Top header icons

COVID spurt og svaraðRannsóknarsjóður HrafnistuHrafnista á Facebook

 
 

Gjöf til Hrafnistu í Reykjavík og Hrafnistu í Kópavogi frá Thorvaldsenskonum

b_250_250_16777215_00_images_frettir_2016_thorvaldsenskonur.jpeg

Thorvaldsensfélagið gaf á dögunum Hrafnistu í Reykjavík og Hrafnistu í Kópavogi Master Turner snúningslak en mikil ánægja hefur verið með þau á  Hrafnistu í Hafnarfirði. Lakið býður meðal annars upp á þann möguleika að nota lyftara til að aðstoða við snúning. Slíkt dregur úr líkamlegu álagi á starfsmann auk þess sem það er mun þægilegra fyrir þann einstakling sem getur ekki snúið sér sjálfur í rúmi. Thorvaldsensfélagið fagnar stórafmæli í ár, en það er 115 ára gamalt. Thorvaldsenskonur opnuðu bazarinn við Austurstræti 4 árið 1901 og hafa rekið hann alla tíð síðan. Allur ágóði af sölu bazarsins rennur til góðgerðamála. Við hvetjum alla til að kíkja við á bazarnum ef þið eigið leið framhjá, þar sem mikið er til af fallegum vörum og ekki skemmir fyrir að ágóðinn renni til góðgerðamála. Hrafnista í Reykjavík og Kópavogi þakka kærlega fyrir gjöfina sem mun koma að góðum notum og hefur mikið verið óskað eftir.

 

Til baka takki

Þessi vefsíða notar kökur (cookies). Með því að halda áfram að nota vefinn, samþykkir þú þessa virkni vefsins.
Samþykkja kökur