir,

Forstjóri Hrafnistu

 

 

 

 

 

 

Til baka takki

Þessi vefsíða notar kökur (cookies). Með því að halda áfram að nota vefinn, samþykkir þú þessa virkni vefsins.
Samþykkja kökur