Top header icons

Örugg skjalamótttaka Örugg skjalamótttaka Fyrir starfsfólkHrafnista á Facebook

 
 
 
 

Föstudagsmolar 10. apríl 2015 - Pétur Magnússon forstjóri

Ég vona að þið hafið öll haft það gott um páskana og allir komi feitir og pattaralegir út úr hátíð súkkulaðiáts og annara lífsins lystisemda.
 
Meðalaldur fagfólks á Hrafnistu
Nú fyrir áramótin var haldið mjög áhugavert málþing um framtíðarmönnun á heilbrigðisstofnunum. Þar kom meðal annars fram að meðalaldur helstu starfstétta á hjúkrunarheimilum, eins og hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða, hefur verið að hækka. Til dæmis kom fram að stór hluti hjúkrunarfræðinga á Íslandi mun hætta störfum sökum aldurs á næstu fimm árum.
Ykkur til fróðleiks höfum við í framhaldinu verið að skoða málin hér á Hrafnistu. Meðal annars höfum við séð að um 20% hjúkrunarfræðinga á heimilunum er á aldrinum 60-70 ára. 76% sjúkraliða í Hafnarfirði er yfir 50 ára en um 50% á hinum heimilunum okkar.
Auk þess að við höfum áhuga á að greina aldurshópa starfsfólks betur til að sjá hvar við stöndum í samburði við aðra, er líka mjög hollt og gott fyrir okkur að velta aðins fyrir okkur hvernig hægt er að bregðast við þessari þróun. Við sem eru í öldrunar- og heilbrgiðsgeiranum eru jú í samkeppni við aðra geira atvinnulífsins um unga fólkið og þurfum auðvitað að standa okkur í þeirri samkeppni.
 
Hrafnista á ÍNN
Í febrúar kom fréttahaukurinn Ingvi Hrafn Jónsson í heimsókn á Hrafnistuheimilin og gerði fjóra sjónvarpsþætti um Sjómannadagsráð og starfsemi fyrirtækja þess eins og Hrafnistu, Happdrætti DAS og leiguíbúðir Naustavarar. Þessir þættir eru nú komnir í sýningu á sjónvarpsstöðinni ÍNN og lofar fyrsti þátturinn sannarlega góðu. Ingvi Hrafn var mjög hrifin af starfsemi okkar og vonandi skilar það sér í þáttunum sem eiga án efa eftir að skila jákvæðu sjónarhorni á starfsemi Hrafnistu út í samfélagið.
 
Starfsafmæli á Hrafnistu í apríl
Í apríl, rétt eins og í öðrum mánuðum ársins, er vaskur hópur starfsfólks Hrafnistu að fagna formlegu starfsafmæli.
Nú í apríl eru þetta eftirfarandi starfsmenn:
3 ára starfsafmæli: Harpa Lilja Björnsdóttir á Mánateig í Reykjavík, Kristín Una Pétursdóttir á Öldurhrauni og Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir á Sjávar-/Ægishrauni, báðar í Hafnarfirði og í Kópavogi Karen Harpa Harðardóttir starfsmaður á Spóalundi.
5 ára starfsafmæli: Fanney Dagmar Helgadóttir á Báruhrauni í Hafnarfirði, Erna Valdís Valdimarsdóttir og Elísabet Vattnes Sigurbjörnsdóttir, báðar á Sólteig í Reykjavík. Í Kópavogi eru það svo Sigurlaug Garðarsdóttir á Lóalundi, Guðrún Sigurjónsdóttir á Spóalundi og Sigfríður Konráðsdóttir á Næturlundi.
10 ára starfsafmæli: Jasmina Milos á Vitatorgi í Reykjavík.
Og síðast en ekki síst: Elín Poulsen Park í sjúkraþjálfun í Hafnarfirði sem fagnar 30 ára starfsafmæli!
Hjartanlega til hamingju öll og kærar þakkir fyrir tryggðina við starfsemi Hrafnistu!
 
Góða helgi!
Pétur

Til baka takki

Þessi vefsíða notar kökur (cookies). Með því að halda áfram að nota vefinn, samþykkir þú þessa virkni vefsins.
Samþykkja kökur