Fréttasafn

Nýtt Hrafnistubréf komið út

Lesa meira...

 

Nýtt Hrafnistubréf er komið út en það er gefið út tvisvar á ári í um 2 þúsund eintökum.  Hrafnistubréfinu er dreift til heimilismanna Hrafnistuheimilanna og þjónustuíbúða Naustavarar sem staðsettar eru við Hrafnistuheimilin. Blaðinu er einnig dreift til annarra öldrunarheimila landsins og víðar.

Rafræna útgáfu af blaðinu má nálgast á forsíðu heimasíðunnar, í stiku hægra megin á síðunni. 

 

Lesa meira...

Þórdís Hreggviðsdóttir 50 ára starfsafmæli á Hrafnistu í Reykjavík

F.v. Pétur, Sigrún S., Sigrún K., Jóhannes, Dísa og Guðmundur.
Lesa meira...

 

Merkisatburður átti sér stað á Hrafnistu í Reykjavík í síðustu viku. En þá var haldið kveðjuhóf fyrir „Dísu í borðsalnum“ sem um leið er fyrsti starfsmaðurinn í 60 ára sögu Hrafnistuheimilanna sem nær því að hafa starfað hjá fyrirtækinu í 50 ár! Dísa byrjaði á Hrafnistu 18 ára gömul árið 1967 og kveður nú Hrafnistu eftir fjölbreyttan og merkan feril. Í tilefni tímamótanna var Dísu haldin mikil veisla - hún fékk 350.000 kr ferðainneign hjá ÚrvalÚtsýn í tilefni 50 ára starfsafmælisins, kveðjugjafir frá samstarfsfólki og Jóhannes Kristjánsson skemmtikratur kom og kitlaði hláturtaugar viðstraddra á meðan tertum og snittum var skolað niður með gosi, kaffi og einhverju sterkara.

Við þökkum Dísu kærlega fyrir samstarfið og  þökkum fyrir þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu í öll þessi ár.

 

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri: Pétur Magnússon forstjóri Hrafnistu, Sigrún Stefánsdóttir forstöðumaður Hrafnistu í Reykjavík, Sigrún Kjærnested verkstjóri í borðsal, Jóhannes Kristjánsson, Dísa og Guðmundur Hallvarðsson formaður Sjómannadagsráðs.

 

 

Lesa meira...

Stofnfundur Hollvinasamtaka Hrafnistu í Hafnarfirði fór fram 30. mars síðastliðinn.

Lesa meira...

Þann 30. mars síðastliðinn var haldinn stofnfundur Hollvinasamtaka Hrafnistu í Hafnarfirði. Mjög góð þátttaka var á fundinum og þar ríkti svo sannarlega samhugur meðal fundarmanna.

Hrafnista í Hafnarfirði tók til starfa árið 1977 og hefur þjónað Hafnfirðingum vel í gegnum tíðina. Velunnurum Hrafnistu í Hafnarfirði þótti því vel við hæfi á þessum merku tímamótum að stofnuð yrðu hollvinasamtök heimilisins. En eitt af markmiðum samtakanna er að styðja við starfsemi og velferð heimilisins.

Á stofnfundinum var kosið í stjórn sem mun leiða áfram starfsemi hollvinasamtakanna.

 

Stjórnina skipa þau Helga Magnúsdóttir, Magnús Gunnarsson, Ásta Ágústsdóttir, Sigríður Karlsdóttir og Geir Jónsson. Varamenn eru Brynjar Geirsson og Logi Gerisson. Skoðunarmenn reikninga eru Jórunn Jörundsdóttir og Jenný Forberg. Tengiliður fyrir hönd Hrafnistu í Hafnarfirði er Anna Björg Sigurbjörnsdóttir. 

 

                          Stjórn Hollvinasamtaka Hrafnistu í Hafnarfirði.

Lesa meira...

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri: Anna Björg Sigurbjörnsdóttir tengiliður fyrir hönd Hrafnistu, Geir Jónsson, Jórunn Jörundsdóttir, Helga Magnúsdóttir, Jenný Forberg, Sigríður Karlsdóttir, Ásta Ágústsdóttir og Magnús Gunnarsson. Með þeim á myndinni er Árdís Hulda Eiríksdóttir, forstöðumaður Hrafnistu í Hafnarfirði. 

Lesa meira...

Árshátíð Hrafnistu var haldin laugardaginn 25. mars síðastliðinn í Gullhömrum

Lesa meira...

 

Sameiginleg árshátíð starfsfólks allra Hrafnistuheimilanna var haldin í Gullhömrum laugardaginn 25. mars sl. Um 650 manns stútfylltu húsið og hefur árshátíð Hrafnistu aldrei verið fjölmennari og líklega aldrei verið betur heppnuð, þó margar hafi þær verið góðar.

Veislustjórar kvöldsins þau Saga Garðars og Steindi jr. fóru á kostum og boðið var upp á frábær skemmtiatriði. Kvöldið endaði svo með dansleik Magna og félaga í „Á móti sól“.

 

Á meðfylgjandi myndum frá árshátíðinni má sjá hversu gríðarlega góð stemning var í mannskapnum!

 

Lesa meira...

Síða 126 af 175

Til baka takki