Top header icons

Fyrir starfsfólk

 

Örugg skjalamótttaka

Örugg skjalamótttaka

Fyrir starfsfólk

Hrafnista á Facebook

Hrafnista fær góðar gjafir frá Heimsleikaförum slökkviliðsmanna

 

Í vikunni var Hrafnistu færðar góðar frá Heimsleikaförum slökkviliðsmanna, sem er félagsskapur innan slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Slökkviliðsmenn afhentu Hrafnistu Mp3 geislaspilara og heyrnartól í samstarfi við Sjónvarpsmiðstöðina, píluspjald í samstarfi við Pingpong.is og Ipad fyrir skynörvunarherbergi sem verið er að setja upp. Gjafirnar eru hluti af ágóða sem slökkviliðsmennirnir fá fyrir árlega sölu á dagatali sem skreytt er með myndum af þeim, en frá upphafi hefur hluti ágóðans verið gefinn til góðgerðarmála og í ár vorum við svo heppin að njóta þeirra góða framlags.
Með sölu á dagatalinu fjármagna slökkviliðsmennirnir ferð sína á alþjóðlega heimsleika slökkviliðs- og lögreglumanna sem haldnir eru annað hvert ár. Þar er keppt í 60 til 70 greinum, ýmist í hefðbundnum íþróttum eða starfstengdum greinum eins og að rúlla upp slöngum.

Við þökkum kærlega fyrir okkur. Gjafirnar munu nýtast vel í starfi með heimilisfólkinu okkar.

 

 

  • Til baka takki

    Þessi vefsíða notar kökur (cookies). Með því að halda áfram að nota vefinn, samþykkir þú þessa virkni vefsins.
    Samþykkja kökur