Föstudagsmolar

Föstudagsmolar eru vikulegur pistill sem forstjóri Hrafnistu skrifar með upplýsingum til starfsfólks um það sem er efst á baugi í starfsemi Hrafnistuheimilanna. Öðru hverju eru ýmsir úr stjórnendahópi Hrafnistu fengnir sem gestahöfundar föstudagsmola.
 
 
 
 

Föstudagsmolar 5. júní 2015 - Gestaskrifari er Hrönn Ljótsdóttir, forstöðumaður Hrafnistu Reykjanesbæ

Grísaveisla, sangría og sjór.
 
Ég sit hér á pallinum mínum í sumarfríi og í sól og blíðu, hverjar eru líkurnar á því á Íslandi í dag? Jú sem betur fer kemur einn og einn sólardagur og allir fyllast bjartsýni. Þegar ég fór í fríið um síðustu helgi, voru sumarstarfsmenn óðum að koma inn, sumardagskrá heimilana að vera tilbúin, undirbúningur fyrir sumargróðursetningu komin á fullt skrið og sumarvinnu skýrslur tilbúnar. Og ekki má gleyma undirbúningi sjómannadagsins, en eins og venja er til á Hrafnistu er sá dagur haldin hátíðlegur ár hvert og eru þar heimilin í Reykjanesbæ engin undantekning. Það skal blása til kaffiboðs og tónleikahalds og eru íbúar og ættingjar boðnir velkomnir bæði á Nesvelli og á Hlévang.
 
Ég ætla samt ekki að taka neina áhættu með sólina og skella mér til Spánar í fríinu, eða eins og Laddi orti svo vel: 
 
Það jafnast ekkert á við það
 
að þruma sér í gott sólbað
 
og liggja á bekk með bland og bús
 
og bjórinn teyga úr líterskrús.
 
  
Á Spáni er gott að djamma og djúsa
 
diskótekunum á. Hei!
 
Sólbrenndur með ,,Quick Tan" brúsa.
 
Í sandölum og ermalausum bol.
 
 
Grísaveisla, sangría og sjór,
 
senjórítur, sjóskíði og bjór.
 
Nautaat og næturklúbbaferð,
 
nektarsýningar af bestu gerð.
 
 
Á Spáni er gott að djamma og djúsa
 
diskótekunum á. Hei!
 
Sólbrenndur með ,,Quick Tan" brúsa.
 
Í sandölum og ermalausum bol.
 
 
 
Hrönn Ljótsdóttir forstöðumaður Hrafnistu Reykjanesbæ.
 

Síða 315 af 330

Til baka takki