Fréttasafn

50 árin nálgast!

F.v. Pétur, Sigrún, Guðlaug og Anna María
Lesa meira...

 

Guðlaug P. Sigurbjörnsdóttir, starfsmaður á Vitatorgi á Hrafnistu í Reykjavík var nýlega heiðruð að stjórnendum Hrafnistu. Saga Guðlaugar sem starfsmanns Hrafnistu er nánast einstök þar sem  síðar á þessu ári hefur Guðlaug starfað fyrir Hrafnistu í 50 ár. Guðlaug hóf störf á skrifstofum Hrafnistu 1967 og starfaði í fullu starfi fyrstu árin. Síðustu árin hafa íbúar á Vitatorgi fengið að njóta starfskrafta hennar.

50 ára starfsafmæli Guðlaugar verður svo fagnað síðar á árinu með pomp og prakt.

 

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri: Pétur Magnússon forstjóri Hrafnistu, Sigrún Stefánsdóttir forstöðumaður Hrafnistu í Reykjavík, Guðlaug og Anna María Friðriksdóttir deildarstjóri á Vitatorgi

 

 

Lesa meira...

Fréttatíminn fer með alvarlegar rangfærslur um íbúa Hrafnistu

Lesa meira...

 

Fréttatíminn fer með alvarlegar rangfærslur um íbúa Hrafnistu

Á forsíðu og innsíðu Fréttatímans í dag, föstudag, er fjallað um niðurstöðu héraðsdóms sem varða málefni íbúðaleigufélagsins Naustavarar ehf, dótturfélags Sjómannadagsráðs. Í umfjöllun blaðsins er því ítrekað haldið fram að málið varði Hrafnistu sem starfrækir sex hjúkrunar- og dvalarheimili fyrir aldraða á suðvesturhorni landsins.

Hér skal upplýst að fyrirsagnir blaðsins eins og „Hrafnista ofrukkaði íbúa“ og „Dæmdir til að þess að endurgreiða íbúum á Hrafnistu“ eiga við engin rök að styðjast og hörmum við þessi óvönduðu vinnubrögð Fréttatímans.

Jafnframt skal tekið fram að engar óeðlilegar eða ólöglegar gjaldtökur af íbúum Hrafnistu eiga sér stað og hafa ekki gert. Enginn fótur er fyrir fullyrðingum blaðsins enda er það gjald sem íbúar Hrafnistu greiða til heimilanna alfarið ákvarðað af ríkinu og Hrafnista á þar engan hlut að máli nema þann að annast innheimtuna fyrir ríkið.

Hrafnista lítur ofangreindar rangfærslur mjög alvarlegum augum og var þess krafist í morgun að Fréttatíminn leiðrétti þær strax. Netútgáfa blaðsins hefur nú verið leiðrétt en því miður er skaðinn orðinn þar sem dagblaðið er borið í hvert hús á höfuðborgarsvæðinu. Vonandi sér Fréttatíminn þó sóma sinn í að leiðrétta fréttina í næsta tölublaði með áberandi hætti.

Hrafnistu eru málefni íbúða Naustavarar ehf óviðkomandi enda þótt bæði félögin, Hrafnista og Naustavör, séu í eigu sama aðila, Sjómannadagsráðs. Á hjúkrunarheimilum Hrafnistu búa aldraðir einstaklingar sem njóta fjölbreyttrar þjónustu og umönnunar allan sólarhringinn og sýna opinberir mælikvarðar að sú þjónusta er í fremstu röð hér á landi. Íbúar í leiguíbúðum Naustavarar eru ekki á ábyrgð Hrafnistu enda þótt þeim standi til boða að kaupa ýmsa þjónustu sem veitt er á Hrafnistu, svo sem aðgang að mötuneyti, sundlaug og fleiru.

Óvönduð framsetning Fréttatímans er því miður til þess fallin að valda ibúum Hrafnistu og aðstandendum þeirra áhyggjum, algerlega að ástæðulausu. Við hörmum þau óþægindi sem þetta mál kann að hafa valdið íbúum Hrafnistu og aðstandendum þeirra, sem og starfsfólki Hrafnistuheimilanna.

Ég vona að þessi leiði misskilningur sé leiðréttur hér með og allir njóti helgarinnar og konudagsins með eins góðum hætti og mögulegt er.

 

17. febrúar 2017.

F.h. Hrafnistuheimilanna,

Pétur Magnússon

 

Lesa meira...

Bryndís Guðmundsdóttir 30 ára starfsafmæli á Hrafnistu í Hafnarfirði

F.v. Árdís Hulda, Bryndís og Pétur.
Lesa meira...

 

Bryndís Guðmundsdóttir, deildarstjóri sjúkraþjálfunar á Hrafnistu Hafnarfirði, hefur starfað á Hrafnistu í 30 ár. Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.

 

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstriÁrdís Hulda Eiríksdóttir forstöðumaður Hrafnistu í Hafnarfirði, Bryndís og Pétur Magnússon forstjóri. 

 

 

Lesa meira...

Jennifer P. Lucanas 15 ára starfsafmæli á Hrafnistu í Reykjavík

F.v. Eygló, Sigrún, Jennifer og Pétur.
Lesa meira...

 

Jennifer P. Lucanas, starfsmaður í aðhlynningu á Lækartorgi/Engey/Viðey Hrafnistu Reykjavík, hefur starfað á Hrafnistu í 15 ár. Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.

 

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstriEygló Tómasdóttir deildarstjóri Lækjartorg/Engey/Viðey, Sigrún Stefánsdóttir forstöðumaður Hrafnistu í Reykjavík, Jennifer og Pétur Magnússon forstjóri.

 

Lesa meira...

Síða 130 af 175

Til baka takki